Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Side 9
Verkalýðsleiðtogar fyrir áttatíu árum i. Páll postuli þreyttist aldrei á því að brýna fyrir mönnum undirgefni við hinar ráðandi stéttir þjóðfélag- anna. „Sérhver maður sé yfirboðn- um valdstéttum hlýðinn", sagði hann í bréfi til Rómverja, „því að ekki er nein valdstétt til nema frá guði, og þær, sem til eru, bær eru skipaðar af guði.. Svo að sá, se.m veitir valds- stéttinni mótslöðu, hann veitir guðs tilskipun mótstöðu. En þeir, sem veita mótstöðu, munu fá sinn dóm“. Hvað eftir annað áminnti hann þá, sem öðrum þjónuðu, um hlýðni, holl- ustu og auðmýkt: „Þór, þjónar, hlýðið yðar jarð- nesku drottnum með ugg og ótta í ein lægni hjarta yðar eins og væri það Kristur, ekki með augnaþjónustu, eins og þeir, er mönnum vilja þókn- ast, heldur eins og þjónar Krists, er £era vilja guðs af alhug, og látið þjónustu yðar í té með fúsu geði, eins og drottmn ætti í hlut og ekki menn“, sagði hann við Efesusmenn. Og Tímóteusi fiutti hann þennan boð- skap: „Allir þeir, sem eru ánauðugir þrælar, skulu halda húsbændur sína alls heiðurs maklega, til þess að ekki verði lastmælt nafni guðs og kenn- ingunni“. Og enn talaði hann á svip- aðan hátt við Títus: „Áminn þræla, að þeir séu undirgefnir húsbændum sínum og f öllu geðþekkir, ekki svör- ulir, ekki hnuplsamir, heldur skulu þeir auðsýna hvers konar góða trú- mennsku til þess, að þeir prýði kenn- ing guðs frelsara vors í öllum grein- um“. Bæði prestar og valdsmenn tóku ötullega í streng^ með Páli postula, öld fram af öld. Á síðari hluta seytj- ándu aldar samdi presturinn á Torfa- stöðum í Biskupstungum, séra Þórð- ur Bárðarson, kver með bænum, sem hæfa mát.tu við margvíslegar kring- umstæður. Þar voru að meira segja bænir, sem sniðnar voru við hæfi allra þjóðfélagsstétta, og þar gátu vinnuhjúin fur.dið bænir I anda Páls postula, tileinkaðar þeim sérstaklega. Þetta bænakver var gefið út aö minnsta kosti tólf sinnum, því að það þótti næsta þarflegt þing, og var oft- ast nefnt „Það andlega bænareyk- elsi“. En meðal alþýðu kallaðist það þó tíðast Þórðarbænir. Þar í var þessi „þjónustufólks og undirgefinna bæn“, ætluð slíku fólki til daglegrar notk- unar: „Herra Jesú Kristí, lifandi guðs son! Þú, sem hingað í heiminn komst, ei til þess að láta þjóna þér, heldur að þú þjónaðir öðrum. Ég, þinn au- virðilegasti þjón, sem á minnar emb- ættisþjónustu auvirðilegrar að gæta, bið þig: Send mér þína náð, að ég umfram allt mætti þjóna þér með hreinu hjarta og gleyma aldrei þínum boðorðum, þar næst með' trú og hollustu að þjóna mínum hús- bændum og yfirboðurum, ei einung- is fyrir augunum, mönnunum til geð- þekkis, heldur eftir þínu boði og minni skyldu Ger mig sem Elíes- er í húsi Abrahams og sem Jakob í husi Labans og svo sem Jósef í húsi Pótifars. Lát mitt erfiði lukkast og blessast, að ég ætíð þenki, að mér ber af mínu htla embætti reikning að standa, að ég um síðir mætti sem trúr þjón komast til dýrðarfrelsis allra útvaldrá áhimnum fyrir sakir þíns blessaða og heilaga nafns. Amen“. En mennirnir eiu þverbrotnir í lund, og sífelidlega var kvartað yfir ofdirfð og heimtufrekju, leti og sjálf- ræði hjúanna. Árið 1746 var sett til- skipun um húsaga á íslandi til þess að stemma stigu við ósómanum. Þar var húsbændum stranglega fyrirskipað að aga börn sín og hjú með hendi og vendi og þola ekki vinnufólki mótmæU, þegar því var vísað til verks. Engu betra var þó talið, að hjúin hæfu verK að eigin frumkvæði: „Leyfist þeim engan veginn að gera nokkuð eftir eigin geðþótta og sjálf- ræði“. Húsbændur áttu líka að hlut- ast til um, að hjúin byrfuðu verk sín með bæn og töluðu sín á milli um guðrækilega hluti, en ósæmilegt tal, gamanyiði og ragn, var forboðið, ásamt hégómlegum sögum, amorsvís- um og rímum, sem angra heilagan anda. Skorður voru þó húsbændum settar við framkvæmd aga og typt- unar: „Húsbændur skulu ekki yfir* falla þeirra hjú með formælingar ellegar blygðunarlausum ærukrenk- ingarskensorðum. Ekki skulu þeir straffa þau með svoddan verkfærum, sem þau kunna skaða upp á þeirra heilsu eður særa eður limlesta þau“. Skyldi allt þetta vera háð tilsjón hreppstjóra. og ynnist ekki að kenna hjúum góða siði með húsaganum, átti að setja þau í gapastokk við kirkjudyr eða á þingstað. En ekki varð húsagatilskipunin alla meina bót. Aðeins þrjátíu og fimm árum síðar skrifaði Magnús varalögmaður Ólafsson landsnefnd- inni fyrri: „Ég get ekki hugsað um það án gremju né sagt frá því án eins kon- ar kinnroða, að ég hef sjálfur séð, auk þess ég hef heyrt aðra tala um það, að börn og vinnuhjú hafa með háðssvip og spéi sín á milli sýnt allranáðugastri kónglegri fororðn- ingu af 3. júní 1746 um húsaga í land- inu ódulda fyrirlitningu, þegar hún er lesin af predikunarstóli . . . Og sums staðar gengur mestallur söfn- uðurinn úr kirkjunni, þegar og á meðan þess konar tilskipanir eru lesnar". Raunar voru aðrir, sem höfðu aðra sögu að segja. Landsnefndinni bár- ust líka bréf, sem skrifuð voru fyrir hönd vinnumanna og vinnukvenna. Vinnukonumar sögðust vera látnar vefa í köldum úthýsum með sárar og blóðugar hendur, vinna lengri dag en allir aðrir og bera þó vart úr býtum spjarir utan á sig, og vinnu- mennirnir kvörtuðu að sínu leyti um mikið erfiðí, lélegan viðurgerning og bágt atlæti. Þannig gengu klögu- málin á víxl. Og slík klögumál áttu eftir að hljóma lengi. Þjóðfélagið tók ekki örum breytingum. En rúmum hundr- að árum síðar gerðust þau tíðindi, að vinnumenn hugðust efna til sam- taka um hagsmunsmál sín. Það var Sagan af því, þegar vinnumenn prestanna í Hrepp- ■ unum beitfu sér fyrir samfökum stéifarbræðra sinna, settu reglur um kjör sín og sendu Alþingi áskorun. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 369

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.