Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Blaðsíða 17
sagði hann ofi. „Það er barátta er vont tíðarfar. alls konar pestir og varga. En þó er refurimn verstur af öllum plágum” Herferð'inni gegn vínviðarsýkinni var lokið, og nú var Daníel mest í mun að vinna bug á kvillum, sem hrjáð'u ávaxtatrén hans. Hann sneið af þeim visnar og skemmdar grein- ar og skóf af þeim mosa og spilltan börk, en Sylvia rak vírspotta inn í holur, þar sem viðarormarnir höfðu hreiðrað um sig. Loks kom Fílómena á vettvang og hvítþvoði stofnana. „Nú er trjánum óhætt fyrir því, sem á þau skríður af jörðinni", sagði Daníel. „En hvernig get ég vairið þau fyrir því, sem kemur af himnum ofan?“ Hann sá, að Ágústínus stóð við húsdyrnar og gerði að gamni sínu við Sylvíu. „Hvað er nú öðru nýrra?“ sagð'i Daníel við hann. „Gildran bíður egnd“, sagði mað- urinn frá Bergamó. „Og refurinn?" „Við veiðum hann í nótt“, sagði Ágústínus. „Ef menn gætu verið svona hand- vissir um endalok allra refa“, sagði Daníel. Ágústínus trúði honum nú fyrir þvi hvemig refurinn skyldi veiddur: „Katrín skrifaði honum og sagðist hafa aflað mikilvægrar vitneskju.Hún kom því svo fyrir, að þau mæltu sér mót við Ríva Píana, rétt við vatnið, klukkan níu í kvöld. Það er svo um talað, að þau hittist við gömlu kap- elluna. Eg ætla líka að vera þar við- staddur, ásamt tveim öðrum.“ „Heldurðu, að það ætti ekki að gera lögreglunni viðvart?" sagði Daníel. „Það væri heimskulegt. Ræðismað- urinn kæmist undir eins á snoðir um það, og refurinn myndi sneiða hjá gildrunni". Daníel svaraði ekki, Það var al- kunna, að fasistar áttu ítök í lögregl- unni. En hann var áhyggjufullur vegna þeirrar hættu, sem vofað gat yf- ir ítölsku flóttamönnunum. „Það ætti heldur að senda Tessína þangað“, sagði hann En Ágústínus andmælti þessu. „Það væri bara til þess, að fleiri yrðu í þetta flæktir," sagð ihann- „Þar að auki á það bezt við, að ítalsk- ur refur gangi í ítalska gildru". Þetta kvöld fór Daníel með lest- irmi til Lókarnó, Um tíuleytið lagði hann af stað meðfram vatninu í átt- ina til Saleggí, þar sem hann ætlaði að bíða eftir Ágústínusi, er gert hafði ráð fyrir að koma þangað og segja honum tíðindin. Klukkan vár orðin hálf-tíu, þegar maður kom til hans. Það var ekki Ágústínus, held- ur Lúkas. ítal’skur. húsgagniasmiður frá Mínúsíó. „Ágústínus meiddist dálítið i hendi”. sagði hann. „Hann gat ekki komið, þvi að hann vill láta sem minnst bera á meiðslunum". Daníel var a nálum. „Og hinn?“ spurði hann. „Hann var Játinn liggja þar, sem hann var kominn. Hann kom með tvo menn með sér, en þeir fóru burt á meðan hann talaði við Katrínu og sögðust koma aftur eftir að klukku- stundu liðinni Við biðum bak við kapelluna, þar til þeir voru horfnir í áttina til Navegna. Á meðan snökti Katrín og andvarpaði og rausaði ein- hverja markleysu. Hún margendur- tók það, að hún hefði ekki tamið sér að vera með nefið niðri í því sem hana varðaði ekki um, og vildi ekki skipta sér af því, sem henni kæmi ekki við. Hún gæti ekkert annað sagt honum en það, að byÞmgarritin, sem smygl- að væri til ítaliu, kæmu úr grámunka klaustrinu í Madonne del Sassó í Lókarnó. Daníel gat ekki að sér gert að hlæja, þegar hann heyrði þetta. „Ágústínus fór einn til hans, og við urðum eftir bak við kirkjuna", hélt Lúkas áfram“. Það var svo um talað, að hann notaði skammbyssu sína því aðeins, að hinn gerði sig líklegan til þess að skjóta að fyrra bragði. Ágústínus slangraði í áttina til hans, eins og hann væri þarna á ferli af tilviljun. Það var komið myrk- ur, og hann kveikti sér í sigarettu, þegar hann var kominn alveg að hon- um. Hann þekkti hann undir eins við ljósglætuna frá eldspýtunni. „Ha?