Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 18
farið nærri um þetta. Gizkaði ég fyrst á, að þær væru níu. En ekki var það rétt. Ég nefndi þá ellefu og síðan tíu. Hann var ekki ánægður með það, og sagðist ég þá gefast upp. „Það vantar eina upp á, að þær séu ellefu“, sagði hann. Ég lét þetta gott heita, en sagði þó, að ég hefði heyrt, að hann hefði alltaf vitað meðan hann sat yfir ám, hvort vantaði hjá hon- um á kvöldin o.g þá hve margar. Hann svaraði því svo, að hann hefði vitað, hve ærnar áttu að vera margar, ef enga vantaði. Mislitu ærnar hefði hann getað talið, og því hefði hann getað séð, hvort nokkuð vantaði. Frek ari skýringu fékk ég ekki. Magnús Magnússon á Villingavatni sagði mér sögu af því, hve illa Bein- teinn þoldi að heyra öðrum hallmælt eða gert lítig úr fólki. Um sumarmál- in 1873 var Ma.gnús sendur út í Þor- lákshöfn, til þess að sækja fisk Bein- teins. sem þá var á Villingavatni hjá Magnúsi Gíslasyni og gerður út á hans kostnað. Formaður hét Jón, dug legur sjósóknari og þótti smiður góð- ur, en allmikill á lofti og hætti til þess að gera lítið úr öðrum. Nú kem- ur Magnús út i Þorlákshöfn, og var ekki róið þann dag. Formaður var í búðinnj o.g hásetar allir. Spyr Jón formaður hann, hvort hann sé sonur Magnúsar á Villingavatni. og játar hann því. „Þú ert þá bróðir þúsundvélasmiðs- íns, sem smíðar bæði þjófalæsingar og timburhús. En mér þótti hortittur á timburhúsinu, sem hann smíðaði í fyrra á Villingavatni. Ég sá það í haust“. Þegar hér var komið, var Beinteini nóg boðið. Hann stendur upp eins og venja hans var, þegar honum rann í skap, og segir: „Viltu ekki telja upp hortittina í því, sem þú smíðar. Ekki voru þeir fáir í kistunni, sem þú smíðaðir utan um hann Þórð heitinn á Ölfusvatni, ag margir hafa séð ýmsa galla á því, sem þú hefur smíðað. Þú skalt telja upp eitthvað af því“. Við þessa tölu Beinteíns féllu sam- ræðurnar niður. Beinteinn fór út, en Jóni þótti miður. Magnúsi leizt ekki á blikuna, en þó herti hann upp hug- ann og bað Jón að sjá um, að ein- hver hjálpaði sér. „Finndu hann Beintein, hann get- ur hjálpað þér“, svaraði formaður. Nú þótti Magnúsi í óefnj k'omið. En þá gaf sig fram maður í búðinni, einn af skipshöfninni. Það var Gísli Jóns- son, sem lengi hafði búið í Sogni. Vissi hann hvar fiskur sá var, er Bein teinn átti, og hjálpaði hann Magnúsi til þess að binda baggana og komast af stað. Varð þetta atvik honum minn isstætt vegna þess, að hann óttaðist, að hann yrði að fara heim með hest- ana lausa. Þá var það á fyrstu árunum eftir að Beinteinn settist um kyrrt í Grafn ingnum, að hann var óánægður með útlát á fötum eða öðru, er einhver þeirra, sem hann var hjá, átti að láta honum í té. Hann kvartaði því vig mig, að 'oddvitinn, Guðmundur Magnússon á Úlfljótsvatni, væri að- faralítill að ganga eftir þessu. Ég sagði, að hann myndi hlutast til um, að þetta yrði lagfært. „Hann á að vera búinn að þessu“, segir Beinteinn. „Ég átti að vera bú- inn að fá þetta á krossmessu, en nú er hún liðin“. Nokkrum dögum seinna vék hann að þessu við mig og segir þá, að hann sé búinn að hugsa sér, hvernig hann skuli ná rétti sínum. Hrepps- fundurinn verði eftir rúma viku. „Þá ætla ég að setja í mig brennivín og skamma alla hreppsnefndina". Fundardaginn var logn og sudda- rigning og nokkur fluga komin. Ég var á fundinum og vissi, að Bein- teinn var að hlaða vegg austan við bæinn. Datt mér í hug, að hann væri ekki í góðu skapi, því að það þótti vond vinna að vera í moldarverki í flugu og rigningu. Þegar fundurinn var um það bil að enda, fór, ég til Beinteins og sagði honum, að nú færu bændur að fara — hvort hann ætlaði ekki að koma og tala við okkur. Ég sá, að hann var orðinn talsvert kennd ur. Var hann þá hinn