Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Qupperneq 19
að utan og innan. Hann setti síðan með rafhleðsluvél rafhleðslu í nagl- ann. Er hann svo snerti samtímis naglann meg annarri hendi, en glasið með hinni, fékk hann allmikið raf- magnshögg. Rakt glasið hafði orðið að „þétti“ við rafhleðslu prestsins. Kleist var ekki auglýsingamaður og fregn- in af uppgötvun hans barst lítið út. Nokkrum mánuðum síðar var það, að hollenzkur eðlisfræðikennari gerði sömu uppgötvun án þess að hafa frétt af uppgötvun Kleists, og hann var rétti maðurinn. Pieter van Musschen- broek, kennari við háskólann í Leyd- en, var af frægri lærdómsmannaætt og þekkti sjálfur ýmsa vísindamenn hollenzka og í öðrum löndum. Vorið 1746 ætlaði hann að raf- magna vatn í flösku, sem var rök að utan. Við bjástur þetta fékk hann svo mikið rafmagnshögg, að það hafði næstum riðið honum að fullu. Hann skrifaði strax vini sínpm René Reaumur í París fþeim, sem hitamælirinn er kenndur við) og sagði honum að hann nefði gert þessa tilraun og fengið slíkt raf- magnshögg, að annað eins vildi hann ekki fá aftur, þótt honum yrði boð- inn konungdómur í Frakklandi, að launum. „Leydenflaska“ Pieters van Musschenbroek, varð strax frægt leikfang. Allir vildu reyná rafmagns högg eða sjá aðra fá það. Konungurinn í Frakklandi lét alla varðmenn sína raða sér upp, takast í hendur, og skemmti sér konung- lega við að sjá alla vsrðmennina hoppa upp samtímis þegar hann hleypti „straum á línuna“ frá Leyd- en-flösku. Þetta varð auðvitað ágæt- is auglýsing fyrir rafmagnstæki þess tima og menn kepptust um að kaupa rafhleðsluvélar og Leyden-flöskur. — Meðal þeirra fyrstu að fá sér Leyd- en-flösku senda vestur yfir hafið var Benjamin Franklin prentsmiðjueig- andi m. m. í Bræðraborg. TILRAUNIN MEÐ DREKANN. Leyden-flaska sú, er Franklin fékk 1746 var sú fyrsta, sem sígldi vest- ur yfir Atlantsála og hun fór ekki erindisleysu. Hann átti rafmagns- hleðsluvél og gat nú gert ýmsar til- raunir sér og öðrum til fróðleiks. Og mjög fljótt komst hann á þá skoðun að rafmagn myndi í framtíð'inni verða fólki til yndis og blessunar. „Hvaða gagn getur orðið að þessu?“ var hann eitt sinn spurður af áhorfanda að einni tilraun. „Hvaða gaga gerir ný- fættt barn?“ var svar hans Eftir Leyden-flösku þeirri, sem hann hafði fengið, bjó hann til aðrar og átti fljótlega heilt stóð af flöskum, er hann tengdi á mismunandi vegu. Neisti, sem hann fékk úr Leyden- flöskum sínum minnti Franklin strax a eldingarnar. Neistar flöskunnar gátu drepið smádýr og kveikt eld í eldfimu efni. Eldingin drap menn og aðra stórgripi, kveikti eld i kirkj- um og öðrum stórhýsum. Nú var það ekki lengur leikfangið rtotað til að láta borðalagða varðmenn hoppa upp eins og ósjálfráða bjána, heldur til að kynnast gömlum og r.ýjum ógn- valdi manna, eldingunum, og reyna ag gera þá ótemju skaðlausa. Frá því á árinu 1748 vann Benjamin Franklin markvisst að því að sanna, að eld- ingar stöfuðu ekki af gassprenging- um í loftinu og unnt myndi vera að verja menn tjóni af þeirra völdum. Árið 1750 skrifaði hann meðlimi konunglega vísindafélagsins í Lond- on greinarkorn um ag menn „gætu dregig rafmagnseldinn hljóðlaust úr skýjum, áður en rú eldingu yrði“. Samtímis sendi hann aðra grein um ,,á hvern hátt líkjast eld- ingar rafmagni“. Ensku vísindamenn- irnir, sem síður en svo eru eða voru litlir karlar, brugðust þó algjörlega í þetta sinn. Þeir brostu bara af þess- um vesturheimska óskólagengna manni og birtu ekkert ».f þessu. — Viðbrögð Franklins við þessu urðu þó aðeins þau að hann, reiddist, og ákvað að reyna ag sanna mál sitt. Vinur Franklins í Englandi lét prenta greinar þær, sem vísindafé- lagið hafði hafnað. Þær voru svo strax þýddar á frönsku. Frakki nokkur, Francois Daiibard að nafni, gerði svo, eftir að hafa les- ig greinar Franklins, tilraun í þrumu veðri í París í maímánf.iði 1752. Til- raun þessi sannaði, að loftrafmagn og núningsrafmagn voru öldungis eins. Fran]$.lin hafði ekki haft spurnir af tilraun Frakkans en beið nú lags í Bræðraborg. Hann lét ekki blása í lúðra, né berja bumbur og ekki kall- aði hann á blaðamenn, jegar hann dag nokkurn í júnímánuð: labbaði út á völlinn fyrir utan Bræðraborg. Með honum var sonur nans ungur, og hélt hann á vönduðum flugdreka. Þessi dreki var úr sdki, on venjuleg- ir flugdrekar, sem börn.léku sér með, voru þá gerðir úr pappír. í trýni þessa dreka var járnbroddur, hand- taugin var venjulegt snærisband, en stutt frá neðri enda þess hengdi Franklin lykil og síðan nokkra metra langa silkisnúru. Dimm og ógnþrung in kúmúlusský voru að belgjast upp T I M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 30/

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.