Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Síða 7
Hér kemur Tryggvl af grenl með góðan feng — refahión og sex yrðlinga.
hætt a5 geta stokMð. Þegar við kom-
um að svokölluðum Borgarhólum
snerumst við um klettabrún, sem þar
er, án þess að ég gæti komið á hana
skoti. Þessu fór fram um hríð, þar
til hún stökk fram af klettabrúninnl.
Ég skellti mér á eftir henni niður
brekkuna og dró fljótt á hana, og
þarna skaut ég hana á fullri ferð á
skíðunum og allt lá — tófan, ég og
byssan. Ég hafði ekki fundið til mik-
illar þreytu meðan á eltingarleikn-
um stóð, en þegar spenningurinn var
búinn og tófan dauð, var ég svo ör-
magna, að ég gat ekki lyft fæti nema
með því að taka undir hann með
höndunum.
— Heldurðu, að það sé ekki ofsög-
um sagt af klókindum refanna?
— Nei, þeir eru sumir klókir. Það
er líkt og sumir þeirra séu gæddir
sjötta skilningarvitinu. Guðmundur
Einarsson refaskytta hefur skýrt
iþetta aukaskilningarvit í bókinnl
sininii. Stundum kemur fyrir, að
steinsofandi refúr vakntar og lítur
beint á mamin, jafnvel þótt hann
hafi hvorki getað heyrt í manni
eða fundið lykt af man.ni. Það er
líkt og hann verði sér skyndil'ega
meðvitandi um hættuna, og verði
samstundis Ijóst, hvar hún er. Engu
líkara er en hann fái skeyti frá hugs-
un veiðimannstns. — Þannig virtist
vera með erfiðasta ref, sem ég hef
átt við. Við Haildór heitinn, sonur
minn, náðum læðunni og yrðlingun-
um eftir tvo sólarhringa. f fjórar
nætur hafði rebbinn elt mig og svar-
að köllum mfnum, en ég komst aldrei
í færi við hann. Við byrjuðum að
fást við hann norðaustur af Lykla-
felli, en hann svaraði alltaf sunnan
undir Húsmúla. Ég hafði fengið lánag
an riffil með kíki, því að engin von
var að komast í færi við hann með
haglabysunini. Við Halldór höfðum
unnið svo mikið saman á grenjum, að
orð okkar í milli voru óþörf. Við
vissum alltaf hvað vakti fyrir hinum.
Við vorum alveg eins klæddir, svo að
refurinn þekkti okkur ekki I sundur,
og hélt, að aðeins væri um einn mann
að ræða. En hainn vissi alltaf, hvar
Halldór var. Að lokum höguðum við
því þann'ig, að Halldór leggst dálítið
fyrir vestan grenið við stein í lágri
brekkubrún. Ég kalla á refinn og læt
hann elta mig, geng síðan að Halldóri
og fleygi mér niður við steininn.
Hann stendur jafnskjótt upp og held-
ur förinni áfram. Þetta varaðist rebbl
ekki og hélt, að Halldór væri ég. Síð-
an hef ég byssuna tilbúna og ætla að
skjóta hann um leið og hann ber
fyrir í dauðafæri. En um leið og
hann komur í sjónmál, skellir hann
sér niður. Hann gat hvorki hafa séð
mig né fundið lykt af mér vegna vind-
áttarinnar. Þag var engu líkara en
hann hefði fengið straum frá mér
og skynjað hættuna samstundis. —
Ég bíð með byssuna reiðubúna. Hann
lætur ékki á sér kræla lengi vel, en
fer svo að gægjast, leggur eyrun
alveg niður, svo aðeins sést í blá-
kollinn á honum. En um leið og ég
hækka mig, lækkar hann sig. Þannig
gengur þetta góða stund. Svo fer hon-
um að leiðast þófið, lyftir sér svo
h'átt að ég sé aðeins í briniguna á
honum, auðséð, að hann er í þann
vegimin að taka ákvörðun. Mér tekst
að miða. Skotið ríður af, og kúlan
rann eftir honum endilöngum og kom
út hjá skottinu. Hann var á þremur
fótum þessi refur, fjórða löppin var
brotin og stóð beint fram. Þag kom
heim við það, að grenjaskytta hafði
sært ref á fæti, en missti hann. Var
hann kallaður Tjamhólamóri og byrj-
aði að bíta óvenjulega snemma.
Snjóflóð sneið sundur hesthúsið
— Hvar heldurðu, að mest sé af
refum í þínu umdæmi?
— í Reykjavík. Ég fór einu sinnl
í Heiðmörk og fann greni rétt ofan
vig fjölskyldu í sólbaði. Við skutum
þar grenlægju og fjóra yrðlinga. Þeg-
ar við komum af greninu, var orðið
fundarfært í Heiðmörkinni. Fólk
hafði safniazt saman og úthúðaði
helvítis mönnunum, sem væru að
skjóta fuglana! Ég labbaði til þess
með grenlægjuna í hendinni. Þá kom
annað hljóð í strokkinn: — „Guð
minn almáttugur og börnin alveg hjá
refabúinu".
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
367