Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Page 6
:
þar sjá, að við tröll væri að eiga, en
ekki menn. Var nú gert vopnahlé með
kossum og faðmlögum, enda hafði
bróðurþel trúarinnar vaknað, er ket-
illinn splundraðist á þiljunum.
„Gullni þráðurinn" sigldi niður
Rauðahafið. Sú ferð var jafn brjálæð-
isleg og upphaf hennar. Þeir vörp-
uðu akkerum við strendur, þar sem
djöfullegir óvinir leyndust, börðust
við Bedúina, strönduðu á kóralrifi.
Burton gat sér mikinn orðstír meðal
pílagrímanna, er honum tókst að
losa skipið með því að notfæra sér
flóð á réttu augnabliki. Skipið losnaði
og rann beint upp á næsta sker. Eng-
in verkfæri voru til á skipinu af
neinu tagi, engin varasegl, ekkert sem
að gagni mætti koma. Skipið losnaði
þó aftur, en pílagrímarnir tóku rétt-
lætið í sínar hendur og kaghýddu
skipstjórann. Síðan var ferðinni hald-
ið áfram. Þannig komst skipið til
'hafnarborgar Medína. Þar dvaldist
Burton um tíma, en hélt svo í gegn-
um borgarhlið Yambu, hafnarborgar
Medína út á eyðimörkina í áttina að
hæðum nokkrum, en að baki þeirra
var hin margheilaga borg Medína. —
Úlfaldarnir í lest pílagríihanna voru
tvö hundruð að tölu og báru ýmist
kornmat eða pílagrím á hnúðum sín-
um. Sjö tyrkneskir hermenn fylgdu
þeim til verndar gegn þjófum og bóf-
um eyðimerkurinnar. Á sjötta degi
ferðarinnar réðust ræningjar að þeim
í þröngum dal með ópum, óhljóðum
og skothríð. Þeir vörðust af mikilli
hörku, en tólf menn féllu, áður en
árásinni var hrundið. Afram hélt ferð
in. Sumir fengu sólsting og dóu og
voru grafnir í eyðimörkinni. En að
lokum blasti Medína við augum
þeirra.
Lýsingar Burtons á þessari sögu-
frægu borg eru með eindæmum ná-
kvæmar og litríkar. Það hefur ekkert
farið fram hjá vakandi augum hans.
Athuganir hans bera hinum ástríðu-
fulla þekkingarþorsta hans vitni, frá-
bæru minni og athyglisgáfu, sem vart
átti sinn líka. Og allan þennan tíma
ferðast maðuirinn um í dularklæðum,
vitandi það, að minnstu mistök gætu
kostað, að upp um hann kæmist, og
þar með væru dagar hans taldir. Hann
dvaldist i rúman mánuð í Medína.
Þaðan hélt hanu í hópi sjö þúsund
pílagríma í átt til Mekka yfir öldur
eyðimerkurinnar, æðisgenginn hiti sól
arinnar í hverri frumu, — rykið og
þorstinn voru förunautar þessara
furðulegu manna, sem lögðu á sig
allt þetta erfiði til þess að geta lof-
að spámanninn í borg hans, Mekka.
Eftir níu daga ferðalag komu þeir til
„Dalsins“, Al-Zaribah. Þar köstuðu
þeir hinum ytri fötum sínum, þvi að
hér var hinn útvaldi staður. Nú var
hin eiginlega pílagrímsganga hafin.
— Þeir böðuðu sig og báru á sig ilm-
smyrsl, klæddust síðan ullarkyrtlum
og rökuðu hár sitt. Úr þessu máttu
þeir ekki skerða hár á höfði sínu, ekki
raka skegg sitt, ekki angra dýr eða
flugur, sem leituðu á þá, ekki slíta
grös eða lauf. Þeir máttu ekki deila
eða láta sér illyrði um munn fara:
Þeir voru pílagrímar á vegum hins
heilaga spámanns, Múhammeðs, og
látlaus köll þeirra bárust út yfir eyði-
mörkina, sjö þúsund radda hljómur:
Labbayk, Labbayk — hér kem ég,
hér kem ég!
Þeir voru helgir menn, helgir í
augum hver annarra, en ekki allra.
