Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 13
með stuttum tónbilum, veija því inn á milli frétta af frið- arsamningum, slysum og eldsvoðum, að íslenzkur hör hafi farið í úrvalsflokk, ásamt þeim írska, á landbúnaðarsýn- ingu í Dyflinni. Þar við göngum niður þrep að Kaserngötunni, í miðju gleri, stáli o-g steypu Helsinki, bylgja allir Línakradalir á Fróni heima aftur btáir í endurheimt réttnefna og í minningu Rakelar í Blátúni, höldum við inn á verkstæði DÓRU JUNG, þar sem línvefur er sleginn guði til dýrðar og mönnum til aflausnar. Þarna er kirkjuleg list í deiglu. Stór sending til guð- ræknibrúks í Bandarikjum er að verða fullger, og í leið- inni er sem smáskammtur af Vídalínspostillu hvolfist yfir okkur, þar við stöndum. Þa-rna er aftur kominn agi og reisn hins rómanska forms: Siifurþráðakrúsifix og gull- ofnir kaleikar þjáningarinnar og hringurinn eilífi, sem erfzt hefur milli trúarbragða í geðþóttatúlkun hvers tíma. Og kro-ssinn. Geómetrisk helgitákn og dularmerki fyrstu kristni eru' þarna í biandi við gamalgrísk og latínuletruð innsigli og leiða hugann að rúnaristum úr heiðni, minna á galdra- lykla miðaldanna. Altarisklæði þessi og messuskrúðar, paxdúkar og helgra manna handlínur eru svo heiðrík í einfaldleik sínum, að hvítur galdur virðist á ferð mitt í hinum óblessuðu dómum. Þaff er því líkast, að þankinn einn hafi nægt til og orðið að efni, án viðstöðu, eða þá þessi kirkjulist hefur kviknað af sjálfu sér í klára skírlífi, sem sonurinn sæli, hvern klæðin eiga að vegsama vestra. Liðinna tíða kyrrð á að seljast fyrir dollara og flytjast yfir Atlantshafið, ó, heilaga móðir, ásamt endurómi þeirra sálma, er enzt hafa gegnum aldir til að milda ögn mann- lífstrega. Gamall, síendurtekinn stefjahreimur er þarna í vefj- unum, sem lofar guð ®inn fyrir það, sem var, og fyrir það, sem er, þrátt fyrir allt, nema atómsprengjuna. Á meðan hefur LAILA KARTTUNEN dundað við dauðra manna handaverk, látið sér nægja að vera hljóður tengiliður í handverksmennt kynslóðanna í landi sínu, og tengt fortíð nútíðinni. Ferðir hennar um Finnland þvert og endilangt eru með eindæmum, úr úr skarmhaugum og glatkist- um gróf hún gersemar. Vinnu Karttunen má bera saman við söfnun Jóns Árna- Sonar og Bjarna Þorsteinsson- ar hér heima, utan sögnum og stefjum safnaði hún ekki, held- ur vefjarbútum, sem aðrir álitu ekki skóbótarvirði, enda flest nýtilegt, þegar komið er á söfn — eftir bara draslið, sem sóða- dómurinn hafði bjargað, því hversu miklu verðmæti hefur hreingerningaæðið ekki hent á eldana. Og við erum á leið til Tavastehus að hitta hana aftur, þessa hnellnu, snaggaralegu konu, gráhærða með glit í auga og heitar, vinnuglaðar hendur, hæfar að miðla öðrum af örlæti árið 1947. Leið okkar hefur legið frá Hangöskaganum, þar sem svartur skógurinn æpir út í bláinn, þversplundraðir stofn- ar trjánna standa á höfði og pata sviðnum greinum, sprengjusvelgir gapa þar í auðninni kringum rústaða mannabústaði, yfirgefna átthaga, eydda jörð, og fólkið hefur einnig flúið burt frá Pokala lengra inn í land og norður á vatnasvæðið grenivaxna sunnan Lathi. Sól skein í heiði alla daga, hiti, kyrrt. Meðfram öllum vegum er nýtt land brotið til að setjast að í, eiga heima í aftur, berfættar konur og börn ruddu þar land með svita á enni og blóð undir berri il. Engin vélhjálp. Fyrir handsögum féllu þessi stóru furu- og grenitré, að plógurinn kæmist . — Þetta er síðsumars SBT" FINNAVEFUR Á TVEIM VERKSTÆÐUM T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 349

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.