Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 5
og söltuðum inn borð. OMcur þótti hátíð að vora á mótorbát á vertíð hcr hjá því að j-óa á veturna á ísafirði.‘‘ Já, hann spilaði á böllum, söng og þló og fékk sér neðan í því með fé- ^lögum sínum. Sjómaður af lífi og sál. Sjórinn sleppir sjómanninum í land til þess að hann geti gleymt sér um stund, trúað því, að 'hann sé frjáls meðan dansinn dunar. En hann bíður eftir honum, kippir í taugina og teymir hann út á miðin á ný. Beint af ballinu út á miðin skal 'hann cneð síðustu tóna harmónikunnaj- í sálinni. — Ellefu ár í skammdegis- veðrum á mótorbátunum, beitt, fisk- að, saltað. Sama sagan endursögð án tilbrigða. — En ®vo komst hann á trollara: „Það var ósköp leiðinlegt og ófiskilegt veiðarfæii, þetta troll. en það mokfiskaðist með því. Þá var fjögui-ra tíma lögboðinn svefn. Á iþeim árum gengu margir frarn af sér á trollurunum, því að þeir voru alltaf í fiski. Samt biðu menn von úr viti til að komast á þá; kútterarniv voru hættir að fiska og farið að selja þá úr lándi — árabátarnir voru líka hættir að fiska, Það voru bo-a troll- ararnir, sem fiskuðu, og menn stóðu á kafi í fiski á þilfarinu tuttugu tíma á sólarhring.“ / Togararnir sköpuðu atvinnu í landi: „Alls staðar úti um allán bæ var raðað grjóti til þess að þurrka fisk. Fólk setti hann meira að segja á grjótgarðana umhverfis bæina. Þá var enginn fiskur sendur út öðru- vísi en þurrkaður, og allir unnu við að breiða þennan fiSk, sem gaf fólk- inu lífið.“ Hann var á 4 íslenzkum trollurum og einum enskum. Hann segir fátt af þeim. Kannski eru þeir allir runnir saman í einn: Skipstjórinn stingur hausnum út um brúarglugga. — Hífa! öskiar hann. — Menn í sjó- fötum, gulir, gráir, þjóta. eftir þil- farinu. Það pusar á þá. Nótt eða dagur, logn eða stormur. Tuttugu tíma á sólarhring getur maðurinn í glugganum kallað til þeirra eins og núna: Hífa! — Það þýðir ekki að mögla, þott þreytan hafi tekið sér bólfestu í limunum, rauðþrútnum aug unum. Pokinn í djúpinu fullur af spriklandi fiski og spilið er knúið hugsjón útgerðarinnar: Meiri fisk, meiri peninga. Mennirnir á þilfarinu eru verkfærin, gufusveitt spilið er verkfærið, vírarnir, trollið. Og svo liggur fiskurinn á þilfarinu, lifandi, sprifclandi, og það glampar á hvítan lcviðinn á honum, þegar mennirnir ráðast að honum með hnífana á lofti. Á meðan sígur trollið til botns á ný; það strekkist á vírunum. í djúpinu eru fleiri fiskar, meiri peningar. — Þá væri munur að eiga trillu og vera frjáls maður, sjálfs síns herra. Hann eignaðist ekki fyrstu trilluna fyrr en hann var kominn hátt á sex- tugsaldur. En trilluveiðarnar eiga hug hans enn þá. Þú sérð það í svip hans. Hann talar um trilluna sína með gleði. Hún heitir Hulda, liggur í höfninni, vélarlaus núna. Vélih. er undir tröppunum hérna fyrir utan- Hann setur hana í trilluna í vor, þeg- ar hvalbátarnir eru farnir frá Ægis- garði og farnir að veiða nafna sína. Þá fer hann á hrognkelsi. Netið ligg- ur á 'Stólbakinu við rúmið, reiðu- búið: „En það brá svo við, þegar ég fékk trilluna, að það hætti að fisk- ast. Þá fórum við sumir að elta lúðu. Lúðan er skemmtilegasti fiskur, sem ég veit, og það er spennandi að fást við hana, miklu meira spennandi en veiða lax. Hún er sterk, skaltu trúa, þegar hún er stór og mikil. Það er gaman að takast á við hana. Stund- um missir maður hana og þá bölvar maður klaufaskapnum. En auðvitað ræður enginn, hvernig krækist í hana. Þegar ég átti fyrst við hana, var ég á átján feta skektu. Þegar báturinn er svona lítill