Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Side 2
SIGRÍÐUR THORLAGIUS UM TORFHILDI HÓLM íslenzk skáldsagnagerð á nútíma visu á sér ekki langa hefð, þar sem skáldsögur Jóns Thoroddsens, sem eru þeirra elztar, birtast ekki fyrr en um miðja nítjándu öld. Miðað við hugsunarhátt þess tíma, gegnir það nánast furðu, að ekki skyldu líða meira en rösk þrjátíu ár, þangað til íslenzk kona gaf út frumsamda skáld sögu, en það var „Bynjólfur Sveins- son biskup“, eftir Torfhildi Þorsteins- dóttur Hólm. Sú bók kom út árið 1882. Undirtektirnar voru æði misjafnar, enda segir Torfhildur sjálf, að hún sé sú fyrsta, sem náttúran hafi dæmt til að uppskera hina beisku ávexti gamalla, rótgróinna hleypidóma gegn „litterærum dömum“. Torfhildur Hólm var prestsdóttir frá Kálfafellsstað í Skaftafellssýslu, dóttir Þorsteins prests Einarssonar og konu hans, Guðríðar Torfadóttur. Hún dvaldi í föðurhúsum til sautján ára aldurs, en fór þá til Reykjavíkur og lærði hannyrðir og tungumál. Síð- an sigldi hún til Kaupmannahafnar og nam hannyrðir og málaralist, en eftir að hún kom þaðan, fékkst hún fynst við kieninsl'u, en hvarf aftur heim að Kálfáfellsstað. Þegar systir hennar, Ragnhildur, og maður henn- ar, Eggert Briem, sem verið hafði aðstoðarprestur hjá föður þeirra, fluttu að Höskuldsstöðum á Skaga- strönd, þá flutti hún þangað með þeim. Á Höskuldsstöðum kynntist hún systursyni Péturs amtmanns, Jakobi Hólm, verzlunarstjóra í Hóla- nesi og giftist honum árið 1874, þá 29 ára gömul. Iljónabandið varð skammvinnt, því að Jakob dó réttu ári eftir að þau giftu sig. Fluttist Torfhildur þá aftur að Höskuldsstöð- um og var þar, þangað U1 hún fór til Vesturheims með Rannveigu Briem, systur séra Egigerts, og manni hennar, Sigtryggi Jónassyni, árið 1876. Átti hún heimili hjá þeim hjónum að mcstu í níu ár, en bjó eftir það ein, þar til hún fluttist aft- ur til íslands vorið 1889. Settist hún þá að í Reykjavík og bjó þar, þangað til hún andaðist árið 1918. Torfhildi er svo Iýst í grein í „Óðni“ skömmu eftir aldamót: „Hún er kát heim að sækja og hefur jafnan skemmtileg umræðuefni á reiðum1 höndum. Hún er kona mikil vexti og tíguleg ásýndum. Kölluð var hún fögur sýnum um tvítugsaldur. Ennið er hátt og hvelft, brúnin skörp, aug- un hrein og djúp og munnurinn nett- ur. Svipurinn tígulegur og fríður“. En þó að Torfhildur sýndi gestum sínum kátt viðmót, er að heyra af því, sem birt hefur verið úr dagbók- um hennar, svo og bréfum hennar og Rannveigar Briem, að skap hennar hafi æði oft verið þungt og einmana- Torfhildur Hólm. teiki setzt að henni, þegar líða tók á ævina. Stundum andaði líka köldu til hennar frá þeim, sem þótti óþarft, að kvenmaður væri að vafstrast í skáldsagniage'ið og anmiarri rit- mennsku. Þegar hún flutti vestur um haf, rösklega þrítug, naut hún þeirrar aðstöðu, að mega gefa ^ig nær óskipta að sínum hugðarefnum, því að eftir því sem Rannveig skrifar bróður sín- um, þá ætluðust þau hjón ekki til gjalds fyrir dvöl hennar á heimili sínu, og líkleg aðeins þeirrar vinnu, sem henni sjálfri sýmdist að láta í té. Enda fara fljótlega að birtast eftir hana smásögur í íslenzkum, enskum og dönskum blöðum og tímaritum í Winnipeg. En handritið að fyrstu löngu skáldsögunni sinni sendi hún séra Jóni Bjarnasyni til Seyðisfjarðar til yfirlestrar og fyrirgreiðslu, og hann sá um útgáfu þókarinnar, sem var prentuð í Reykjvík árið 1882. Svo sem kunmugt er, er sú saga Torfhildar byggð á ýmsum söguleg- um staðreyndum varðandi ævi og störf Brynjólfs biskups, en auðvitað vefur skáldkonan þar í sínar hug- myndir um menn og málefni. Fyrsti ritdómurinn um bókina var æði harkalegur. Haimn ritaði Jónas Jónas- son frá Hrafnagili, sem þá var í Reykjavík við guðfræðinám. Skömmu síðar birtist svargrein við þeim rit- dómi, þar sem bent er á margt já- kvætt í gerð bókarinnar, og er niður- lagið á þessa leið: „Það er eftirtekt- arvert, að óskólagengin kona skuli fyrst verða til þess að skýra fyrir oss sögu vora, þar sem svo mikill fjöldi er af lærðum mönnuim, er hafa látið það ógjört, og það væri sannarlega óráttlátt af oss, ef vér ætluðum að reyna að drepa slikar tilraunir með vanþakklæti og með því að heimta af konum þá fullkomn- un, sem vér með engum rétti getum heimtað.“ Það var Valtýr Guðmundsson, sem skrifaði þessa grein. Virðist Torf- hildur hafa verið honum mjög þakk- lát fyrir hana og alls ekki móðgazt af þeim ummælum, að með engum rétti megi heimta fullkomnun af konum! Torfhildur kostaði sjálf útgáfu bók- arinnar sem og síðari ritverka sinna, og um aldamót segist hún hafa orðið að selja fjórar jarðeignir upp í út- gáfukostnað og ekki eiga fleiri. Al- menningur mun strax hafa tekið bók- inni vel og fram á þennan dag er hún æði mikið lesin. Þegar Torfhildur hafði búið ein níu ár hjá þeim Rannveigu og Sig- tryggi, fór að bera á sundurþykki milli þeirra vinkvennanna, en hvorug nefnir í bréfum neina eina orsök þess, nema hvað Rannveig skrifar bróður sínum í júní 1887: „ . . . Hún hefur þráfaldlega sagt mér, siðan hún fór frá mér, hvað sér liði betur nú en þá, þegar hún var hjá mér, en það veil ég hún segir ekki satt nema að sumu leyti . Það, sem ég álít verst við líf hennar, er einmanaskapurinn. Að sumu leyti getur hún ekki að honum gert, en að hinu leytinu hefur hún svoddan ótrú á öllum mönnum yfir höfuð, að hún útilokar sjálfa sig frá þægilegu og skemmtilegu samblendni við aðra. Ekki líklega vill hún þiggja hjálp af mér, þó það stæði nú í mínu valdi að gera eitthvað fyrir hana, sem ekki en sem stendur, úr því hún gat ekki gjört sig ánægða með að eiga heim- ili hjá' mér. Henni faminst ég ekki gjöra nógu mikið fyrir sig, en það var nú rangt skoðað af henni“, Síð- 362 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.