— Skothvellir rufu samradda hljóm-
inn úr börkum þeirra.
Blár púðurreykur liðaðist upp á
bak við klettana við stíginn, þar sem
pílagrímarnir gengu, berskjaldaðir og
vopnlausir. Æði greip um sig meðal
þeirra. Þeir æddu hver um annan
þveran meðan byssur ræningjanna
sungu sinn feigðarsöng. Hestar, úlf-
aldar, múldýr þutu í einn hnapp og
stífluðu fjallaskarðið, þar sem píla-
grímarnir voru staddir; hnegg hest-
anna blandaðist veinum og gráti
kvenna og barna, og skothríðin buldi
á hópnum. Pílagrímurinn Burton gat
sér eigi lítinn orðstír í þessari orra-
hríð: Hann settist niður mitt í öllu
kúlnaregninu innan um særða menn
og dauða og tók til að snæða, rólegur
og svipbrigðalaus, — aðrir æddu um
sem sturlaðir væru. Að lokum tókst
hermönnunum, sem voru pílagrím-
unum til verndar að hrinda árás ræn-
ingjanna og reka þá á flótta. Þá veittu
menn athygli þessum rólega og
æðrulausa pílagrím: — Allah! Hann
situr og snæðir, sögðu menn furðu-
lostnir.
Þegar þeir tóku að nálgast hina
helgu borg, Mekka, sem hafði verið
vonarstjarna þeirra alla þessa löngu
leið, urðu þeir æstir og eftirvænting-
arfullir og hröðuðu förinni sem mest
þeir máttu — sjö þúsund manns,
ungir, gamlir, konur, börn. Og loks
sáu þeir hana í stjörnuskini suðurs-
ins, þar sem hana bar við kvöldhim-
ininn eins og dökkan skugga, — eyði-
mörkin að baki.
Burton lýsir Mekka með sömu ná-
kvæmninni og alúðinni sem hann
hafði áður lýst Medína. Hann lýsir
þessari borg, sem allt fram á síðustu
áratugi hefur nær staðið í stað —
nema nú eru sumar byggingarnar í
borginni hærri en þær gömlu, akr-
ar teygja sig út frá henni og Hús All-
ah, sem teygir alla þessa pílagríma
ár eftir ár yfir eyðimörkina. Hús All-
ah, sem er kjarni Mekka og geymir
leyndardóm hennar, er stendur dýpri
rótum í fortíðinni, en sjálf Múham-
meðstrúin.
Húsið er kallað Kaabah og er höf-
uðtákn Múhammeðstrúarinnar. Þang
að snýr Múhammeðstrúarmaðurinn
sér, þegar hann biður bænir sínar. í
bænum hans er aðeins til sú hin eina
átt, — að Kaabah, að Mekka. Þetta
er aflöng steinbygging, óholuð inn-
an. Hún er um átján skref á lengd,
fjórtán á breidd, og hæð hennar er
12—14 metrar. Sagan segir, að Abra-
ham, ættfaðir ísraelsmanna, Rafi
reist þessa byggingu og efnið í hana
sé sótt til allra fjalla heimsins nema
Svörtu fjalla í Algier. Yfir það var
breitt þungbúið áklæði, og pílagrím-
arnir þrýstu brjóstum sínum tárfell-
andi að því. Hættur eyðimerkurinnar,
hin langa og erfiða ganga gerði geðs-
hræringu þeirra taumlausari, bænir
þeirrá magnaðri.
Burton tók þátt í öllum þeim trú-
arathöfnum, sem hin heilaga borg
hafði að bjóða heiðvirðum Múham-
meðstrúarmanni. Hann gekk sjö sinn
um umhverfils Kaabaih, þrisvar sinnum
hratt og fjórum sinnum hægt. Hann
ii
Þetta voru stórir, hálfnaktir villimenn, sem stóðu eins
og myndastyttur. Hver þeirra héltum digurt spjótskaft,
sem stóð í gólfi, en sjálft spjótsblaðið var á stærð við
skóflublað. Burton var ákveðinn að hlaupa til amírs-
ins og þrýsta byssuhlaupinu að hausnum á honum.
414
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