Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 20
og vitanlega annar maður á móti hon- um. Þegar hór var komiS sögunni, tókst Beinteinn eins og á loft. Aldrei hafði hann hitt eins góða félaga, bæði skemmtilega og velviljaða. Sá, sem var í andófi með honum, kenndi hon- um að andæfa og sagði honum, hvað hafa átti til marks um það, hvort það færi vel eða illa. Það sæist á því, hvernig færin lægju í sjónum. Svo sögðu þeir honum, hvernig hann skyldi haga sér við féla,ga sína, ef þeir færu að stríða honum eða kank- ast við hann. Hann skyldi taka á móti þeim og ekki hlífa þeim. Hann mundi vera eins sterkur og hver þeirra sem var. Þessi ráð sagðist hann hafa not- að, og þau hefðu reynzt vel. Eftir þetta þótti hann fullgildur andófs- maður og stökk aldrei úr skiprúmi í fússi. Mun þetta hafa verið á fyrstu árum hans í Króki. Hann reri síðan allar vetrarvertíð- ír, ýmist í Þorlákshöfn eða Selvogi, allt fram yfir aldamót. Félagar hans hættu að stríða honum, þegar hann tók að beita við þá handafli, ef með þurfti. Einu sinni gerðu þeir honum þó Ijótan hrekk. Það var nokkrum ár- um síðar, og reri hann þá hjá öðrum formanni og var með annarri skips- Jiöfn. Hann var þá farinn að reykja tóbak og átti reykjarpípu. Það var einhvern tíma, er hann tók til pípu sinnar, að hún var troðfull af tóbaki, þótt hann ætti þess ekki von, og þegar hann hafði orð á þessu, sögðu félagar hans, að hann myndi hafa troðið í hana sjálfur, þó að hann myndi ekki eftir því. Skyldi hann kveikja í og fara að reykja. Hann gerði þetta. En þegar vel var kviknað í tóbakinu, gaus upp eldur úr píp- unni, kveikti í skegginu á honum og brenndi hann. Eftir þetta var hann skegglaus me^ öllu á efri vörinni, neðan undir nefinu. Sjálfsagt hefur hann reiðzt, þótt hann nefndi það ekki. En pípunni fleygði hann og reykti aldrei upp frá þessu. Móðir hans bjó mörg ár á Álfta- nesi eins og áður er sagt, og sagðist hann hafa farið þangað að finna hana'flest haust og verið viku í ferð- inni. Kvað þau Þorleif grút hafa kom- izt vel af, og eitt sinn gaf móðir hans honum rauðar buxur. Fleira frænd- fólk átti hann á Álftanesi. Þar bjó Magnús móðurbróðir hans' um tíma eða var ráðsmaður hjá ekkju. Bein- teinn sagði, að hann hefði verið lat- ur, enda hefði hann lagzt í flakk, þeg- ar enginn vildi hann fyrir vinnumann. í einni af þessum orlofsferðum sagð ist Beinteinn hafa ráðið sig til ekkju á Álftanesi. Átti hann að stunda sjó- róðra og gera ýmis karlmannsverk utan húss. En ekkert varð úr þessu. Konan dó veturinn eftir. Ferðir þessar gengu allar vel og bar fátt til tíðinda, nema einu sinni. Það var rétt eftir veturnætur, að hann var á austurleið. Fór hann frá móður sinni um miðjan dag, og komst um kvöldið að Helliskoti, er síðar var nefnt Elliðakot. Gisti hann þar. Daginn eftir hélt hann áfram ferð sinni, fór upp hjá Lyklafelli, upp Norðurvelli að Húsamúla að gamla sæluhúsinu. Var það þá að mestu fallið, og hafði hann þar enga við- dvöl, því að komið var nýtt sæluhús á Kolviðarhóli, stæðilegt timburhús. Þar hugðist hann hvíla sig og matast. Veður var gott, lausasnjór y'fir allt, en þó ekki svo mikill, að til tafar væri. Enginn ferðamaður var fyrir í sæluhúsinu, er hann kom þangað. Fór hann inn og upp á loft, leysti upp mal sinn og fór að snæða. Hann var svo sem hálfnaður, þegar hann heyrði, að einhver opnaði húsið og kom inn. Hleri var yfir stigagatinu, og hafði hann lagt hann aftur, þegar hann fór upp. Heyrði hann, að gengið var innar eftir gólfinu niðri að stig- anum, sem var við austurgafl hússins, og svo fer þétta að þokast upp stig- ann. Loks fer hlerinn að lyftast. Þá var Beinteini nóg boðið. Leggur hann nestispokann frá sér, stekkur á hler- ann, stappar á hann og skipar því, sem í stiganum er, að snáfa burt. Hafði þetta þau áhrif, að gesturinn hrökklast niður stigann og drattast út. En ekki