Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 9
Nálega hver útlendingur, sem til íslands kemur, hefur hug á því að kamast austur að Geysi, og hefur svo verið í tvær aldir að minnsta kosti, síðan á dögum Jósefs Banks, Stanleys og Unos von Troil, og þó senniiega miklu lengur. Umhyggja íslendinga sjálfra fyrir hverasvæðinu í Hauka- dal hefur aftur á móti oft, verið af skornum skammti. Enginn veit með vissu aldur Geysis, og hvergi mun hans getið með nafni, fyrr en a seytjáldu öld. Þorvaldur Thorodásen hugði, að hann hefði legið niðri í fornöld. Árið 1294 urðu jarðskjálftar miklir, samfara Heklu- gosi, og er það er kunnugt, að þá komu upp nýir hverir „í Eyjarfjalli í Haukadal", er menn ætla, að sá Uaugarfjall. Þess hefur verið getið til, að til þessara athurða sé að rekja upphaf Geysis, enda styðja rannsókn ir á hraða hrúðurmyndunarinnar og þykkt hellunnar við liverinn þá til- gátu. Um miðja átjándu öld gaus Geysir þrisvar sinnum á dag, og hélt hann fullu fjöri fram á nítjándu öld. Þeg- ar leið á öldina, tók að draga af hon- um, svo að hann gaus sjaldnar og minna en áður, og án nokkurrar reglu. Urðu þá ýmis stórmenni, sem komin voru um langan veg, að snúa brott, án þess að Geysi þóknaðist að bæra á sér. Þann hátt hafði Geysir á árig 1874, þegar Kristján konungur IX. gerði honum heimsókn með föru- neyti sínu. Við jarðskjálftana 1898 fjörgaðist hann nokkuð í bili. En smám saman dró af honum, unz hann hætti með öllu að gjósa árig 1916. Við það sat nálega tuttugu ár. Hafði hann þó lengi verið mjög tregur og duttlunga fullur, áður en hann lagðist alveg í dá. Við konungskomuna 1907 kviðu T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 345

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.