Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 22
ur, sem ga*ddur var eðalbornum
hugsunarhætti, samboðnum þsirri
tign, er honum hlotnaðist'síðar. —
Rogers sat uppi með hverina, enda
þótt hann hefði ekki sérlega mikinn
hug á ag eiga þvílíkar náttúrusmíðar
í fjarlægu landi. En hann eignaðist
þá með þeim hætU, að hann gat ekki
fargað þeim í hendurnar á hverjum
sem var.
Um svipað leyti og Rogers hlotn-
aðist þessi furðulega gjöf, var í upp-
siglingu nýjung, sem jók gengi Geys-
is, en felidi skugga á Strokk. Geysis-
gosin voru um þetta levti orðin mjög
dræm. Leig frá viku allt upp í mánuð
á milli gosanna, auk þess sem þeim
var mjög-þorrinn máttur. Var orðið
aigengt. að ferðamenn vrðu að hverfa
brott, án þess að Geysir gerði þeim
úrlausn, enda þótt þeir biðu dögum
saman eftir gosi og drykkju ómælt
vatnið úr Blesa, bæði í tei og toddii.
En um þetta leyti bárust fréttir
af því, að vestur í Gulsteinagarði,
hinum mikla þjóð.garði Bandaríkja-
manna, gysu hverir. ef steypt var í
þá sápu Ungur lyfsali. Emii Hans
Tvede, sem tekið hafði við rekstri
.yfjabúðarinnar í Reykjavík, vildi
revra. hversu Geysi yrði við, ef hann
væri mataður duglega á sápu. Hélt
hann þvi austur í HaukadaT sumarið
1804 og dengdi tíu pundum af sápu
' hverinn. Og af því er skemmst að
seíja: Geysir þáffi fórnina og gaus
myndarlega fyrir Tveða, eins ogíslend
ingar nefndu hann. Þar með var fund
in vægilegri aðferð en áður hafði
tíðkazt til þess a« sjá gos, ef menn
tímdu að sjá af nógu mikilli sápu og
nenntu að reiða hana austur i Hauka
dal. Enskir ferðamenn fóru að dæmi
lyfsalans, og sumarið 1895 létu þeir
til dæmis Eðvarð Ehlers, holdsveikra
læknirinr^ianski, og förunautar hans,
tíu pund af grænsápu og eitt stvkki
af handsápu í hann Virtist þessi að-
ferð þá hafa verið orðin aisiða, því
að daginn áður hefði Indriði Einars-
son tvívegis sett i hann pund af
Ma'rseille-sápu. Og oítast gaus Geysir,
þegar honum voru færðar sápufórnir.
•
Þó rák að þvi, að Geysir hættí að
bæra á sér, hve örlátir sem menn
voru á sápuna við hann. Og hér fór
svo sem oft vill verða með dvínandi
gengi: Hinn útlendi eigandi lét hann
sig litlu varða. Hann var honum ekki
lengur veruleg skrautfjöður. Lands
menn lögðu kollhúfur En. það var
svipað með Geysi og son ekkjunnar
Nain: Hann var ekki dáinn, heldur
svaf hann.
Árin liðu Bróðursonur gamla Rog-
ers, Hugh Rogers í Bristol, eignaðisl
Geysi En hann var enn þá fjær þvi
ag skeyta um þessa eign sína en
föðurbróðir hans. Svo var það ein-
hvern tíma upp úr 1930, að hann
fékk bréf frá íslandi, þar sem falazt
var eftir leigu eða kaupum á hverun-
um. Boga A. J. Þórðarsyni á Lágafelb
hafði dottið í hug, ag hagfellt kynni
að vera að baka brauð við þá. Rogers
var kunnugur forstjóra tóbaksverk-
smiðju, sem átti skipti við íslendinga,
oa fór hann þess nú á leit vig hann,
að hann benti sér á lögfræðing á ís-
landi til þess að semja fyrir sig um
Geysi. Forstjórinn þekkti Sigurð Jón-
asson, forstióra Tóbakseinkasölunnar,
o.g sneri sér til hans, og varð það úr,
að Sigurður tók sjálfur ag sér að fara
með umboð Rogers hérlendis. Það
gerðist árið 1934.
