Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 11
stækkunarvéLar og dagtjalds, og værj en hann hafði nokkurn tíma augum litið á einum stað. Fleiri munu þeir Árnesingar hafa vffcrið, er ekki var geðfrellt að hugsa til þess, að Geysir yrði eign útlend- in.ga. Sú hugmynd skaut þvf upp koll- inum að girða fyrir það, að útlend- ingar gætu náð eignarhaldi á honum. Á þingmálafundi í Hraungerði var samþykkt áskorun til þingmanna Ár- nesinga að beita sér fyrir því, að landið kevpti hverasvæðið. í samræmi við þetta fluttu þeir Bogi Melsteð og Þorlákur Guð'mundsson í Fífu- hvammi um það frumvarp á alþingi 1893. að landssjóður festi kaup á Geysi og hverasvæðinu umhverfis hann. Gerðu þeir ráð fyrir, að það fengist fyrir 2500—3000 krónur'. Létu þeir þess getið, að Sigurður segðist aldrei verða svo féþurfi, að hann seldi útlendingum hverina. En hann væri orðinn sjötíu og siö ára og ætti marga bláfátæka erfingja, og yrði þeim mik- i! freisting að þekkjast boð útlend- inganna. Sighvatur gamli Árnason í Eyvind- arholti sagðist „vera á því, að vert væri að íhuga þetta mál“. En að öðru leyti voru undirtektirnar ekki hlýlegar. Magnúsi landshöfðingja Stephensen þótti sér vandi að höndum færður, ef hverirnir væru keyptir, og hafði uppi um það margvíslegar úrtölur Einkum þótti honum þetta viðurhlutamikið ef síðan ætti að girða svæðið með „háu plankverki". Jafnvel Jón Þorkelsson hafði allt á hornum sér, fjargviðraðist yfir mál- >illum Þorláks í Fífuhvammi, sem hann sagð'i vera eftir „grammatík þeirra Árnesinga", og fór þess á leit, afj þingið fengi að sjá, hvað útlend- ingar hefðu boðið fyrir hverina, „því það virðist ekki ástæða til þess, að landsjóður gefi meira fyrir þá en góðu hófi gegndi". Loks var fellt meg fimmtán at- kvæðiim gegn átta að vísa málinu til nefndar. Bogi Melsteð reyndi að slá á strengi metnaðar og manndóms með því að skírskota til viðhorfs Sigurðar á Laug. „Sigurður Pálsson er maður, sem hefur mætur á fornritum vor- um. en þau hafa innrætt honum þá ást til ættjarðarinnar, að peningati]- boð Englendinga hafa engin áhrifhaft á hann“, sagði hann. En þetta varð aðeins til þess,- að þingmenn urðu skeytingarlausari um málið. Það koðn aði niður í þinginu, án þess að frum varpið væri beinlínis fellt. Sigurði á Laug hefur vafalaust svið ið tómlæti Alþingis. Árið eftir voru Geysir og Strokkur seldir, ásamt sex hundruð og fimmtíu ferfaðma svæði umhverfis þá, fyrir þrjú þúsund krón- ur. Kaupandinn var enskur áfengis- bruggari, sem komið hafði híngað til lands, James Craig frá Belfast á EMIL HANS TVEDE, er fyrstur notaði sápu í Geysi, svo kunnugt sé. írlandi, þá ungur maður. Varð hann síðar allkunnur stjórnmálamaður, hlaut aðalstign, varð forsætisráðberra á Niorðun-írlandi og nefndist þá Craigavon lávarður, harla lítill vinur hinnar írsku frelsishreyfingar. Magn- ús Stephensen þurfti ekki að mæðast vig að reisa „plankverk" í kringum hverina, sízt hátt, því að hinn enski eigandi lét nú girða svæðið, og grammatík Árnesinga kom ekki meir á dagskrá alþingis. Markmig James Craigs með girðing unni var ekki að taka af þær óvenjur, sem komizt höfðu á í umgengni við hverina, heldur vildi hann öngla sam an upp í vexti af kaupverðinu, svo að hann þyrfti ekki að ganga á hagnað- inn af viskísölu sinni. Þeir, sem vildu ryðja torfi og grjóti í Strokk, áttu nú að borga fimm krónur fyrir ánægj- una, og skyldi bóndinn á Laug veita þeim viðtöku. Fyrsta árig varð að greiða þessar krónur, hvort sem hvernum varð bumbult af hnausun- um eða ekki. En þess mun fljótt hafa gætt, að þeir, sem ekkert gos fengu fyrir fjármuni sína, fóru ekki möglunarlaust brott, svo að sumarið eftir setti bóndinn af sanngirni sinni í gildi þá reglu, sem felst í ensku máltæki: No cure, no pay. Það mætti ætla, að landsmenn hefðu minnkazt sín, er Geysir var seldur enska bruggaranum, og þeir, sem þótt SIGURÐUR JÓNASSON, sem endurheimti Geysi og fær3i ríkinu a5 gjöf. ust veita málefnum landsins forsjá, hefðu iðrazt tregðu sinnar og sinnu- leysis. Þess verður þó ekki vart. Þeir virðast þvert á móti hafa unað hið bezta við frammistöðu sína og eklti séð á henni nein lýti. Þeir rumsk- uðu ekki heldur, þegar ásókn útlend- inga á fossa landsins komst í al- gleyming, og mátti þó auðsætt vera, ag eftir þeim fíktust þeir í gróða- skyni. Þrettán árum eftir Geysissöluna bauð útlendur auðkýfingur Tómasi Tömassyni, bónda í Brattholti, fimm- tán þúsund krónur fyrir Gullfoss, jafnvirði nálega tveggja milljóna kr. nú á tímum. En hann hafnaöi bví boð'i. Árið eftir rausnaðist landsstjórn in að sönnu til þess að taka fossina á leigu i fimm ár gegn þrjú hundruð króna árgjaldi. En svo fór. að út- lendingum tókst innan skamms að ná tangarhaldi á honum. En það er mikil heilsubót íslenzkum metnaði, að til var kona, sem hét Sigríður Tómasdóttir — bóndadóttirin í Bratt holti. Þótt landsfeður og valdsmenn létu reka á reiðanum, hófst hún handa og háði ævilanga baráttu við hið útlenda félag. Og svo fór, að hún lifði það, að umráðarétturinn var endurheimtur úr höndum þess. — Það hefur verið rætt um ag festa mynd hennar í klett við Gullfoss. Framhald á 357. sí$u. !| T t M I N N - SUNNUDAGSBI.AÐ 34/

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.