Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Page 21
TRYGGVI í Framhald af 368. síðu. kvöldig sáum viS allar dældir og dali fyllast af dún, svo að fjallatindarnir stóðu einir upp úr. Sólin hellti geisl- um sínum yfir þennan hvíta dún. Við stóðum stífir og horfðum á þetta. Engin orð gátu rúmað hugsanir okk- ar. Við héldum bara áfram að horfa og horfa. — Síðustu nóttina lágum við í snjóhúsi og héldum dýrðlega veizlu. Daginn eftir héldum vig nið- ur í Gnúpverjahrepp og komum til hans Högna í Laxárdal. Honum brá ekki mikið við komu okkar, en helvíti urðu sauðirnir hans hræddir, þegar þeir sáu þessi skrímsli koma. — Vissirðu um fleiri, sem höfðu farið þessa leig um hávetur? — Það hafði einn maður gert. Sturla Jónsson. Hann átti unnustu fyrir austan og lagði suður yfir öræf- in með hundinn sinn til þess að heim eækja hana. Hann komst til byggða við 'illan leik En hundurinn hans varð eftir. Hann lagði ekki í eitt fljótið. — En bar ferð ykkar tilætlaðan órangur? — Já, hún vakti mikla athygli á skíðaíþróttinni. Allir fóru að herma eftir okkur, og krakkarnir gerðu sér skíði úr tunnustöfum. Svo var sett af stað krónuvelta, peningarnir ultu inn og skálinn var byggður. Gamli Miiller hafði sitt mál fram. Gullnáman og gamli frændi — Þú talaðir áðan um demanta, en er ekki fullt af gulli í þínu landi? — Jú, það er gullnáma hérna rétt við Búrfell, svo sem stundarfjórð- ungs gang héðan. Það var gullleitar maður í Ástralíu, frændi minn Stein- grímur Tómasson, 'sem fann hana. Hann fann kvarts hérna árið 1909 og gull í því. Það var nú maður, sem MIÐDAL — passaði í strákakramið hérna. Þetta var hálfgerður villimaður og ævin- týramaður. Hann var allur alsettur spjótsörum; höndin kreppt og fótur- inn bæklaður eftir spjótsár. Hann varð að sitja í söðli vegna þessara sára. Hann var stórríkur, átti gull- námu úti í Ástralíu. Hann sagðist líka hafa skotið marga Svertingja. Þeir gullleitarmennirnir höfðu skotið svona einm og tvo Svertingja áður en þeir fóru að ,sofa á kvöldm til þess að fá svefnfrið á næturnar. Það köll- uðu þeir „að skjóta Svertimgja í mat- inn“. Hann smíðaði fyrir okkur strák ana alls konar vopn, meðal annars boomerang og kiastspjót. — Þetta var heljargarpur, karlinn. Einu sinni bauð mamma honum harðfisk á diski, en lét svo ummælt, að hann ynni víst varla á þessu. Jú, ætli það ekki, svaraði hann og beit skarð í disk- inn! Hann var ekki lengi hér. Það kom óyndi í hann. Hann sagði, að hér væri ómögulegt að vera Hér mætti ekki einu sinni drepa mann. Framhald af 371. síðu. verið látið í veðri vaka við bændur, að með því viidu þeir koma til móts við þá. Þeir hafa séð, að fjáreignin var völt og fóðrin sums staðar bæði dýr og naumt látið úti. Þrátt fyrir þetta sóttu ekki fund- inn nema seytján vinnumenn, og var því kennt um, að margir hefðu verið í ferðalögum fyrir húsbændur sina fundardaginn. Ef til vill bendir þetta til þess, að sumum bændum hafi ekki verið sérlega annt um fundinn, þrátt fyrir undanþágu þá frá vinnu, er vinnumenn höfðu fengið þennan dag, og sumum vinnumönnunum sjálfum jafnvel fundizt í mikið ráðizt og hliðr- Svo fór hann aftur til Ástralíu. Hann vildi endilega fá að eiga mig og hafa mig með, en af því varð ekki. Hann átti enga afkomendur úti og sennilega hafa eignir hans fallið undir ríkið. Eftir þetta skrifaði pabbi frænda okkar í Ameríku, og fyrir hans til- stuðlan var farið ag leita að gulli hér árið 1912. Englendingar unnu fyrst að þessum rannsóknum. Það var unnið hér dag og nótt og grafin göng inn í Búrfell og inn undir mel hjá Þormóðsstöðum, og voru göngin um 300 metra löng. En upp úr 1920 tóku þýzkir menn vig og unnu hér stanzlaust að rannsóknum í fjögur ár og höfðu marga menn í vinnu. Þeir töldu, að gullmagnið þarna væri það mikið, að það borgaði sig að vinna það við verri flutningsaðstæð- ur en hér væru fyrir hendi.Þeir fundu líka kopar, platínu og silfur á þssum sama stað. Kannski var það platínan, sem þeir girntust mest. Þéir voru það öruggir í þessari vissu, að þeir voru búnir að teikna verksmiðjur og mæla fyrir vegum. Föður mínum ætluðu þeir að greiða ákveðna fjár- hæð strax. En einmitt um þessar mundir urðu örlagaríkar breytingar í þjóðlífi Þýzkalands. Gengi þýzka marksins var breytt, og fyrirtækið varð gjaldþrota. Féllu þá allar fram kvæmdir niður um sinn. Én árið 1937 höfðu þeir aftur nág sér á strik og vildu byrja, þar sem frá var horfið. Þeir sóttu um leyfi íslenzku ríkis- stjórnarinnar, en hún synjaði þeim vegna þess, hve ástandið í heimin- um var ótryggt. — Og þar með misstirðu af milljón unum? — Það veit ég nú ekki. En faðir minn var að minnsta kosti orðinn spenntur, enda átti hann að fá tólf hluti í fyrirtækinu. Nú eru námu- göngin hrunin saman og allt er þetta gleymt. Fæstir Reykvíkingar vita um þessar guílnámur rétt við bæjardyrn- ar. — Bh-gir. að sér hjá þátttöku, þótt annað væri haft að yfirskini. Fundarmenn fóru sínu fram, þótt eigi yrði fundurinn fjölmennari en þetta. Var Gísli Einai-sson kosinn fundarstjóri og Jón Jónsson fundar- ritari. Síðan var setzt á rökstóla, og gerðu vinnumennirnir samþykkt í þremur liðum. í fyrsta lagi skyldu þeir, sem ættu ær og lömb, selja þann fénað svo fijótt sem við yrði komið, en kaupa í staðinn sauði, er eftirleíðis skyldi vera eini fóðrafénaðurinn, sem vinnu- menn í Hrunamannahreppi vildu eiga, „þar eð það er þeim arðmeira, en bændum léttai-a". Bak við þetta „Beggja skauta byr". — Hér hafa þeir dregið segl aS húni á sleSanum. Við fremrl sleðann er hjól, sem sést á miðri myndinni, ef vel er að gætt. Það er af venju- legu reiðhjóli, en i sambandi við það var kilómetramælir. „Við fengum hörku- siglingu á Hreppamannaafrétti", — segir Tryggvi. Vinnumannasamtök í Hreppum - T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 381

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.