Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Qupperneq 4
★ Þá er þar til að taka, sem fyrr var frá hoifið, þegar pílagrímurinn frá íslandi beið í borginni Ratibor í Efri-Slesíu eftir fari til hins mikla kirkjufundar í Búdapest, höfuðstað ar Ungverjalands. Um hádegisbil lagði ég af stað á- leiðis til jáinbrautarstöðvarinnar. Ekki íann ég innganginn f þann stað og spurði marai til vegar. Hann benti mér að ganga beint af augum. Þá kom ég Ioks að mörgum samsíða brautartcnum og fór að klöngrast yfir þá. Kemur þá hlaupandi á móti mér lestarvörður, öskrandi vondur, sem von var og sagði, að hér væri stranglega b unað að ganga yfir. Hvort ég sæi kk' þetta skilti! Á því stóð orðið „Ve ooten" — bannað. Það orð stóð afskapiega víða í Þýzkalandi, Guðmundsdóttír: Pílagrímur í Búdapest og var ég farin að átta mig á þýðingu þess. Eg skammaðist mín mikið fyrir að hafa reitt þennan skikkanlega mann til reiði og varð ósköp aumingja leg. Hann blíðkaðist fljótt og sagði nú mildari í máli, að ég hefði ekki þurft annað en að festa hælinn milli tein- anna og hrasa. Hefði lestin komið á þeirri stundu. hefði ég ekki farið fleiri ferðir. í Risafjölium Nú kom lestin loksins, og fékk ég gott sæti ein í klefa. Næsta borg hét Oderberg. Heitir núna Bohumin. Á leiðinni þangað kom til mín vörð- ur og bað mig sýna vegabréfið, því að nú vorum við að fara inn yfir landamæri Tékkósíóvakíu. Þegar til Oderbergs kom, stökk ég út úr lest- inni með allt mitt dót. Hélt, að hér ætti að skipta um lest. Til allrar hamingju spurði ég vörð til vegar. ,,Þér eigið að vera kyrrar í vagn- inum“, svaraði hann og beif sundur orðin. Eg allt að því flaug inn í lest- ina- aftur. í áætluninni stóð, að við ættúm að fara frá Oderberg klukk- an hálffjögur, og myndum við koma til Búdapest klukkan hálftólf um nóttina. — Nú voru þýzku hermenn- irnir horfnir, en margir báru tékk- neska einkenmsbúninga. Einhver ann- ar svipur fannst mér yfir Tékkum en Þjóðverjum, þótt lítið gæti ég skoðað mig um hjá þeim. — Lestin rann fremur hægt áfram, því að vegur- inn lá upp í móti um hæðótt land, enn þá fallegra til að sjá en sléttlend- in áður. Einkum voru beykiskógarn- ir óviðjafnanlega fagrir. Loks stönz- uðum við stutta stund í borg, sem hét Karwin. Nú var þýzkan horfin af auglýsingunum meðfram vegunum og tékkneska komin í staðinn — mér gersamlega oskiljanlegt tungumál. Þarna var ákaflega þéttbýlt. Feikna- akrar teygðu sig inn á milli trjálunda, mikil og falleg tún — og skjöldóttar kýr! Eg sá aldrei einlita nautgripi í þessum löndum. Nú sáust toksins fjöll: Riesenge- birge — Risafjöll. Þau minntu tölu- vert á Skarðsheið'ina eins og hún blasir við úr Skorradalnum, nema hér voru engin Skessuhorn. Fjöll þessi voru algróin upp á brúnir, og jafnvel efst uppi á hnúkunum uxu dökkgrænir greniskógar. Stór, grasi- vafin ijóður voru innan um skóginn í hlíðunum og hús og bændabýli hátt uppi undir fjallseggjum. — Lestin skreiddist áfram upp brekkurnar. Fór nú að sjást birkikjarr, líkt og hér heima á íslandi. Aldrei hafði ég aug- um litið aðra eins náttúrufegurð. Þannig hlaut ísland að hai'a verið í árdaga — viðivaxið milli fjalls og fjöru. Það er óskaiand íslenzkt sem að yfir þú býr, aðeins blómgróin björgin, sérhver baídjökull hlýr. Þannig ókum við áfram í þessum dýrlega fjalllendi lengi dags. Byggð- in strjálaðist, eftir því sem öfar dró, og allt landið var umvafið myrkum skógum. Loks fór að halla niður af, og lestin hentist áfram niður brekk- urnar með skeilum eins og harðasta jódyn. Og stiklandi, tröllefldir fákar fnæsa, og froða vellur um bóg. — Og riddarar fornalda rétta sig hátt, og reifar árblikið Mundíuskóg. Við ókum fram hjá þorpi, sem hét Trenchin. Fornleg riddaraborg gnæfði á háum hamri yfir bænum, þar sem snotur hús stóðu í þyrpingu kring- um stóra kirkju. — Þetta útsýni kom eitthvað kunnuglega fyrir sjónir. Frá þessum löndum hafa kannski verið sumar fallegu landslagsmyndirnar, sem töluvert voru í tízku á íslenzkum heimilum fyrir nokkrum áratugum. Þá fannst manni sem þetta væru ein- hverjar ævintýramyndir frá landinu fyrir sunnan sól og austan tungl. En hér blasti við hinn fegursti veru- leiki. Engin furða er, þótt margir vilji eiga þessi lönd. Af þeirri ástæðu 292 / Í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.