Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 21
Næsfa SunnudagsblatS kemur út 28. apríl, þar etJ
prenfsmitíjan annar ekki setningu bla«$s þess, sem
heftíi átt atJ koma út 21. apríl, vegna hinna mörgu
frídaga í dymbilvikunni.
inn var jarðaður á Strönd. Hann vill
koma öllum í sjóinn“.
Meira vildi hann ekki segja um
þessa reimleika, og ekkert kvaðst
hann hafa séð óvanalegt í þetta skipti.
„Þú sérð þó ýmislegt stundum“,
sagði ég.
Hann játaði því. „En það hætti að
koma fyrir nema stöku sinnum, eftir
að messuvínið var sett í augun á
mér. Áður en það var gert sá ég svo
margt, að þag voru vandræði".
Ég spurði, hver hefði sett messu-
vín í augun á honum. Hann sagði, að
það hefði verið gert á Viilingavatni
að ráði Gísla gamla, þegar hann var
unglingur. Áður sá hann eitthvað dag-
lega. Sagði hann þá fyrir, hverjir
koma myndu næsta dag, ef það voru
menn, sem hann þekkti, en lýstf þeim,
ef hann bar ekki kennsl á þá. Svo
sagðist hann oft hafa séð dauða menn
og huldufólk. Þetta hefði ekki verið
náttúrlegt, og kvaðst hann hafa verið
'feginn til að losna við þessar sýnir
að mestu leyti. Aldre.i sagðist hann
þó hafa verið myrkfælinn eða hrædd-
ur, þótt hann sæi eitthvað undarlegt,
og hélt hann, að það hefði forðað
því, að þetta gerði honum verulegt
mein. En þegar hér var komið, sá
hann sjaldan neitt, og þótt það bæri
við, sagðist hann enn sjaldnar geta
um það við nokkurn mann.
Nokkrum árum síðar en þetta var,
kom ég ofan túnið frá gegningum
laust fyrir hádegi. Það var á fyrsta
sunnudegi í góu, veður gott og bjart
yfir. Sé ég, að Beinteinn er á gangi
uppi í kirkjugarði. Þegar hann sér
mig, kemur hann til móts við mig,
og mætumst við á hlaðinu. Ég sé, að
það er á honum alvörusvipur, enda
segir hann við mig formálalaust:
,,Það deyr einhver hér í sókninni
á góunni og verður jarðaður hérna.
Ég veit ekki, hver það verður. Það
gæti orðið ég. Taktu eftir, hvort þetta
verður ekki rétt tdgáta hjá mér“.
Ég tók þessu með fáum alvöruorð-
um. En ég spurði hann ekki, hvað
hann hefði séð eða á hverju hann
byggði þetta, enda réð ég það af
svip hans, að hann myndi ekki svara
spurningum.
Spá hans rættist. Á góuþrælnum
andaðist á Villingavatni gömul kona,
og var hún jörðuð á Úlfijótsvatni.
Það stoðaði ekki að rengja Beintein.
Hann laug aldrei vísvitandi, og hon-
um sárnaði hvað mest, ef hann var
grunaður að segja ósatt.
Beinteinn bar ellina vel. Hann var
heilsugóður alla ævi, laus við gikt
og fékk sjaldan neina kvilla. Hann
dútlaði við störf sín til æviloka.
Hann dó í ágústmánuði 1913. Hann
var þá í Hagavík að dytta að fjár-
húsveggjum á eyrinni fyrir sunnan
bæinn. Fóik var í heyskap uppi á
hálsinum vestur frá bænum, þar sem
Leirdalur heitir. Þetta er skammt frá
bæ, en þó sést ekki þangað að heim-
an. Heima við var ekki annað fólk en
húsmóðirin og Beinteinn. Beinteinn
kom heim í miðdegismatinn, en hús-
móðirin fór með mat td fólksins, sem
við heyskapinn var. Var Beinteinn
ekki nema hálfnaður að borða, þegar
hún iagði af stað.
Við heyskapinn var húsbóndinn og
vinnumaður hans, uppeldisdóttir hús-
bændanna og tíu eða tólf ára gamall
drengur Þegar fólkið hafði matazt,
fór þaJ til verka sinna, og þar sem
þurrkur var þennan dag, ætlaði hús-
móðirin að hjálpa því vig heyvinnuna.
En svo bar til, að þrjár hrífur brotn-
uðu á örskammri stundu, þegar tekið
var til starfa að lokinni máltíðinni.
Ekki var nema ein hrífa til vara, og
var það ráð tekið að senda drenginn
heim eftir hrífum.