mataðist Beinteinn frek- ar en orðið var. Lét hann leifamar í poka sinn, lauk upp hleranum og skyggndist niður. Ekki sá hann þar neitt, og fór hann þá niður og út, en varð einskis vísari. Lagði hann "þá tafarlaust. á Hellisheiði. Þegar hann hafði gengið spottakorn, leit hann aftur. Sá hann þá, að svört flygsa kom í brautina á eftir honum, og hoppaði hún eins og hrafnar gera stundum, en gekk ekki, hvorki í lík- ingu við menn né dýr. Flygsan var kyrr á meðan hann horfði á hana. Gekk hann þá nokkra faðma og leit síðan við á ný, og var þá þessi óvætt- ur rétt búin að ná honum. Þá sneri Beinteinn á móti henni með reiddan broddstaf og skipaði henni að hypja sig burt eða hann léti hana kenna stafsins að öðrum kosti. Við það hörf- aði þessi sneypa til baka, en hann hélt leiðar sinnar. Næst þegar hann leit við, var flygsan horfin, og sá hann hana ekki eftir það. Og austur í Ölfus komst hann um kvöldið, án þess að fleira bæri til tíðinda. Mörgum árum síðar var Beinteinn í Selvogi hjá Árna bónda og lirepp- stjóra í Þorkelsgerði. Það mun hafa verið um 1890. Þá var það um haust, að hann var sendur út a’ð Vogsósum með tvo áburðarhesta eftir rekaviði. Veður var gott, þíðviðri með þoku- sudda. Honum gekk vel ferðin að Vogsósum, og þar var timbrið silað upp á hestana. Var farið að skyggja, þegar hann lagði af stað. Með því að þoka var á, og leið frá Vogsósum aust- ur í Selvog liggur um klappir og ægi- sand, svo að þar helzt enginn götu- slóði, var honum ráðlagt að fara nið- ur að Strandarkirkju og fylgja vörð- um, sem hlaðnar höfðu verið til leið- arvísis fyrir prestinn, þegar hann fór að Strönd til þess að messa. Bein- teinn féllst á þetta, þótt þessi leið væri lengri. Hann komst klakklaust að kirkjunni, og var þá stutt leið um sléttar grundir ofan við sjávar- kambinn austur aö næstu bæjum í Voginum — um tuttugu mínútna gang ur. Hann hafði litla dvöl við kirkj- una og hélt svo áfram austur með. Þegar hann hafði gengið drjúgan spöl og hélt, að hann væri senn kominn til bæja, þá vissi hann ekki fyrr til en hann stendur upp í hné úti í sjó. Leizt honum ekki á að halda lengra í þessa átt, sneri því frá sjónum og upp fyrir kambinn og hyggst halda áfram austur til bæja þorpsins. Hann gengur nú alllanga hríð og uggir ekki að sér, fvrr en hann er kominn aftur að kirkjunni. Þá þykir honum vand- ast málið — leggur þó af stað, þegar hann er búinn að átta sig. En það ,fer á sömu leið og áður. Hann lendir í sjónum aftur, fullt svo djúpt sem í fyrra skiptið, snýr við og kemur enn að kirkjunni. Þá tekur hann það ráð að taka viðinn af hestunum, binda þá á streng og bíða við kirkjuna, þar til birtir af nýjum degi, því að hann þóttist sjá, að þetta væri ekki með felldu. Bjóst hann við, að það yrði sitt síðasta, ef hann lenti i sjón um í þriðja sinn. Hann beið nú hjá kirkjunni alla nóttina. Veðrið hélzt óbreytt, logn og suddavæta. Aldrei sagðist hann hafa setzt niður, því að hann bjóst við að sofna, ef hann gerði það, og kveið því, að þá stæði hann ekki upp aftur. Þegar byrjaði að birta, gerðust hestarnir svo órólegir, að hann gat varla hamið þá. Lét hann þá trússin upp á þá, batt upp taum- ana og lét þá ráða ferðinni. Þetta ráð dugði vel. Hestarnir héldu rak- leitt austur sandinn og hann á eftir. Eftir stutta stund voru þeir komnir heim á hlað í Þorkelsgerði. Þar tók hann ofan trén, spretti af hestunum og sleppti þeim á túnið. Enginn var kominn á fætur, svo að hann varð að vekja upp til þess að komast í bæinn. Ekki gat hann þess, hvernig honum hefði verið tekið, nema hvað fólkið hefði látið í Ijós gleði sína yfir því, að ferðin endaði þó vel. Ég spurði Beintein, hvort ekki hefði verið reimt á þessum slóðum. „Ekki hjá kirkjunni“, svaraði hann. „En á sandinum og með sjónum, einkanlega eftir það, að Fransmaður- 356 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.