Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 3
VÍOIDALSTUNGA. hjáleigunum Fossi og Bjarghúsum er talin 40 hndr. Um staðinn farast síra Jóni orð á þessa leið meðal annars: „Þessi jörð hefur frá fornöld legið undir sandskriðuföllum ofan úr Sóta felli, rétt upp undan staðnum, sem ■hafa. aftekið helming hins foma túns og borið sandhau.ga á hitt. Enn nú sést sprunga, nokkurra mannhæða djúp í fellinu, sem hótar máske gjör- samlegri eyðileggingu. Engjar eru hér snöggar og forugar, en útbeit litil. Landkostir á Heydalnum hér upp frá eru all.góðir á sumri, en á vetri ónýtir“. Lýsingar síra Jóns á Breiðabólstað gefa ekki sérlcga glæsilega mynd af þessum forna ríkis- og lærdómssetri, en séu hafðav í huga þær barlóms og vonleysisraddir, sem kyrjuðu sult- arsöng frá flestum prestsetrum á þessum árum, segja þessi orð litla raunasögu, aðeins hið algenga lak- lega. Þau eru vottur lítillar getu og lítilla framtíðarvona. en alltaf viss- ara að gefa ckki of góða mynd af umhverfi og aðbúð, enda aldrei að vita, hverjir kæmust í skýrslurnar í Iíöfn. Til samanburðar má hér til- færa nokkui orð úr sóknarlýsingu síra Ögmundar Sigurðssonar á Tjörn á Vatnsnesi, þess lærða gáfumanns. Hann heldur með bæjum utan frá Krossnesi og finnst fátt um fína kosti. „Tjörn. kirkju=laðurinn“, segir hann, „þessarar jarðar göfugheit verða ei upp talin sem skyldi. Hún er 20 hndr. að' dýrleika, túnið 14 dagsláttur og fæst aldrei nema liðugt fyrir eina kú af því. Það sprettur hvorki í góðu ári né illu- og á ekki sinn maka í þýfí og óknstum, því það batnar ekki þó árlega sé á það kakkborið. Jiirðinni fylgja 27 ær í kvígildi, og veit ég ekki. hvaðan hey fyrir þær skyldi fást, ef engjastykki það, sem Tjörn tilheyrir lengst frammi á Þor- grímsstaðadal, bregzt. í sumar feng- ust þar 21 hestur hevs. Jörðin er ein- hver mesta harðinda og hættujörð, liggur rétt við sjóinn, spottakorn frá fjallinu, á höfða þeim. er lengst skagar í sjó út móti norðri. Reka get ég ekki taiið henni til gildis. því hér sést aldrei staur að landbera — nema í útnyrðingi, er sjaldan kem- ur . . . útslæg.iur eru engar nema í óbotnandi flóum, er hvorki menn né skepnur yfir komast hættulaust . . . Útræði verður ekki haft vegna brims og iðulegra storma og óveðra. Eng- in sela- eð'a hrognkelsaveiði. Hafís- inn kemur hér árlega, arðlaus, og er það sannrevnt, að þá hann hverf- ur, verður fólk hér þakið í kláða . . .“ Með þessari visu lætur síra Ögmund- ur útrætt um Tjörn á Vatnsnesi: Tjörn er hjólás sá und hveli norðurs, um hvern óveður eilíf snúast. Um veðurfarið i Bi-eiðabólstaðar- prestakalli segir síra Jón Þorvarðar- son: Vindar: Veðrasamt er hér í meira lagi, helzt frá útsuðri og norðri. Snjór: Snjóasamt er hér á vetrum, ýmist af norðri eða suðvestri_ Hafís kemur hér oftast árlega og liggur við, oft lengst fram á sumar, sem or- sakar norðanstorma og grasbrest. — Og ekki gerir síra Jón mikið úr veiði- skapnum, nema •stundum lítið af laxi í Víðidalsá og refaveiði með byssu. Þegar laxveiði .gefst, er hún stunduð eftir Jónsmessu með dráttarneti, en silungsveiði í Vesturhópsvatni vor og haust. — Um farfugla segir: Eftir sumarmál koma þeir og hverfa að liðnum slætti. Sláttur byrjar í 14. viku sumars og endast í 21. viku, en seinna, þegar viðrar vel. Fjárræktin er einustu bjargræðisvegir — og lestarferðir eftir fiski ýmist á Suður- eða Vestur- land Víða eru færikvíar brúkaðar á hörð tún, nær því alls staðar kýr hafðar inni á sumar, en hestar ekki traðaðir. Tún eru vel ræktuð, en tún- garðahleðslur og túnasléttun varla nefnandi. Vatnsgreftir víða tíðkaðir, en of lítið haldið upp á kálgarða- rækt. Kvikfénaður fær oft höfuðsótt, laka og bráðasóttir, sem engin ráð eru við nema dýralækningabðk Jóns Hjaltalíns. Mörg er búmannsraunin, og víst hafa Breiðabólsstaðarklerkar í Vest- urhópi oft erfiðað og verið þunga blaðnir, en alltaf var kallið eftirsótt og naut jafnan þjónustu hinna merk- ustu kennimanna. Á þessari öld hafa haldið staðinn þeir síra Hálfdan Guð- jónsson, 1893—1914, síðar vígslu- biskup Norðlendinga, síra Ludvig Knudsen, 1914—1930, og muna marg- ir enn mælsku hans og gáfur, og frá 1931 síra Stanley Melax, en hann var leystur frá embættinu á haustnótt- um 1960. Enginn hefur sótt um brauðið síðan, og eru nú Breiða- bólstaðar- og Víðidalstungusóknir orðnar að nokkurs konar annexíukalii frá Tjörn á Vatnsnesi, njóta aufca- þjónustu síra Róberts Jacks, sem þar situr nú. Á Breiðabólslað skín mikið víðsýni, en staðurinn stendur hátt og er þar reisulegt heim að lita. Landkostir og landrými er ærið og hlunnindi nokkur, og skyidu menn ekki hræð- ast staðinn vegna ummæla sr. Jóns um gjörsamlega eyðileggingu af sandskriðuáföílum úr Sótafelli eð'a stórrigningar og austanstorma. En mestu varðar um sóknafólkið, og ef nokkuð lifir enn í gömlum glæðum má þag gott heita. Er síra Jón skrif- ar Bókmenntaí'elaginu 1839, eru 82 karlar og 25 konur skrifandi í kall- inu, en óskrifandi aðeins gamalmenni, hreppahyski og letingjar. En siðferði meðal eldra fólksins óaðfinnanlegt. Og ekki verður trúrækni með réttu áfrýjuð, hún er eins og vandlætið stjórnar henní. Þar eftir fer þekk- ing trúarbragðanna heldur fiam en aftur, því að söfnuðurinn er ekki ólið ugur til að kaupa fræðandi guðsorða- bækur, sem kennimaðut'inn ræður til. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 339

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.