Um þessar mundir hafði dr. Trausti
Einarsson lagt stund á ag rannsaka
hveri og hverasvæði. I-Iöfðu þeir Sig-
urður stundum verið saman á slíkum
ferðalögum, enda var með þeim mik-
ill kunningsskapur. Barst nú tal með
þeim, hvort ekki mvndi unnt að vekja
Geysi af’ svefní. Þeir Jón Jónsson frá
Laug og Guðmundur Gíslason læ.knir
höfðu verið saman í: Grænlandsleið-
angri dr. Wegeners, hins þýzkavísinda
manns, og hafði hiff sama borið á
góma þeirra á milli. Áttu þeir einnig
viðræður um þetta vig Trausta. Varð
það úr, ag hann fór, í samrúði við
Si.gurð austur að Geysi til rann-
sókna í , aprílmánuði 1935. — í
júlímánuði um sumarið var svo af-
ráðið að freista þess að endurlíf.ga
Gev=i Fóru þeir austur fjórir sam-
an, dr. Trausti, Hákon bróðir hans,
Jón frá f,->ug og Guðmundur Gísla-
son, hjuggu þeir áttatiu sentimetra
djúpa 'rauf í skálarbarminn, svo að
'lækkaði í hvernum og yfirborðshiti
ykist. Settu þeir síðan í hann sápu
og biðu átekta Þetta hreif bæði fljótt
og vel. Ag fimmtán mínútum liðnum
brá tröllið nálega tuttugu ára blundi
sínum. Vatnið hófst með buldri og
dunum. og brátt stóð súlan hátt i loft
upp.
Fólki í nágrenninu hafði þótt tóm-
le.gt síðan Geysir hætti að gjósa. —
Gömul kona, Vilborg Jónsdóttir á
Laug, móðir Jóns Jónssonar, var
stödd úti á túni, þegar gosig hófst.
Hún var ein af þeim, er lengi hafði
þrág að heyra gosdrunurnar. Þær
höfðu verið þáttur í lífi hennar á
manndómsárunum, og þær voru eitt
af því, sem hún saknaði og bjóst ekki
við, að ætti afturkvæmt. Hún var þar
stödd, ag hún sá ekki til hversins, en
hljóðið þekkti hún samstundis. Þann-
Lausn
56. krossgáiu
ig hafði Geysir kveðið henni óð sinn,
þegar hún var í blóma lífsins. Hún
gleymdi því, að hún var komin á átt-
ræöisaldur, farin ag heilsu. Hún tók
á sprett, eins og fætur toguðu, tii
þess að sjá undrið, og minntist ekki
aldur síns og hrörnunar, fyrr en hún
var komin í sjónfæri. Þá lá við, að
hún hnigi niður. Svona ákaft fögnuðu
gömlu kunningjarnir því. ag Geysir
var vaknaður.
Nú leið einn mánuður, án þess að
til tíðinda bæri, nema hvað fólk
streymdi austur að Geysi td þess að
sjá fjörspretti hans. Svo var þag 30.
dag ágústmánaðar, að forsætisráð-
herra landsins, Hermanni Jónassyni,
barst óvanalegt bréf. Það var frá Sig
urði Jónassyni. í bréfi þessu var átta
þúsund *króna gjöf frá Sigurði til
ríkissjóðs, andvirði hveranna í Hauka
dál. Fylgdi þar með afsal eignarréttar
á Gevsi og svæðinu umhverfis hann,
undirritað af Sigurði sjálfum í um-
boði Rogers. Geysir var ekki aðeins
vaknaður af dvala — hann var einnig
endurheimtur íslendingum. Þeim
álögum, sem á honum höfðu hvílt,
hafði verið létt af í tvennum skiln-
ingi. Sigurður Jónasson hafði í kyrr-
þey samið við hinn enska eiganda um
eignaskipti og sótt andvirðið í buddu
sjálfs sín.
Upp frá þessum degi hafa íslend-
ingar ekki aðeins getag séð Geysi
gjósa og sýnt gestum gos hans, held-
ur liafa þeir einnig getað það án þess
að skammast sín. Eftir meira en fjöru
tíu ár var djásnið á barmi landsins
aftur orðin íslenzk eign. Einn maður
hafði í kyrrþey gert það, sem alþingi
islendinga hummaði fram af sér með
ólund og tregðu sumarið 1893. Þannig
voru hlaðnir tveir bautasteinar, hvor
með sínum hætti, en báðir þess virði,
að þeirra verði minnzt.
J. H.
358
T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