Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Side 2
í glaðlegum bjarma frá sedrusvið- lareldi sátu þrír menn og töluðu sam- an alvöruþrungnum rómi. Kvíðnum augum og svipharðir háðu þeir bar- áttu við sinn eigin ótta. „Var nokkur ástæða fyrir Nickey til þess að halda, að hann hefði gert það?“ spurði Parker allt í einu. „Hvað — drepið Hugh?“ hreytti Wyneh út úr sér háðslega. „Ég gæti svarið, að hann gerði það ekki. Við borðuðum miðdegisverðinn okkar saman í Temple, áður en hann byrj- aði að mála. Ég þekki Nickey1. Öldruðu mennirnir tveir litu vork- unnlega á hann. „Það geri ég líka", sagði Mason hæglátlega og lét glamra í pípu- munnstykkinu mi'lli tanna sér. „Þá veiztu, að hann gerði það ekki“, fullyrti Wynoh æstur. „Ég segi þér, að bg veit það ekki“, endurtók Mason þrákelknislega. Hin- ir litu á hann tortryggnir, og Wynoh kreppti hendurnar um stólarmana. Hvað?“, hrópaði hann, en Mason svaraði ekki. Parker laut áfram og ræsikti sig. „Við hérna erum allir vinir Nic- keys“, sagði hann sefandi röddu. „Einlægir vinir, en þú ert sá eini af okkur, sem varst með honum þetta kvöld, Mason — varst með honum allan tímann. Þú varst Iíka viðstaddur réttarrannsóknina á eftir, út af vesl- ings Hugh“. Hann þagnaði til þess að bæla nið- ur geðshræringuna i rödd sinni. „Við vitum, hver var úrskurður líkskoð- arans, en segðu okkur hreinskilnfs- lega, hvað gerðist?" Andrúmsloftið var þvingað. Mason fann spyrjandi augnaráð þeirra hvíla á sér, en hann leit ekki upp. Hann fyllti pípuna sína á ný. Svo leit hann á þá. „Jæja, ég skal segja ykkur það“, sagði hann þreytulegum rómi. „Þá getið þið dregið ykkar eigin álykt- anir. Sjálfur get ég það ekki, en — ég verð að segja þetta fyrst til þess að skýra afstöðu mína. Ég hef byggt upp starfsþjálfun mína — það sem hún nær — “ hann visaði því kæru- leysislega á bug, að hann hafði heið- ursmerki cg riddaratign —, „með því að vinna sannanir úr staðreyndum. Það er „hin konunglega ICið“ lag- anna — svo að ég er ekki maður, 'Scin auðvelt er að vefja um fingur sér eða fylla af hégil'jum". „Daginn, sem Huntsby-málið fékk svo skjótan og dramatískan endi, varð mér það ljóst klukkain sex, að ég át'ti, aldrei þessu vant, frí, það sem eftir var kvöldsins. Ég var á lausum kjala, of þreyttur til að nenna að hafa fataskipti, svo að ég smeygði mér inn á veitingahús og borðaði einn. Það var skammt liðið á kvöldið, þeg- ar ég hafði lokið við að borða, svo ég reikaði inn á „The Mall“ og braut heilann um, hvert halda skyldi, þegar mér allt í einu datt Nickey í hug. Ég hafði ekki séð hann óralengi, svo ég hoppaði upp í strætisvagn. Þú heim- sóttir hann, Wynch, gerðirðu það ekki?“ Wynch kmkaði kolli. „Hann bjó í sama húsi og Hugh“, tautaði hann. „Já, Hugh bjó beint uppi yfir Nic- key. Vinnustofa hans var beint uppi yfir setustofu Nickeys. Munið það. Það er mikilvægt atriði. Hjá Nickey var maður, Oharles Somares að nafni. Ég hafði ekki séð hann áður. Við- feUdinn piltur, með drengjalegt bros. Jæja, Nickey var í bezta skapi. Að því er virtist höfðu þeir verið að stríða Hugh, og hánn hafði reiðzt. Hótaði að kæra eða eitthvað í þá átt, — það var líkt honum, — og síðast hafði hann rekið þá út og lokað sig inni. Við þrír sátum