Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Side 5
Hér voru einu sinni jarðgöng, allt trá neðstu brún myndarlnnar og áfram inn
undir berglagið á miðri myndinni, hátt á annað hundrað metra. Göngin voru
skemmd, þegar menn fóru að vinna kvarz á þessum stað til húsbygginga. Bærinn
efst til hægri á myndinni er Þormóðsdalur. — Guðjón Einarsson tók myndirnar
í þessari opnu.
og þeir. Þeini féll þetta ekki seni
bezt, en ég sleppti ekki rifflinum. Þá
börSu þeir í bíihúsið. Bíllinn. stanz-
aði og yfirmaðurinn sté út. Þegar
Ihann sá mig með riffilinn, 'S’agði
hanm, að það væri bezt ég færi. Þeir
voru víst dauðfegnir að losna við mig,
þegar ég afhenti riffilinn og labbaði
burt.
íslendingar miða á augað
Eftir þetta fóru þeir að verða
taugaóstyrkij- gagnvart byssunum
mínum. Sumar þeirra voru af tegund-
um, sem þeir höfðu aldrei séð áður.
Þeir virtust vera hræddastir við fjár-
toyssuna mína. Ég varð var við, að
þeir höfðu farið inn í bæinn, þegar
enginn var heima og hróflað við
byssunum. Svo komu til mín foringj-
ar og spurðu mig, hvort ég þyrfti
að hafa þessa byssu og benti á fjár-
toyssuna. Já, sagði ég, — ég drep með
þessu skepnur og menn, ef með þarf.
Þeir efuðust um, að ég gæti drepið
menn með henni nema á fárra faðma
færi. En ég lét drýgindalega yfir því.
Svo settumst við á bæjartröppurnar
— ég með byssuna í hendinni — og
töluðum saman. Þar í nokkurri fjar-
lægð var gamall bílgeymir. Skyndi-
lega hóf ég byssuna og skaut að geym
inum, þóttist heppinn, ef ég hitti
hann. Á geyminum var gómstór, há-
rauður blettur, og svo furðulega viidi
til, að skotið fór beint í gegnum blett-
inn. Foringjarnir virtu fyrir sér blett
nn og urðu hljóðr við. Ég var hinn
elskulegasti og bauð þeim upp á
kaffi. Undir borðum spurðu þeir mig,
svona í hálfgildings gamni, hvar ís-
lendingar miðuðu á mann, þegar
þeir ætluðu að drepa hann. íslend-
ingar miða alltaf á augað, svo að
skotið fer út um hnakkann, sagði
ég. Þeir skotruðu augunum hvor til
annars, undirfurðulegir á svipinn,
þökkuðu fyrir sig og fóru. — Seinna
vldu þeir fá mig til að skjóta fyrir
sig aftur, en ég vildi ekki hætta skot-
heiðri mínum. Einhverju sinni var
það, að mikil hnuplalda greip um
sig meðal hermannanna. Þeir stálu
öllu steini léttara og skemmdu bílinn
minn í þokkabót. Ég hafði skilið bíl-
inn eftir hérna fyrir ofan túnskotið
og tvo kolapoka í honum. Þegar ég
fór að gæta að honum, voru pok-
arnir horfnir, O'g búið var að taka
hamarinn úr bílnum og stinga gat
á vatnskassann. Ég varð öskuvondur,
þegar ég sá þetta og kenndi Bretun-
um strax um það, — ég var svo van-
ur að lcenna þeim alla þjófnaði. Vega
iögreglan kom og rannsakaði bílinn,
en þeim faninst ótrúlegt, að her-
menn hefðu verið hér að verki: Til
hvers ættu þeir að nota kolin? spurðu
þeir. En ég stóð á því íastara fót-
unum, að hermennimir hefðu stolið
pokunum og skemmt bíliun. Þá fóru
þeir að leita. Skammt norðan við tún-
ið sátu tveir dátar á drasli og neit-
uðu að standa upp af því. Lögreglu-
mennirnir þrifu til skammbyssnanna.
Þá voru þeir fljótir á fætur, og kola-
pokarnir komu í ljós. Næst snéri ég
mér til herstjórnarinnar á Lauga-
vegi 16 og krafðist skaðabóta. For-
inginn þar veitti mér ádrátt um að
skrifa til herstjórnarinnar í London,
— svarið kæmi kannski eftir tvo eða
þrjá mánuði eða ár. En ég mátti ekki
vera bíllaus og sló í borðið hjá for-
ingjanum, svo að allt dansaði þar
fyrir framan hann. Hann sá þá, að
án bílsins gat ég ekki verið og sagði
mér að leigja bíl á sinn reikning.
Síðan fékk ég bíl og bílstjóra á Litlu
bílastöðinni, og hafði þá hjá mér
uppi í Miðdal í tvo daga.
Kúlnahrið á jóladag
En á þriðja degi bar það við, að
enskur korporal á bandarískum her-
jeppa — Bandaríkjamenn voru þá að
koma — kom til mín með einhver
lifandis ósköp af dóti, sem búið var
að stela frá mér, sumt, sem ég hafði
ekki hugmynd um að væri horfið,
naglbítar, hakar og rekur. Hann
sagðist skyldu koma með hamar og
nýjan vatnskassa daginn eftir. En
hann lét ekki sjá sig þá. Ég hafði
•sett á mig númer jeppans og fór nú
til herstjórnarinnar í bænum og sagði
þeim frá þessu. Þeir urðu ófrýnilegir
á svipinn og sögðu, að þetta hlyti allt
að vera misskilningur hjá mér; enski
lierinn hafi engan jeppa í sinni þjón-
ustu. Heimtuðu þeir, að ég endur-
greiddi kostnaðinn af bílnum og bíl-
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAD
365