kátasti. En ekki vildi hann sinna málum sínum. „Nei“, sagði hann, „ég er hættur við það, því að það gæti orðið til þess, að ég léti úti þau orð, sem orsökuðu það, að enginn vildi hafa mig“. Mér þótti þetta skynsamlega mælt af honum, kvað hann líka mundu fá leiðréttingu mála sinna, eins og ég hafði sagt honum áður. Og líklega hefur hann fengið það, því að aldrei minntist hann á þetta framar. Aldrei bar hann sögur á milli bæja, þótt hann væri á svona mörgum bæj- um ár eftir ár; Ekki þýddi að spyrja hann um neitt. nema hið nauðsyn- legasta, og jafnvel ekki það, ef hann þekkti ekki manninn. sem spurði. Einu sinni kom Sigurður Sigurðsson ráðunautur að Villingavatni og ætlaði að hitta húsbóndann, Magnús Magnús son En svo stóð á. að enginn var heima við. Sá Sigurður mann við fjárhúsin sunnan við. túnið og gekk til hans. Þetta var Beinteinn, og þekkti hvorugur annan. Sigurður heilsar Beinteini og spyr, hvort eng- inn muni heima við. Hinn kvað nei við því. Þá spyr Sigurður, hvað fólkið sé. „Það er í mó“, var svarið. Sigurð- ur vill vita, hvar mórinn sé. „Það vita allir, hvar mórinn er — hann er fyrir norðan túnið“, svarar Bein- teinn höstum rómi. Sigurður kvaðst hafa heyrt það á málrómnum, að maður þessi myndi ekki svara fleiri spurningum. Hann fann nú Magnús og lauk erindum sín- um við hann. Um kvöldið kom hann að Úlfljótsvatni til gistingar. Hafði hann þá orð á því við mig, að liann hefði hitt skrýtinn karl á Villingá- vatni og sagði mér, hvað þeim hefði farið á milli. Kvað ég þetta hafa Beintein verið og sagði honum öll deili á honum. Sigurður hélt, að ekki myndi auðgert að veiða upp úr hon- um kjaftaslúður. Ég minntist svo á þetta við Bein- tein síðar, þegar hann var hjá mér. Hann svaraði orðum mínum svo, að það væri ekki viðeigandi, að ókunn- u,gir menn væru að spyrja sig, ólærð- an manninn. Það væri vissara fyrir sig að tala sem minnst við þá. Þannig var það ævinlega, að lítið stoðaði að spyrja hann. En hann sagði ýmis atvik úr lífi sínu óspurt, ef vel lá á honum, helzt á kvöldin í rökkr- inu. Þá kom fyrir, að unnt var að láta hann segja ýmsar sögur af því, er fyrir hann hafði borið. Stundum tók hann sig til og kvað í rökkrinu. Enga vísu kunni hann til enda, en tvær hendingar úr fjölda mörgum vísum voru honum tiltækar. Þetta kvað hann í einni síbylju, setti það saman í eina þulu, er gat orðið furðulöng, enda sagði hann vanalega, þegar kveðskapnum lauk, að hann kynni nokkuð margt, þótt ekki gæti hann lesið. Hann sagði, að sér þætti gaman, þegar rímur væru kveðnar, en kvaðst ekki gefinn fyrir sögur. Þó var hað svo, að hann brá við ýmis tækifæri fyrir sig orðum úr forn- sögunum, sem nú eru hvorki notuð í mæltu máli né ritmáli. En merk- ingu þeirra skildi hann ekki ætíð fyllilega. Orðið hræðslugæði, sem hvergi kemur fvrir nema í Egilssögu, notaði hann til dæmis, ef lagt var út í tvísýnt veður eða á ótraustan ís á ám eða vötnum. Kallaði hann það hræðslugæði að leggja út í slíkt týí- sýni. Beinteinn var fullkomlega meðal- maður á hæð og gildur í meðallagi. Beinvaxinn var hann og varð ekki lot- inn eða boginn, þótt aldur færðist yfir hann. Hann var skoljarpur á hár o.g skegg. hærðist lítið, þótt gam- all yrði. Ekki gat hahn talizt ófríður, en þag lýtti hann helzt í andlitinu, að á efri vörinni óx honum ekki skegg. Bar meira á þessu sökum þess, að hann rakaði sig aldrei. Skegg hafði hann aldrei mikið, enda lagði hann enga rækt við það. En hárið lét hann klippa við og við. Vildi hann ekki hafa það svo mikið,' að það flóknaði. Sköllóttur varð hann aldrei. Vilborg Guðmundsdóttir, sem var einn ári yngri en Beinteinn, fædd í Hlíð 1829, sagðist muna eftir honum vig kirkju á Úlfljótsvatni, þá þau 354 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.