og spjölluðum um síðustu mynd Nickeys — nútima Dante og Beatrice. Hann var nýbú- inn aff kaupa nýja „gínu“ í fullri lik- amsstærð, með ótal liðamótum. Nic- key var mjög hrifinn af henni. Sýndi okkur, hvað hægt var aff gera með hana og setti hana í alls konar stellinigar. Þeir eru farnir að gera þessa hluti svo vel úr garði nú orðið, að þeir virðast næstum vera lifandi. í sama bili var dyrabjöllunni hringt, og Nickey fór sjálfur til dyra. Það var pakki, sem litlum drengaum- ingja hafði verið fallð að koma til skila á leiðinni heim til sín. Hann hafði villzt og var 'grátandi. Þið vitið, hvað Nickey er hrifinn af börnum. Hann fleygði pakkanum á borðið, þaut fram og aftur í leit að kökum og ávöxtum, gaf drengnum allt hand- bært skotsilfur sitt og nokkuð af mínu, og sendi hann síðan heim í bfl. Þegar hann kom inn aftur til þess að athuga pakkann, kom í ljós, að hann var alls ekki til hans. Hann var merktur Hugh. í myrkrinu hafði drengurinn mislesið númerið. Niekey fannst þetta ákaflega fyndið. Hanu hugsaði sér Hugh bíða þolinmóðan eftir rúmleistum og brjósthlífum. Hugh með froskaugun bak viff þykk gleraugun var svo tilvalinn maður ’Jl þess að erta. Hann átti ekki til snefil af kímni. Hugsið ykkur mann, sem ætlar að verða skurðlæknir og þolir ekkj að sjá blóð. Þá datt Nickey snja-llræði í hug. Hann stakk upp á því, að við opn- uðum pakkann og sendum Hugh ein- hver gömul stígvél og rusl, og áffur eh við gátum hindrað það, hafði hann skorið sundur bandið. Innan í papp- ímum var gömul bók, forneskjuleg skræða, mygluð og gul af elli. Hann fletti blöðunum með viðbjóði, gat ekki lesið nokkurt orð og rétti ekkur hana síðan. Ég hélt, að hún væri kínversk, bókstafimir virtust svo leyndardómsfullir, en Somers, sem virðist vera sérfræðingur í dauðum tungumálum, fylltist áhuga og tók bókina á hné sér. „Það er sanskrit’-, tilkynnti hann, „hið forna og helga tungumál Indverja. Drottinn minn! Það er um djöfladýrkun“. „Djöfladýrkun!“, hrópaði Nickey, „ég vissi ekki, að neitt slíkt væri til“. Somers sagði, að þegar hann var í Bombay, hefði fakír nokkur sagt hon- um, að furðulegir hlutir ættu sér stað í hjarta Himalajafjalla af völd- um „djöfla-dýrkenda. Á meðan hélt hann áfram að fletta blöðum bókar- innar, sem öll voru með hundseyrum. „Nei, heyrið þið mig nú“, hrökk allt í einu út úr honum. „Þessi bók er einmitt sú rétta — ákveðnar reglur um, hvernig eigi að iðka djöfladýrk- un. Hún gefur raunverulega formúl- una fyrir því, hvernig hægt sé að reka eða kasta sál manns úr úr lik- ama hans.“ Við Nickey hlógum. „Það er þó ekki alvara yðar, að þér trúið slíkri endileysu?", sagði ég. „Ég veit ekki“, svaraði hann var- færnislega. „Skal ekkert segja um það. Ef helmingurinn af því, sem gamli maðurinn sagði mér, er satt“ —. Og hann hélt áfram að ráða rúnirnar, ug Nickey laut yfir öxl hans og horfði á. „Heyrðu, Mason”, hrópaði Nickey, „látum okkur halda tilraunafund, eða hvað það er nú kallað, og framkvæma smávegis særingar upp á eigin spýtur. Köllum gamla manninn fram — hvað segir þú, Charhe?‘ Ég hélt, að Nickey væri genginn af göílunum og sagði honum það. En ef hann fær einhverja flugu í höfuðið, 410 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.