Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Qupperneq 9

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Qupperneq 9
RÆTT VIÐ BÓNDA í Baldvin Trausti — syninum lá svo mikiS á út á sjó, að ekki var unn't að Ijósmynda hann. (Ljósmynd: TÍMINN-RE). úr filverunní og feíSa þess eins að molna og týnasi f Loðmundarfirði er búið á tveim bæjum miðsvæðis í sveitimni, Stakka hlíð og Sævarenda. Fyrir innan og utan þá standa átta jarðir auðar. Á tveim þessara jarða, Klyppsstöðum og Úlfsstöðum, bjó fólk fyrir tveim- ur árum, en einn góðan veðurdag var það horfið og bæirnir auðir. Eftir það taldi 'Sveitin þrettán manns, þar af fimm börn. — Einn þessara manna er Baldvin Trausti Stefánsson á Sæv- arenda. Ég hitti hann og son hans, Stefán Ingva, sem er nítján ára gam- all, fyrir skömmu og spurði þá, hvern ig væri að búa á svo afskekktum stað sem Loðmundarfjörður er. — Leiðinlegt, sagði Stefán Ingvi, og tekur orðið af föður sínum. — Hann hefur flúið fjörðinn og siglir nú á hinu stóra hafi — háseti á tog- aranum Pétri Halldórssyni. — Það er hægt að lifa eins góðu lífi þarna og annars staðar, ef menn eru undir það búnir og geta sætt sig við einamgrunina, segir Baldvin. — Getur þú það, Stefán? — Nei aldeilis ekki. — Þetta er sjóslarkari, segir Bald- vin. Stelpan er farin líka. Það tók hana togarakall. Hann hefur ekkt verið he'inia í tvö ár, blessaður vertu. — Það er ekki hægt að vera á svona stöðum, þegar maður er búinn að reyna anmað, segir Stefán. — Já, þótt ró og næði geti verið gott, er hægt að fá of rnikið af því. Það er dálítið erfitt að koma heim að eyðibýlunum. Þar fékk maður kaffi og góðgerðir áður. Það skilur emginn þá tilfinningu nema sá, sem hefur séð fólkið fara og horft heim að auðum bænum á eftir. En maður ræður engu um líf annars fólks, ekki einu sinni barnanna sinna. Það fer eða verður, tsbgir Baldvin, — allt eftir sínum eigin vilja. Áður var búið í öllum krókum Sveifir eyðast. Stöðugt verSa þau fleiri bæjanöfnin á íslandskortinu, sem ekk- ert Jíf hafa á bak viö sig. í sumum sveifum eru aöeins einn eöa fveir bæir byggðir lifandi fóiki, hinir skuggum. Alli umhverfis þessa bæi standa aðrir og horfa tóm- iega út í bláinn, fallnir úf — Ertu ekki orðinn mannafæla á því að búa þarna? — Nei, ég hef aldrei verið hrædd- ur við menn og menn ekki við mig. Þó er ég fæddur og uppaUnn á þess- um stað og hef verið þar alla ævi. Ég fæddist í Stakkahlíð, þar sem bróðir minn, systir og mágur búa T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 297

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.