Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Síða 13
varSveitt í handriti einu af riti Jóns lærða um hulin pláss, þótt vafasamt sé að eigna honum þær. „... Hann var haldinn margfróður. Einn sunnudag, sem hann prédikaði í Flateyjarkirkju og stóð í prédikun- arstólnum með mikilli alvöru að út- leggja fyrir sóknarfólkinu Evangelí- um, kom einn hrafn upp á gluggann vig prédikunarstólinn, skrækjandi með sínum hljóðum og kvaki, svo að ekki heyrðist orð af því, sem presturinn talaði, og þó nokkrir af sóknarmönnunum vildu hann í burt reka frá glugganum, var hann með þess hærri ofurhljóðum upp yfir sama glugga, svo prestinum gagnaðist ekki að prédika. Þegar það hafði lengi gengið og prestinum leiddist að heyra til krumma leingur, kallaði prestur út um gluggann til hrafns- ins með þessum svolátandi orðum, sem svo hljóða: „Éttu hann“. Strax það þeim orðum út töluðum flaug hrafninn burtu, síðan prédikaði presturinn eftir því sem hann hafði ásett sér. Og að þjónustugjörðinni endaðri spurði nokkur af kirkjusókn- armönnum. prestinn séra Árna, hvað það 'hefði átt ag þýða, þar hrafninn hefði hljóðað og krúnkað- svo ákaf- lega upp yfir prédikunarstólsglugg- anum, allt þangað til presturinn kall- aði út til hans. Séra Árni svaraði: „Ei var það nokkuð sérlegá merki- legt, en segja vil ég yður það. Úti- gaungusauðir yðar og mínir eru hér á eyju þeirri, sem kallast Höskuldsey og liggur ei lángt hér frá; þar átta ég von á einum hrút. Nú kemur þessi hrafn til mín og biður mig a^ lofa sér að éta au'gun og út kroppa á þess- um hrút, því hann segir minn sami sauður liggi þar dauður vestan til á eynni á einni lítilli klöpp, og vonum skjótara kunni þar flæða yfir. Hann vildi ei þagna, fyrr en ég gaf honum leyfi hér til, þá flaug hann í burtu. Nú kunnu þér að taka einn bát og róa þar heim og vita hvort ekki er svo, sem ég hefi yður nú sagt“. Þeir reru nú þángað sem presturinn hafði þeim til vísað og fundu sauð hans þar dauðan liggja. Sat á honum einn hrafn og kroppaði út hans augu.... Það héldu menn fyrir satt að þessi séra Ámi hefði skilig hrafnakvak“. Til er aðferð til að skilja mál fugla yfirleitt og veit víst einginn hversu gömul hún er, en hún mun komin til Norðurlanda sunnan úr löndum: Sé blandað blóði allra fugla saman, verður þar af ormur, og sá er étur af holdi þess orms mun skilja fuglamál. Önnur er sú ag taka skal smyrilstúngu, sem er blá, „og láta hana liggja í hunangi tvo daga og þrjár nætur; þegar hún er síðan borin undir tungurótum skilur sá fuglamál sem hana ber þar; en ekki má bera hana annars staðar í munn- inum, því sá fugl er eitraður". Enn er þetta bragð til að skilja fuglamál, og kemur hrafnsegg þar í góðar þarf- ir: Tak glænýti hrafnsegg úr hreiðri, sjóð það og legg volgt í hreiðrið aftur, og er hrafninn finnur missmíðin, þú sækir hann sér stein einn til að gera það hrátt aftur; þag er náttúrusteinn og er í eyju einni í Raugahafinu. Sé þessum steini haldið í munni, þá skil- ur maður fuglakvak. — En til þess að kunna og skilja hrafnamál sérstak- lega höfðu menn og ráð, og kemur fram í því sadistískur óhugnaður úr heimi svartagaldurs: , „Maður skal kryfja lifandi hrafn og taka úr hon- um hjartað, og geti hann flogið eða færzt þar á eftir um-^vö spor, er þeim gefið að skilja hr'afnsmál eftir það, sem hjartað hefpt" en annars ekki. Hrafnshjartað skaT maður hafa undir tungurótum sér’ á meðan mað- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 373

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.