verður maður að rota þær áður en maður innbyrðir þær. Ef maður er vanur, lætur maður þær renna inn í bátinn. Það gerir enginn óvaningur. Ög það hefur margur drepið sig á stórflyðru. Við Gvendur á Helgastöðum, faðir Krist- manns skálds, vorum oft sam- an í Hvalfirðinum að eltast við hana. Við kepptum um lúðuna, Gvendur og ég. En það var eins með lúðuna. Hún hvarf, var miklu minna um hana sumarið, sem ég byrjaði en sumarið áður. Þá fékk Óli á Bakka 60 yfir sumarið í Hvalfirðinum. En ég fékk aldrei meira en 24. Margar voru samt yfir 250 pund. Tvívegis fékk ég þrjár sama daginn. Þá var ég kátur. — Þegar hún hvarf úr Hvalfirðinum, var hún líka að hverfa úr Breiða- firðinum. Ég fór þangað í tvö sumui' á trillunni minni, og fyrra sumarið fékk ég 59 lúður, en seinna sumarið bara 14. Svona var það hjá öllum. En mikið var gaman í Breiðafirðin- um innan um allar þessar eyjar einn á báti. Það var súmarfrí hvern ejn- asta dag. Mig langar alltaf þangað, og nú hef ég heyrt, að þeir séu farn- • ir að fiska hana aftur. Allir eyja- menn fiskuðu stórlúðu, þegar ég byrj aði. — Nei, nú fer ég að drepast. Því er nú fjnadans verr. Mig langai ekkert til þess. en ég verð að sætta mig við það. Ég er búinn að liggja tvær banalegur — úr þeirri þriðju fer ég. Ég veit ekki, hvað það verður, sem drepur mig, en það drepur mig áreiðanlega. Hér áður skaut hann svartfugl á vorin: „Það þótti ekki róður, ef við fengum ekki tvö hundruð fugla ó dag. Þeir urðu stundum hátt á fjórða hundrað. Nú segja þeir, að það sé l ÓLAFUR EINARSSON fæddist í Há- holti í Reykjavík 1888. Faðir hans var Einar Einarsson, sjómaður frá Bollastöðum á Seltjarnarnesi, en móðir Kristrún Gisladóttir frá Kiða- felli í Kjós. Ólafur á fjöour uppkom- in börn. svartur sjór af íugli, en haixn er langt frá landi og skotin og benzíniö á trill- una er svo dýrt^ að maður verður að hæfa tvo fugla í einu skoti, ef það á að borga sig. Ég fór líka stundum á rjúpnaveiðar á haustin, lagði upp frá Litla- eða Stóra-Botni í Hvalfirði. Þetta var lífið hjá okkur, þegar haust- ið kom og veturinn, en þegar kom fram í íebrúar, fórum við að hugsa til sjávarins“. Einhvern daginn milli fyrstu og annarrar banalegunnar smíðaði hann sér bát úr blikki og kom honum upp í Hvalvatn, Hann lá þar í helli við kertaljós og veiddi silung á bl.ikk- bátnum. „Blikkbáturinn lifði í mörg ár við vatnið. Þeir notuðu hann meira að segja, þegar þeir lögðu mæðiveiki- girðinguna. Veiðimennirnir stálu honum stundum, og í eitt skiptið hafa þeir ebki bundið hann nógu vel niður. Þá hefur hann fokið út í vatnið og borið þar beinin.“ Hann hefur. aldrei kvænzt: „En ég eignaðist mörg börn samt, og ég er alltaf að skrifa dóttur minni, sem er gift Bandaríkjamanni. Ég skrifa henni á næturna og morgnana minnst 10 síður um alla lieima og geima. Það er golt fyrir gigtarskrokk og hálfgerðan Iassaróna að vera á vakt í bátum, sem eru bundnir við bryggj- una. Hver nóttin er annarri fallegri og hvítalogn, hægt að labba með'log- andi kerti á milli bátanna. Ég gerði það að gamni mínu á gamlárskvöld. og það lifði á því.“ Þegar vorar, siglir hann út úr höfninni á trillunni til þess að huga að hrognkelsunum. — Kútterinn, sá fyrsti, sem hann fór á, er langt að baki. — Það var, þegar eitt hús stóð á Melunum, þegar börnin fóru í berjaheiðina á Öskjuhlíðinni, þegar sjórinn gjálfraöi 'við bryggjustaurana hjá verzlun Geirj Zoega, og Tryggva- gatan var ekki til. Birgir. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 341

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.