Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 2
ÁGÚST SIGURÐSSON, cand. theol: BREIDABÓLSTADUR I VESTURHÓPI Alimargir bæir bera nafnið Breiða- bólstaður(-ir) hér á landi. Þrjú presta köll heita eftir prestsetrum á Breiða- bólstað, — BreiSabólstaS í Fljótshlíð, Breiðabólstað á ' Skógarströnd og Breiðabólstað í Vesturhópi. Öll eru þessi prestaköll nú laus til umsóknar. Við þessa staði alla er bundin merk saga, ekkí sízt þann, er hér verður um fjallað, -Breiðabólstað í Vestur- hópi. Þar sátu snemma höfðingjar og ríkir búendur, hér stóð byggð HafliSa Mássonar; hér voru lögin færð í let- ur 1117—1118; hér var fyrsta prent- verk á íslandi. Því veitti forsjá Jón svenski Matthíasson prestur á Breiða bólstað, en herra Jón Arason fékk verkíg til landsms um 1530. Síðar náði GuSbrandur biskup Þorláksson á því eignarhaldi og flutti til sín að Hólum. Á Breiðabólstað var Ólafskirkja, en í Víðidalstungu, annexíu BreiSaból- staðar, var kirkja helguð með Guði . Jóhannesi babtista. Viðidalstunga var áður'fyrr sérstakt prestakall, og voru •þar enn fremur kirkjur á Ásgeirsá og Auðunarstöðum. Siðar var bænhús á Auðunarstöðum, í Galtarnesi og í Dal (Meirakkadal), en hálfkirkja á Lækja móti. Þá var og bænhús í Miðhópi í Breiðabólstaðasókn, annað bænhús, ef til vill í Bakkakoti (Litla-'Bakka), en allt er þetta nú af lagt fyrir löngu. Bálfkirkjur voru enn fremur á Stóru- Borg og Þorkelshóli, og stóðu báðar íram yfir 1705. Breiðabólstað hafa setið margir merkisklerkar. Fyrstan í þeirri röð hittum vér síra iíluga B.iarnason, þann, er reis upn af föðurleifð sinni, Hólum í Hjaltadal og gaf tíl biskups- seturs í Norðlendingafjórðungi. Þá má geta Hafliða prests Steinssonar, er kom til kallsins 1309, en hafði áður verið hirðprestur Eiríks konungs. Síra Einar Haflið'ason hélt Breiðaból- stað í 50 ár, 1343—1393. Var hann og prófastur í Húnaþingi. Snemma á ár- um átti hann vantalað við páfa og leitaði þá ekki til Rómar — heldur Avignon. Páfi var ekki einn þau ár, og suðurganga naumast einhlít. Þrir Breiðabólstaðarklerkar hafa orðið biskupar, allir til Hóla. Ólafur Rögnvaldsson, norskur, 1460; Guð- brandur Þorláksson, 1589, og Hálfdán Guðjónsson, 1928. Jónas skáld Hallgrímsson átti frum- kvæði að því 1838, að Bókmenntafé- lagið beitti sér fyrir samningu og prentun á nákvæmri fslandslýsingu. Auk Jónasar, sem sjálfkjörinn mátti kalla til þessa verks, voru í nefnd til undírbúnings þeir Finnur Magnússon, Konrág Gíslason, Brynjólfur Péturs- son og Jón Sigurðsson. Nefndin á- kvað í upphafi að skrifa öllum sókn- arprestum og sýslumönnum á land- inu og biðja þá að senda félaginu lýs- ingu á köllum sínum og sýslum. Bréf i'nu fylgdu sjötíu spurningar um efna hag og bjargræðisvegi, menntun og siðferði o.g náttúrur landsins. Brugð- ust klerkar svo vel, við tilmælum þessum, að á grunum 1839—1843 bár ust um 160 sóknalýsingar, 33 korhu síðar, en aðeins vantar þær gersam- lega úr sjö sóknum. — Svo fór, að sóknalýsingar voru ekki gefnar út, en Jónas Iézt hinn 26. maí 1845. En nú þykja þær dýrmætur sögulegur fjár- sjóður, enda má heita, ag þegar þær eru ritaðar, væri byggð landsins enn við sama hátt og verið hafði hún allt frá söguöld. Það var ekki fyrr en 1950, að fyrstu sóknalýsingarnar komu út. Var það lýsing Húnavatnssýslu, og sá Jón Eyþórsson um útgáfuna. Árið 1954 fcirtust lýsingar úr Skagafjarðarsýslu undir útgáfustjórn Pálma Hannesson ar og Jakobs Benediktssonar. Sóknalýsingar Breiðabólstaðar — og Víðidalstungusókna ritar síra Jón Þorvarðarson, prestur á Breiðaból- stað 1817—1846. Síra Jón var fæddur á Björgum í Þóroddstaðarsókn í Þing- eyjarsýslu 1763, útskrifaður úr heima skóla af Árna biskupi Þórarinssyni á Hólum 1785. Árið 1790 varð hann djákn að Grenjaðarstöðum, prestur á Svalbarði í Norðursýslu í átta ár, í Glæsibæ við Eyjafjörð í fimmtán ár, unz hann fékk Breiðabólstað. Þar andaðist hann á fyrsta dag í nýju ári 1848. Verður nú vikig nokkuð að lýsingu síra Jóns á prestakallinu 1839. Takmörk sóknanna til austurs er Þingeyrarklausturssókn, við vatnið Miðhóp, austustu bæir Melrakkadal- ur, 30 hndr. útigangsjörð, heyskapar- lítil og Lækjamót, 50 hndr., útigang- ur og heyskapur; Þorkelshóll, 50 hndr., mögur jörð, í meðallag hey- skapur, og Nípukot, eins að lýsingu. Að sunnan til hásuðurs VíðidalsfjBll einlæg, sem aðskilja Breiðabólstaðar- prestakall o,g Undirfélls- og Gríms- tungnasóknir í Vatnsdal. Ag vestan Vatnsnesfjöll, er liggja til útnorgurs allt til sjávar. Að norðanverðu Vest- urhópshólasókn, en nyrzti bær presta kallsins er Þverá, 40 hndr., útbeitar og heyskaparjörð í betra lagi, þar á móti til austurs Kolþemumýri, 24 hndr., góð útbeit en lakari heyskap- ur, og Stóra-Borg, 80 hndr., mikil heyskaparjörð. Breiðabólstaður, beneficium, með BREIÐABÓLSTAÐUR í VEáTURHÓPI. 338 T í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.