Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 16
KOLBEINN GUÐMUNDSSON FRA ULFLJðTSVATNI KYNLEGUR KVISTUR ÞÁnilR 4F BEINTEINI VIGFÚSSYNI Belnteinn Vigfússon fæddist 22. júní 1828 á Torfastöðum í Grafningi, og voru foreldrar hans Vigfús Bein- teinsson, ættaður úr Gaulverjabæjar- 'hreppi, og Una Árnadóttir frá Litla- TTálsi, bæði vinnuhjú á Torfastöðum. Dvöldust þau þar með son sinn það vistarár, en vorið 1929 fór Vigfús með hann tæplega ársgamlan að Laugardalshólum. Una, móðir hans, fór að Selfossi í Flóa, og mun hún aldrei hafa komið aftur í Grafninginn til dvalar. Um hana veit ég lítið ann- að en það, ag hún komst suður á Álftanes og bjó þar Iengi með manni, er Þorleifur hét, kallaður grútur. Vigfús kom aftur með Beintein í vinnumennsku að Torfastöðum , eftir eitt ár og var í Grafningnum til dauða dags. Hann drukknaði í Álftavatni 26. apríl 1834, ásamt öðrum manni, Oddi Jónssyni, vinnumanni i Tungu. Var Vigfús þá vinnumaður á Bílds- felli. Við fráfall Vigfúsar varð móður- hreppur Beinteins að taka drenginn að sér. Það þótti gott, ef Una gat séð fyrir sjálfri sér. Ekki hafði hún þó illt orð á sér, þótti í meðallagi til allra verka, en tornæm — var samt fermd að nafninu til, þótt ólæs væri. En hún söng bæði í tieimahúsum og kirkju, þó að hvorki gæti hún lesið á bók né kynni versin, sem sungin voru. Hún söng bara lögin. Hún hafði söngeyra, sem kallað var. Eitthvað hefur fólki líklega fundizt Beinteinn vera öðruvísi en önnur börn á hans aldri, því að illa gekk ag fá verustað handa honum. Enginn vildi taka hann, svo að hreppstjór- inn, Gísli Gíslason á Villingavatni, varð að hafa hann á heimili sínu. Þar var Beinteinn síðan, þar til Gísli hætti búskap og hreppstjórn 1850. Það fór á sömu lund með Beintein og móður hans, að erfitt reyndist að kenna honum bókleg fræði. Hann gat aldrei lært ag þekkja stafina, ekki einu sinni tölustafi, og aldrei gat hann talið í réttri röð upp að tuttugu. Hann ruglaðist alltaf, þegar komnir 'voru fimmtán. Næst á eftir fimmtári var hann vanur að nefna átján og síðan hinar tölurnar upp að tuttugu-á ruglingi. En tuttugu lentu oftast ájréttum stað. Hann gat aldrei lært afi þekkja á málstokk né telja peninga. Hann 'þekkti krónu- pening óg tveggja lcrónu peninga af stærðinni, og fimmtíu aura, sem þá voru í gangi, þekkti hann einnig, en nefndi þá ávallt hálfa krónu. En aðra smámynt þekkti hann aldrei svo, að hann vissi, hve mikið þyrfti í eina krónu. Þvi var það, að hann tíndi aura sína úr buddunni, þegar hann var að borga þeim, sem hann átti skipti við, og spurði: „Viltu meira?“ Hann rengdi engan um það, að hann tæki þag eitt, sem hann átti. Af þessu tornæmi leiddi í fyrsta lagi, að hann var aldrei fermdur. Heyrðist aldrei á honum, að hann hefði neins misst, þótt hann væri ó- fermdur. En stundum gat hann þess, að hann væri maður ólærður, og þess vegna væri ekki von, að hann hefði alltaf á reiðum höndum svör vig því, sem hann var spurður að. Þagar búskap Gísla hreppstjóra lauk, var Beinteinn átla ár í Króki hjá Ingimundi Gíslasyni frá Villinga- vatni. Þar sagðist hann hafa lært flest þau verk, sem hann lærði á ævinni. Hann kvaðst ekkert hafa kunnað til verka, þegar hann kom þangað rúm- lega tvílugur, nema að sitja yfir ám á sumrin og vitja um silunganet. En Ingimundur hefði kennt sér margt, til dæmis að slá, skera torf, hlaða garða og veggi, smíða fötur og kirnur og margt fleira, sem hann hafði aldrei verið látinn snerta á áður. „Þar á meðal lét hann mig læra