Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 7
ckkert borSað nýlega, Sfvo að ég keypti mér smurt brauð og pilsner á stöðinni, o-g hélt á þessum martföng- um, þegar ég stökk upp í lestina. Þar rakst ég á tóma-n klefa, en það kom þangað inn stúlka rétt á eftir mér. Ég rétt leit á hana, áður en ég fór að koma mér fyrir í öðru horninu við gluggann. Hún settist hinum meg- in, við dyrnar. Þú veizt, hvernig maður fer að, þegar rnaður kemur inn í klefa. Ég strauk rykið af bekknum með vasa- klútnum mínum og skorðaði flösk- una á milli hnjáa mér. Svo lagði ég smurða brauðið á dagblaðið, þannig að ég gat lesið um leið. Vindlarnir höfðu verið í töskunni, en ég hafði tekið einn upp áður en ég settist og látið bak við eyrað. Þegar ég var búinn að hreiðra þarna vel um mig, leit ég nánar á stúlkuna og varð dálítið undrandi. Það var lí'kast því, að hún hlægi, en þó aðeins með hluta andlitsins, og ég gat með engu móti fundið út með hvaða hluta þess hún hló. Hún hafði lagt annan fótinn yfir hinn. Kjól- arnir voru að vísu eklci jafn stuttir og 1920. Heyrðu mig, um 1920 höfðu þær allra snotrustu hnjákolla, ekki satt? En sérlega síðir voru þeir held- ur ekki orðnir. Og kjóllinn var erma- laus. Langir, naktir handleggir, þú skilur, og afarlangir fótleggir og á fótunum hafði hún litla skó. Þetta var eins og að horfa á fæturna á folaldi. Mér fór að verða órótt. Og ég sá í græn augu, sem ég varð á svipstundu skotinn í. Á höfðinu hafði hún dálítinn topp af bári, sem var enn þá rauðara en mitt, hvort sem þú trúir mér eða ekki. Já, segðu mig Ijúga, en ég roðnaði, þegar hún leit á mig. Nei, nei, nú gleymdi ég því, sem verst var af öllu saman. Það voru sex ör eftir bólusetningar á upphandlegg hennar, tvö og tvö sam- an, og þau fóru henni alveg sérsta]; lega vel. Ég hafði aðeins horft andar- tak á hana, en þessi ör svifu mér stöðugt fyrir hugskotssjónum. Þau voru ’Svo fölhvit og falleg með ljós- leitum dún í kring, þrenn vingjarn- leg augu, sem voru mér á einhvern hátt æðri. Sex lítil og sakleysisleg lævirkjaegg í þessu líka yndislega hreiðri. Ég varð að líta á þau aftur. En í sama vetfangi sneri hún höfð- inu til, og ég sá hnakka hennar. Þá kom vatn fram í munninn á mér, og ég fann lykt af steiktri lifur, sem er bezti matur, sem ég hef smakkað. Hún hafði dásamlegasta hnakka á jarðriki. Ég skal lýsa honum fyrir þér. Það var alveg þráðbein lína frá efstu brún hnakkans og niður á bak, rétt eins og á hnefaleikamanni, og þetta kom mér einhvern veginn svo á óvart,, þú skilur kannski, að ég varð að snúo mér undan, eirt og eitthvað stæði i mér, til þess einfakllega að skella ekki upp úr.' Þetta kom dálítið ein- kennilega út, því að það var ekkert hlátursefni sjáanlegt, svo að ef ég hefði hlegið, hefði hún eflaust tekið í neyðarhemilinn. En þarna sat ég nú,_ og það var hreint ekkert þægilegt. Ég ha-fði ekki lyst á matnum, og ég botnaði ekkert í því, sem í blaðinu stóð, því að ég vissi, að nú var hún að virða m:- fyrir sér í ró og nr-ði. Verst af öllu var. að ég fann, að hún hugsaði alveg það sama og ég: Guð minn góður, en það hor. Nei, það er ekki heppilegt að vera rauðhærður. Ég þekkti einu sinni rauðhærðan náunga, sem lét lita á sér hárið, en þag hefur líklega eitt- hvað verið að litarefninu, því að hár- ið á honum varð Ijósgrænt. Ég hafði sem sagt enga' ánægju af matnum, og er ég þó mesti matmaður. Ég sat þarna og hugsaði með mér, að ég liti örugglega út fyrir að vera óvenju heimskur. Og vindillinn! Þú veizt hvernig vindill er. Maður verð- ur að veita honum athygli sina ó skerta. Hann krefst kyrrðar, maga- fylli, óminnis, hreinnar samvizku. Ekkert er jafn viðkvæmt, og ef eitt- hvað væri, væri það sennilega hita mælir. En nú var þessi vindill orð- inn eitthvað svo fáránlegur, bara ströngull