“ sagði hann. „Hér sér maður þá gamlan kunningja. Þú ert ítalsk- ur njósnari!“ Hann fleygði sígarett- rmni frá sér og réðst á hann. Við komum fram úr fylgsni okkar, og Katrín tók til fótanna." „Skárust þið í leikinn?" „Þess þurfti ekki. Við vorum aðeins á vakki í kring, svo að enginn kæmi að þeim óvörum. Ágústínusi veitti undir eins betur. Hanin kom mannto- um undir sig og greiddi honum rokna- högg í hausinn. Það hefði nægt til þess að rota naut. Við vissum svo sem, hve fílefidur Ágústínus er, en okkur grunaði ekki, að heiftin væri svona mikil." „Þú manst líklega, að fasistarnir drápu bróður hans“, sagði Daníel. „Hvernig meiddist hann á hendinni?“ „Þrællinn beit hann. Hann læsti tönnunum í vinstri höndina á hon- um og vildi ekki sleppa takinu. Ágúst- ínus lét hinn hnefann '■íða á kjálk- ann á honurn, en það dugði ekki. Þá tók hann fyrir kverkarnar á hnnun- og kyrkli hann“. „Er hann dauður?" spurði Daníel óttasleginn „Það virðist vera“. „Þá verður Ágústínus að forða sér. Kannski er ráðlegast. að hann komi sér undir eins til Frakklands". Þegar Danie! hafði fengið þessar fréttir, afréð hann að vera um kyrrt í Lckarnó um nóttina og fara svo til Bellinzóna morguninn eftir. En hann vildi ekki láta konu sína og dætur óttast um sig Hann fór því inn í kaffihús og símaði heim til sín. „Það var heppni, að þú hringdir“, sagði Sylvía utidir eins. „Eg er búin að láta leita að þér um allar trissur." „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði Daníel felmtraður. „Það hefur ekkert komið fyrir okk- ur“, svaraði Sylvía. „En það varð bifreiðarslys hér rétt hjá — á vegin- um til Gordóla Einn mannanna stór- slasaðist. Læknirinn sagði, að það væri ekki gerlegt að flytja hann langa ieið, og það var gengið hér hús úr húsi til þess að biðja fyrir hann. Allir sögðu, að það kæmi hvergi til greina nema hjá okkur. Mamma vildi þó ekki taka við honum að þér fjar- verandi. En svo ég tók af skarið. Eg sagðist vera viss um, að þú neit- aðir ekki dauðvona manni um húsa- skjól í brýnni nauðsyn". „Auðvitað ekki“, sagði Daniel „Hvar liggur hann?“ „Á neðri hæðinni — í herberginu mínu,“ svaraði Sylvía. ,,Eg ætla að sofa hjá Lovísu" „Er maðurinn í lífshættu?" „Læknirinn vildi ekkert segja um það. Eg bauðst til þess að vaka yfir manninum, en hann sagðist ætla að senda hingað hjúkrunarkonu.“ „Hvaðan kotn þessi maður? Veiztu, hver hann er?;' „Hann er meðvitundarlaus enn“, sagði stúlkan. „En þetta hlýtur að vera rikur maður, því að læknirinn vildi borga mömmu fyrir fram“. „Heyrðu“, sagði Daníel. „Eg get ekki komizt heim í kvöld. Eg verð að gista í Lókarnó í nótt, og svo fer ég til Bellinzóna í fyrramálið, því að ég á þangað brýnt erindi. En það ætti ekki að koma ag sök. Þið gerið allt eins og lækmrinn segir ykkur og verðið ekki með neinar úrlölur" Daníel símaði aftur heim til sin morguninn efttr, því að honum lék hugur á að vita, hvort slasaði maður- inn var lífs eða liðinn. Lovísa kom í simann, því að Sylvía liafði farið í búð. „Eg held, ag maðurinn ætli að hjarna við“, sagði hún. „Það kom hingað hjúkrunarkona i nótt, en Sylvía vildi vaka yfir honum líka . . . Svo er læknirinn qýkominn". Daníel vildi fá að tala við hann. „Læknir“, sagði hann. „Þér skul- ug bara gera vður heimakominn. Mér þótti verst, að ég skyldi ekki vera heima, þegar þetta bar að“. „Eg lield, að maðurinn nái sér“, sagði læknirinn ..Hann er mikið særður á höfð: en ég hef sannfært mig um, að hann hefur ekki höfuð- kúpubrotnað. Eg slcal hlutast til um, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 377

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.