sjó- mennsku, svo að ég gæti gengið í skip rúm og róið fyrir hlut“, sagði hann. Einu sinni var það, þegar hann var að segja frá því, hve Ingimundur hefði kennt sér margt, að einhver sagði: „Sjómennskuna hefur hann kennt þér til þess að græða á þér“. Þá fauk í Beintein. Hann reis upp, fokvondur, og svaraði: „Hvað ætli hann hafi grætt á mér, sem alltaf varð að gefa formanninum undir mig. Einu sinni gaf hann undir mig snemmbæra kú“. Að svo mæltu gekk hann út. Það þýddi, að þennan mann vildi hann ekki tala meira við í það skiptið. Beinteinn var þann veg sinnaður, að hann þoldi ekki, að nokkrum manni væru gerðar getsakir, jafnvel þótt þeir ættu í hlut, sem honum hafði ekki líkað fylUlega við. Ingimundur í Iíróki var hreppstjóri jafnlengi og Beinteinn var hjá hon- um. Þá tók við hreppstjórninni bróðir hans, Magnús á Villíngavatni. Komst þá á sú venja, er hélzt, á meðan Bein- teinn lifði, að hann var upp frá því aldrei heilt ár á sama bæ, heldur lengi vel á tveimur bæjum sama árið, hálft ár á hvorum. Var slíkt þá al- gengt um vinnufólk, einkum væru skapsmunirnir stirðir. Var Beinteinn fimm ár að hálfu á Villingavatni og að hálfu í Tungu, en fór síðan í vinnu mennsku suður í Ölfus. Hann sagði, að Ólafur, er bjó í Tungu síðasta ár hans þar, hefði leiðbeint sér mjög um smíðar, og fram að því hefði sér til dæmis gengið illa að láta stafina tolla í botnlöggunum, þegar hann smíðaði fötur. Ólafur hefði ráðlagt sér að festa þá með nagla, en taka hann svo úr, þegar hann færi að setja gjarðirnar á, enda kvað hann það hafa verið óhætt að fara eftir því, sem Ólafur sagði um smíðar, því að hann hefði verið silfursmiður og auk þess smiður á allt, sem smíðað var. Beinteinn fór suður í Ölfus 1863, og þar hafði hann ofan af fyrir sér í átta ár. En þá varð hann -að hverfa aftur til framfærslusveitar sinnar. Átti hann þá ekkert fat, sem farandi væri í. Öll þau föt, sem hann hafði farið með í vistirnar í Ölfusinu, voru úr sér gengin og ónýt orðin. Þó þótti Grafningsmönnum annað verra við dvöl hans í Ölfusinu. Þar hafði honum verið kennt að taka í nefig og upp í sig. Svo að tóbak varð hann að fá, báðar tegundirnar, íil æviloka. Eftir fjögur ár réðst hann samt í Ölfusið að nýju. En þá urðu Grafn- ingsmenn ag gefa með honum sem svaraði verði tóbaksins, sem hann notaði, og mun það lengst af liafa numið tuttugu krónum á ári. Var hann nú um tuttugu ár í Ölfusi og Selvogi. Vistarráðum var svo háttað, að hann var'jafnan á tveimur bæjum, að hálfu á hvorum. Átti hann að fá venjuleg skylduföt, sokka og skó og fernan fatnag árlega. Auk þess setti hann í vistarsamninginn, að hann væri látinn róa á vetrarvertíð og helzt á vorvertíð líka, en fengi viku frí á haustin, svo að hann gæti heim- sótt vini sína og skyldfólk. Þetta gekk vel og friðsamlega. Ilann vistaði sig sjálfur og hafði oft vistaskipti, svo að hann varð aldrei mjög leiður á langdvölum á sama bæ eða við sama verk. Hann fékk víðast nægan tíma til þess að smíða fyrir sjálfan sig, og ævinlega var hann reiðubúinn til þess að smíða fyrir heimilin, þar sem hann dvaldist, ef þess þurfti með. Hann kom oft upp í Grafning til þess að hitta kunningja sína. Stund- um var það þá, ag hann kærði það fyrir hreppsnefndinni, að hann hefði verið svikinn um eitthvað af flíkun- um, sem hann hefði átt að fá. Mun hreppsnefndin oftast hafa greitt úr því á þann hátt að láta hann fá þau T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 352

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.