Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Qupperneq 11
Gísli Einarsson, annar forgöngumanna vinnumanna-
samtakanna í Árnessýslu 1881. Myndin var tekin,
þegar hann var um sextugt.
vinnumennina setja upp hátt kaup, en
í krónum og engu öðru, engum fóðr-
um, engum hjáverkum. Látum það
vera hundrað krónur . . . Þó má
það svo hátt vera einungis með því
skilyrði, ag þeir geri allt, sem gera
þarf, beri for og úr fjósi, mali og
sæki vatn, þegar þess þarf við og
ekki annað að geia, eyði ekki virk-
um dögum í útreið'ar í sínar þarfir,
liggi ekki svo dögum skipti á vet-
urna aðgerðalausir upp í rúmi . . .
Látum það heldur ekki lengur við-
gangast, að vér gjöldum þægri og
iðjusamn vinnukonu fjórtán til tutt-
ugu krónur í kaup. en lötum og óþæg-
um vinnumanni allt að hundrað krón-
ur. Látum þæ^ ekki gjalda þess, að
þæ*- þegja“.
Tveir aðrir 1óku til máls í ísafold
nokkrum vikum síðar, og var ann-
ar bóndi, en hinn nefndi sig Stein-
orm vinnumann. Bóndi taldi að sönnu
„aldeilis ótilhlvðiiegt, að hver vinnu-
drengur eigi liross og fé“ og kaup
vinnukvenna, sem margar hverjar
yn"u á við kar'menn, taldi hann fjarri
la?: Hann var og sammála austanvéra
um bað, að þungt væri undir því að
búa, er vinnumöímum væri goldið.
En hann rakti orsakir þess til þess
kaupgjalds. er annars staðar stæði
til boðá í þjóðfélaginu:
„Ag vísu er mörgum hjúum ábóta-
vant, og heimtufrekja þeima kann að
fara fremur vaxandi en minnkandi.
En hún mun vera nokkuð samfara
annarri heimtingu, sem hver frjáls
maður þykist oiga heimtingu á — að
lifa sælu og góðu lífi“.
Hjá Steinormi vinnumanni kvað
við annan tón:
„Það gegnir allri furðu, hvað
vinnumenn vorir taka meg þögn öll-
um þeim ummælum, sem blöðin hafa
að færa gegn þeim og yfirgangi
þeiira við bændur, en reyna ekki
til með eipu orði ag bera hönd fyr-
ir höfuð sér.“ Lýsti hann sök á fóðra-
fénaðinum á hendur bændum sjálfum.
Hann væri svo til kominn, að bóndi,
sem vissi af vinnumanni með fjöru-
tíu króna árskaup í annarri vist, byði
honum hærra kaup, fleiri fóður og
fleiri flíkur, og væri þá vinnumönn-
um svo farið sem öðrum, að þeir
vildu „sæta þeim kjörum, er geta
bezt fengið“ En þegar kæmi að því
að greiða kaupið. ætti bóndinn ekki
annað til þess að borga með en
horaðar kindur Við það yrði vinnu-
maurinn að sætta sig, hvort sem
ihonum líkaði betur eða verr.
Bóndinn rreisraði hann svo til þess að
vera annað ár í vistinni gegn lof-
orði um rífka kaupið næsta ár. Sag-
an endurtæki sig, og þannig fjölg-
aði fénaði vinnumanna gegn vilja
beirra. Stundum gengju bændurnir
jafnvel á það lagið að fá lán hjá
vinnumönnum sínum gegn loforði um
fé og fóður síðar. Af þessum lánum
væri aldrei greiddir vextir, frekar
en kaupi, sem illa gyldist, og fénað-
areignin reyndist vinnumönnunum
ærið völt, þegar illa áraði. Væri þeim
því sízt í hag að eiga margt fóðra-
fénaðar, enda væri hann sjaldnast til
kominn að þeitra vilja.
Annar vinnumaður tók til máls í
Þjóðólfi og halimælti austanvéranum
fyrir að „vekja óvild milli stétta“ og
kvað hann fara meg „illgirnislegar
ýkjur og hrcðalegar dæmisögur".
Saga hans væn „klunnalegur skáld-
skapur", og mætti hann vera þakk-
látur, ef hann yrði ekki krafinn
sannana á sögu sinni. Lézt vinnumað-
ur þessi ekki vita þess nein dtemi,
að hjú nyti alira þeirra hlunninda,
er austanvéri nefndi, auk kaups síns.
III.
í þessu andrúmslofti hófust þeir
Gísli og Jón Jónsson handa um
vinnumannasarntökin. Boðuðu þeir til
fundar allra vinnumanna í Hruna-
mannahreppi laugardaginn 2. júlí-
ínánaðar 1881. Skyldi hann haldinn
að Gröf, þar sem bóndinn hafði
leyft þeim fundarstað. Þeir, sem und-
irbjuggu funainn, höfðu komið ái
sinni vel fyrir borð. Bændur sveit-
arinnar höfðu fallizt á ag veita vinnu-
mönnum sinum levfi tjl þess að sækja
hann, og hefur þar sjálfsagt notið
atbeina einhverra, sem máttu sín
mikils. Er sennilegast, að það hafi
verið prestarnir, húsbændur - for-
göngumaiinanna, enda höfðu vinnu-
mennirnir einsett sér ag beita sér
gegn fóðrafénaðinum, sem bændiím
var mestur þyrnir í auga. En það bafa
þeir þó að sjálfsögðu gert með eigin
hag í hug, þótt það kunni að hafa
Framhald á 381. siðu.
T f M I N N — SUNNUÐAGSBLAÐ
371