af visnum blöðum, og ég sat þarna grafalvarlegur og reyndi að halda lifandi í honum. Samt vissi ég, að ég hafði fulla stjórn á mér, bað hafði ekki mistek- izt, nema þegar ég hafði snúið mér undan vegna hláturkastsins. Ég horfði lí'ka andartak beint í augu henni, rétt eins og ég hefði vanið mig á að virða fyrir mér kvenfólk með stökustu ró. Því næst tókst mér að sitja kyrr og lesa lengi, kannski f klukkutíma. Ég hafði keypt mér skáldsögu, og sökkti mér niður í hana á hinn eðli legasta hátt. Það er annars rétt, úr því að við erum farnir að ræða um skáldsögur ,að ég las einu sinni eina eftir þig. Það var dæmalaus þvæ'- _ um eitthvert stúlkutetur, sem hafði stolið gullpeningi og svo hafi hún samt hvernig sem á því stóð, alls ekki stolið honurn. Það hefðirðu getað sagt strax. — Fyrirgefðu, en þá bók skrifaðí ég nú víst eltki, — Það var eitthvert dæmalaust kjaftæði, þú skalt ekki reyna að bera á móti því. En ég var þarna með hana, stúlkuna. Það komu ekki fleiri inn f klefann . og þarna sátum við. Og svo varð ég allt í einu gripinn hræðslu. Var hægt að sitja svona í návist annarrar manneskju klukku- tímum saman án þess að segja, að það væri gott veður, eða til dæm- is, að það væri vlst rigning? Átti maður að sfkýra frá, hvert maður væri að fara, eða átti ég að spyrja, hvort henni þætti verra, að ég reykti? Það gerði hún nú reyndar sjálf, svo að það gat ekki verið hættulegt. Ég hugsaði lílka um það, hvort ekki væri kurteislegt að bjóða henni eldspýt- ur. Það var alls ékki til að reyna neitt að kynnast henni, heldur til að sýiia, að ég væri kurteis. Já, þú gætir það sjálfsagt, ég sé, að þá ert orðinn svo mikið menntaður. En ég hef alltaf haldið mig frá öllu svoleiðis. Auðvitað hef ég kynnzt ýmsum. en þá'ð er samt dálítið annað. Nú er ég búinn að vera stýrimaður í ellefu ár. og fólk myndi sjálfsagt halda, að- ég hefði séð mikið af heiminum. og það hef ég reyndar gert, en þetta með framkomuna er nokkuð, sem ég hef aldrei verið alveg öruggur á. Það er einhvern veginn svo, að sjómaður- inn veit mi'klu betur, hvað hann á að gera, þegar eitthvað er að á sjónum eða léttadrengurinn þarf að fá ráðn- ingu. Það er reyndar alveg eins og maður sé allt af hinn öruggasti með sig gagnvart tilverunni, en samt er öðru nær. Ég er í raun og veru ekki öruggari með mig en kálfur. sem á að fara að hengja. Reyndar eru kálf- ar víst aldrei hengdir, en þú skilur. Og nú varð að finna lausn. Vanda- málið blasti æ betur við í allri sinni stærð. Beið hún þess, að ég segði eitt hvað? Hafði hún eiginlega nokkurn rétt til að bíða eftir því? Eða væri það hámark mannlegrar kurteisi, ef ég þegði? Fannst henni, að ég væri stakur skynsemdarmaður, en bara laus við að vera fríður í útliti? Eða var ég kannski bæði vitlaus og ljótur? Guð minn góður, hvað átti ,ég að gera? Og svo skammaðist ég mírf fyrir að vera rauðhærður. Það hlaut vissulega að virðast allt að því frekjulegt. Eða móðgandi? Kannski hún héldi, að ég hefði gert þetta af ásettu ráði? Skyldi hún, eins og ég, hafa reynt að ímynda sér. að rautt hátt væri fallegt? Eftir að hafa séð mitt, gæti hún ómögulega ímyndað sér það lengur. Þarna hafði ég af- hjúpað sjálfsblekkingu hennar. Já, ég veit vel, hvernig það er að þurfa alltaf að burðast með þetta rauða hár. Þarna i lestinni komst ég líka að raun um, hvernig manni, sem stamar, verður innanbrjósts við að rekast á mann, sem stamar meira en hann. Ég get sagt þér, að þegar við komum til Osló, var ég enn niður- sokkinn í skáldsöguna. Og ég sat lcyrr. Hún tók dótið sitt saman, en ég sat kyrr og la-s í ákafa. Mér datt í hug, að kannski ætti ég að kasta á hana kveðju undir svona kring- umstæðum, og ég fór blátt áfram að T í M I N N — SUNNUOAGSBL AÐ 343

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.