Drengurinn kom aflur eftir stutta
stund. Ekki hef ég heyrt, hvort hann
kom með hrífurnar, en þær fréttir
hafði hann að segja, að Beinteinn
lægi í moldarflagi sunnan við fjár-
húsin og myndi vera dauður. Fólkinu
brá við þessi tíðindi, og var tafarlaust
farið til Beinteins. Það kom á dag-
inn, að allt var eins og drengurinn
sagði:- Beinteinn lá örendur í flaginu.
Likið var skoðað, og sá ekkert á því.
En traðk nokkuð var í flaginu, og leit
svo út sem því hefði verið velt nokkr-
ar veltur. Kýr voru þarna skammt frá
og með þeim griðungur á öðru ári, og
var það ætlun manna, að hann væri
valdur að dauða Beinteins.
Þannig lauk ævi Beinteins eins og
hann hafði spáð fyrir mörgum árum:
voveiflega.
Þegar Beinteinn lézt, var í Nesjum
vinnukona, sem Guðrún hét. Hún
hafði áður verið samtíða Beinteini
á bæ, og voru þau því kunnug. Bein-
teinn hafði lánað henni nýjan tálgu-
hníf tæpu ári fyrir dauða sinn. Hníf
þennan átti Beinteinn ekki sjálfur,
heldur hafði hann fengið hann að láni
hjá öðrum rnanni í sveitinni og lofað
að skila honum aftur innan skamms.
Var hann farinn að lengja eftir því,
að hnífnum væri skdað frá Nesjum
og afsakaði það einu sinni við eig-
andann, hvað lengi drægist, að hann
kæmist í réttar hendur. Gat hann
þess þá um leið, hjá hverjum hann
væri, og gerði ráð fyrir að fara upp
að Nesjum og sækja hann til Guðrún
ar. En það var hann ekki búinn að
gera, þegar hann lézt.
Eftir dauða Beinteins fer Guðrúnu
að dreyma, að hann kom til sin, Var
hann þá með hnífinn i hendinni og
otaði honum að henni. Þetta dreymdi
hana hvað eftir annað, og gerðist hún
áhyggjufull vegna þessa. Mun hnífur
inn þá ekki hafa verið í hennar vörzl
um, heldur mun hún hafa verið búin
ag láta hann af hendi við annan. Leit-
að hún nú ráða hjá manni, sem hún
trúði vel og treysti, og réð sá henni
til þess að láta þann, er fengið hafði
hnífinn hjá henni, lofa því að skila
honum til eigandans eða borga hon-
um hann að öðrum kosti. Þetta mun
hún hafa gert, og eftir það hætti
Beinteinn að vitja hennar í draumi.
En það er þó af hnífnum að segja,
að hann kom aldrei til skila, enda
gerði eigandinn ekki gangskör ag því
að leita hann uppi.
Eigandi hnífsins var sá, sem þetta
ritar.
GEYSIR
Framhald af 347. si8o.
Af James Craig er það að segja,
að honum hélzt ekki lengi á hverun-
um í Haukadal, og hefur því verið
kennt um, hve viskíið hans var gott.
Þag gerðist sem sé þegar á fyrsta ári
eftir Geysiskaupin, að hann átti sér-
lega notalega kvöldslund með einum
vina sinna, E. Rogers að nafni. Menn
geta ímvndað sér hugblæ þessa
kvölds: Vinirnir drekka tvimenning.
Belfast-viskíig glóir í háum kristals-
glösum, eldur á arni, rósrauð slikja
yfir öllu. Jafnaðargeðig enska víkur
um set, þumbaldahátturinn leggur á
flótta. Hinn ungi hveraeigandi skynj-
ar lífið og tilveruna í nýju ljósi, allt
ööru en á forstjórafundum áfengis-
verksmiðjanna. Sjálft andrúmsloftið
krefst þess, að hann hafist eitthvað
að, færi stemningu kvöldsins viðeig-
andi fórn, seiður þess heimtar, að
hann tjáði góðvild sína, votti vini sín-
um elsku sína með dýrri gjöf.. Og
þá minntist hann Geysis í Haukadal
úti á íslandi. Það eitt var við hæi'i
að gefa Rogers Geysi.
Þegar sól rann úr írlandshafi og
veröldin hafði ag nýju fengig hvers-
dagslegan svip, bauð Rogers vini sin-
um, að gjöfin gengi til baka. En það
mátti Craig ekki heyra nefnt. Hann
kvaðst ekki taka það aftur, er hann
hefði einu sinni gefið. Þetta var mað-
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
35y