Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 14.04.1963, Blaðsíða 17
íöt, sem hann taldi sig prettaðan um. Ekki líkaði honum þó það vel að öllu leyti. En oddvitinn sagði hon- um þá, að hann myndi heimta borgun hjá þeim, sem sekur var talinn um vanskilin. Það sætti Beinteinn sig við. Þóknunina fyrir tóbakið greiddi oddviti þeim húsbændum, sem hlut áttu að máli, og var Beinteini skammt aö tóbak þannig, að hann fékk alin af rjóli til vikunnar og kvartil af rullu dag hvern. Síðustu árin var Beinteinn í Sel- vogi. En þegar bændur þar þörfnuð- ust hans ekki lengur og vistir feng- ust ekki heldur í Ölfusi, kom hann upp í Grafning og sagði oddvitanum, hvernig komið var: Það vildi enginn taka gamlan mann, þeir væru stirðir til snúninga og unglingarnir þættu hentugri. Þetta var árið 1892. Þá var honum komig fyrir á fjórum bæjum, og átti hann að vera í viku í senn á hverjum stað á sumrin, en hálfan rnánuð að vetrinum. Þetta líkaði hon um vel. Var homim fengin bók, og í hana átti að skrifa, hvenær hann kom á þessa bæi og hve marga daga hann var þar. Sömuleiðis átti að skrifa í bókina, hvað hann var látinn hafa til fata. Honum gazt vel að þessu. Hann geymdi bókina vandlega og gekk ríkt eftir því, að í hana væri skrifað. Reyndar sagðist hann anuna þetta allt, en það hefði komið fyrir, að hann hefði verið rengdur og fólk sagt, að hann segð'i ekki satt. En hefði hann bókina, gæti hann sýnt hana og sannað sitt mál. Þótt hann væri ekki læs, þá gætu aðrir lesið, og þannig kæmi það upp, er satt væri, ef ágreiningur yrði. Annað plagg, sem hann skildi aldrei við sig, hafði hann í fórum sínum. Það hafði hann komizt yfir löngu áður en hann fékk bókina. Þetta var skímarvottorð. Það sagði hann, að væri sér nauðsynlegt vegna þess, að með því gæti hann alltáf sýnt, hve gamall hann væri, því að það hefði hann ekki lært ag vita. Það var helzt að hann gat hlaðið garða eða veggi, sem litlar kröfur voru gerðar til, að reyndust varan- legir, og rist torf, sem nota átti í hleðslu. Húsatorf og heytorf var lítt nothæft hjá honum. Hann vildi vera einn við alla vinnu. Um sláttinn vildi hann sinna heyskap. En einn varð hann að vera, helzt langt frá öðru fólki. Hann rakaði það siálfur, er hann sló, þurrkaði það og kom því öllu upp í sæti. En svo varð að binda það og koma því þangað, sem það átti að vera. Heldur þótti sætið mis- stórt hjá honum, og alltafurðu kapl- arnir færri en hann ætlaðist til, þeg- ar búið var að færa heyið saman' og binda það. Þetta sagði hann, að væri gert sér til skammar — menn vildu gera sem minnst úr því, sem hann ynni. En þá var venjan, að sá, sem batt, sagð'i honum, að hann hefði stækkað sætið, svo að heyið kæmist heim í tveimur ferðum — þetta hefði verið óvenjustórt band. Og við það sætti hann sig. — Það mun láta nærri, að hann hafi slegið og komið í hrúgur tólf hestburðum á viku. Á vetrum var erfiðara ag hafa handa honum verkefni, sem honum voru að skapi. Þá eirði hann aldrei við neitt nema stuttan tíma í senn. Honum þótti gaman að smíðum, en að nokkrum dögum liðnum fór hann að hafa orð á því, ag hreyfingarleysi og kyrrsetur ætti illa við sig — hann hefði ekki heilsu til slíks, eins og hann komst að orði. Það væri mun betra að vera i grjótvinnu og draga að hleðslugrjót og hellur í stéttar. En fljótt sagði hann, að sú vinna færi með sig. Ekki var þetta þó af leti, því að alltaf varð að hafa eitt- hvað handa honum til þess að gera. Skorti hann verkefni, ýfðist skapið, svo að hann hafði allt á hornum sér. En þes.s gælti minna en ella vegna þess, hve stuttan tíma hann var í einu á sama bæ. Hann hafði ýmsa siði, er hann brá aldrei út af. Kvöldmatinn át hann til dæmis aldrei fyrr en hann var hátt aður á kvöldin. Líklega hefur það verið barnsvani. Hann hefur sjálf- sagt vera baldinn og dyntóttur, þeg- ar hann var krakki, og þá hefur það ráð verið tekið að láta hann ekki fá kvöldmatinn fyrr en hann var hátt- aður, svo að hann færi í rúmið á réttum tíma. Annað var það, að hann át aldrei mat undir beru lofti. Þegar hann var við vinnu frá bæ, til dæmis slátt, gekk hann alltaf heim, þótt hálftíma gangur væri eða meira, frem ur en ag matast úti. Ekkert þýddi að færa honum mat. Hann snerti ekki við honum. Það var í mesta lagi, að hann drykki úr kút eða kaffi af flösku úti við — alls ekki úr opnu íláti. Ekki fékkst hann tU þess að segja hvernig hann færi að því að telja. En það gerði hann meg öðrum hætti en aðrir. Hann gat vitað, hve margar einingar vantaði á vissa tölu upp að hundraði. Einu sinni var hann td dæmis hjá mér að skera torf skammt frá bæ. og sá ég, að hann var búinn að skera töluvert. Ég var búinn að segja honum, að ég þyrfti að fá i kringum hundrað torfur. Svo kemur hann heim og hittir mig. Segist hann ekki skera meira torf fyrr en það reynist, að meira þurfi — það vanti tvær upp á hundrað. Ég gæti talið pælurnar, ef ég tryði sér ekki. Ég taldi svo pælumar, þegar búig var að reiða heim um kvöldið, og reynd- ust þær níutíu og átta. Annað sinn var það, að hann var að draga heim hellur. Það var um vetur í góðu veðri og góðu sleðafæri. Þetta var hans uppáhaldsvinna. Var hann hinn kátasti og vildi láta mig geta. hve hellurnar væru margar. Ég var búinn ag sjá hrúguna og gat því T í 11 I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 353

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.