Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 14
að fyrir kornið. Hamarshöggin end- urómuðu undarlega milli gildra trjá- stofna undir laufþykkninu, ný heimili, þverreftir bjálkakofar, risu hratt frá grunni. Kýrnar gengu með bjöllu um háls, vingsandi hölum í hitanum að lemja burt mývarginn frá vötnunum, hundgá og söngur sveittra manna blandaðist hamarshöggum og sagar- hljóði og hvin hinnar dimmu trumbu, sem buldi, þá tré féllu. Mitt í þessari önn voru Sígaunar einnig á leiðinni norður. Litskrúðug vagnaröðin hafði numið staðar við vegarbrún hjá vatni og speglaðist í skyggðum fletinum, kolsvarthærð kornbörn lágu steinsofandi tvist og bast, en ömmur ýfðu ögn lygnuflöt vatnsins með bleyjuskoli. Hitaupp- streymi dreifði tindrandi tíbrársindri og misglitaði lit og ljós, svo að við vorum þarna staddar í miðju impress- iónísku málverki, er við rákum aug- un í un.ga fólkið undir eikinni. Þar lágu þeir í leti sinni endilangir, Sí- gaunakarlarnir, lágu með kollana í kjöltum kvenna sinna, alsælir án klukku, og konurnar leituðu þeim lúsa. Síðar, er við náðum næsta áfangastað og voru mættar í vinnu- sölum Lailu Karttunen í Wetter- hoffska-skólanum í Tavastehus, þá var hún þar aftur komin, þessi ást- fangna natni, þetta dýrlega dekur- dundur án taugaspennu. Þar voru það ungar hendur vefaranna, er töldu þræði uppi'Stöðu og ívafs og greindu mynzturliti gamalla vefjarbúta, þær grúfðu ljósgullhærða, jarpa, skolaða og dökka kollana yfir vinnu sína, notuðu stækkunargler, jafnvel smá- sjá. Mikið af þessu vefjarsafni var það illa til reika að geta þurfti sér til um framhald mynzturs, að allt kæmi heim og saman, þá var gripig til stæði til boða meira gjald í reiðufé viðfangsefnið vandleyst, var gengið rækilega til verks og vandfýsnin mikil, að eikki breyttist að ráði hinn upprunalegi stíll. Hver vefari óf í litlum handvefstól tilbrigði um heildarsvip hins gamla og lúða vefnaðar, er á tjaldinu var orðinn veggstór og greinilegur, og þannig var þindarlaust haldið áfram koll af kolli, unz Karttunen var á- ánægð og_ allar nottoæfar tillögur til- búnar fyrir stigna vefstóla, og þar með þankinn kominn að mörgum vefjum skyldum á stað þess eina, er Karttunen hafði fengið frá Kataja- maki — tolldi ekki saman lengur, og var geymdur milli glerja. Með alúð og nærfærni hefur Kart- tunen séð um framhaldið á söfnunar- sögu sinni, að nýtist hver geymd og haldi gildi sínu, erfist. Vinnu liðinna alda var hún þarna að endurheimta og fella að nýju inn í handverkssögu þjóðar. Þó er litvalið hennar sterka hlið, fremur en innviðir mynzturs Hún þekkir þol litarins og veit um mis- Ianga endingu hvers blæbrigðis gagn- vart Ijósinu, hún nýtir litinn, notar gjarna bara einn lit í ríkidæmi mót dimmu hlutleysi annars, svo .að þessi eini litur lýsir misbjartur, misdjúp- ur, hlédrægur eða mettaður, aðdnag- andi litljómasvæðanna í vefjum henn ar er rólegur, unz liturinn skellur á með makt loga. Við vefarana talar hún um sól- bleikju sumarbirtunnar, um mikil- vægi þess, að ullarlitirnir í vefjun- um upplitist jafnt. Og við erum á leið í litunarsalinn, þar rauður logi brennur undir kol- svörtum litunarkötlum; ungu stúlk- urnar bogra hver og ein yfir sínum víðgemli eins og seiðkonur með kjaft- grip og ífærur, mæla tíma, mæla hitastig, færa litljómandi bandtoesp- ur upp úr rjúkandi leginum. Þurrar jurtir, lyng, rætur og 'Skófir eru í latínuáletruðum pokum og sekkjum í skápum, litduft, sölt og sýrur á loft- háum hillum. Gufan roðar broshýr andlit og deyfir rokkhljóð úr sal þeim þriðja, mjúkum fingrum gæla þar spunakonur við eingirnið. Það urgar í kömbum og þytur hespu- trjánna hverfur í samleik við suðu snældunnar og vefstólas'kiarkalann úr þeim fjórða. Þar sitja skapanornir með sitt örlagagarn, alvaldar með breiddan faðm skjóta þær skyttum í skilin, henda þeim sem fjöreggjum milli handa sinna og troða skemla ungum, berum fótum, staddar mitt í hljómkviðu elektrónískra tónleika, en hafa hvorki hugmynd um það né hitt, að við komum og fórum. Þó sagt væri áður, að liturinn væri Karttunenar aðall og einkenni, fram- ar formgjöfinni, er þó líklega rétt- 350 T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.