Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Síða 19
FATLAÐUR MAÐUR I GONGUM
Veturinn 1926 varð ég fyrir því
að fá meinsemd í vinstra hné, með
þeim afleiðingum að gera varð á mér
staurfót. Átti ég í þessu í tvö ár og
var mest í sjúkrahúsi. Þegar ég var
að mestu orðinn góður, var ég að
komast á þann aldurinn, að ég varð
að hugsa um framtíðina. En hvað gat
örkumla maður gert? Jú, reynt að
læra einhverja handiðn. En hvert
stefndi hugurinn? Það var óráffin
gáta, eins og títt er hjá unglingum.
Mér fannst sjórinn kalla, en hvað
átti ég þangað að gera, fatlaður mað-
ur, enda margir um hvert pláss, sem
losnaði. Einhver hvíslaði því að mér,
að gott væri fyrir mig að læra skó-
smiði. Braut ég heilann um það lengi
vel, hvort ég ætti að fara út á þá
braut, og komst að þeirri niffurstöðu,
aff það væri sama, hvað það væri, sem
ég lærði, ef ég gæti á annað borff
séff fyrir mér og þyrfti ekki að vera
upp á aðra kominn. Og ákvað ég að
fara ag leita fyrir mér, og þaff er
skemmst frá að segja, að ekki einn
einasti skósmiður i allri Reykjavík
taldi það fært að taka nema, því að
útlitið væri svo slæmt á því herrans
ári 1929.
Hvaff var nú til bjargar? Reyna
eitthvag annað. Með einhverjum
hætti gat ég safnað fimm krónum,
og setti auglýsingu í Visi og Morgun-
blaðið í því skyni að reyna að komast
aff einhverju handverki, en allt án
nokkurs árangurs.
Nú fannst mér syrta í álinn. Þá
var hvergi hjálp að fá, engar trygg-
ingar og enginn félagsskapur fyrir
fatlaða. Fór óg nú að reyna að stunda
eyrarvinnu og var við það veturinn
1929—1930. Fékk ég dag og dag, ef
mannekla var, sem þó var sjaldan.
Kom það ekki ósjaldan fyrir, er ég
bað am vinnu, aff svarið var:
,.Ég hef nóga óhalta menn“.
Vi ■ því engin furða, þótt ég væri
s\ ;' -.n á framtíðina. Oft lá við,
að ég missti kjarkinn og gæfi allt upp
á bátinn. En þá var það um vorið
1930, að ég réffist vinnumaður vestur
á Mýrar að Grímsstöðum í Álftanes-
hreppi hjá Tómasi Hallgrímssyni.
Nú birti yfir hug mínum, því að
ég var kominn burtu frá þeim, sem
oftast minntu mig á, að ég var ekki
gjaldgengur á vi'nnumarkaðinum.
Á jólaföstunni 1934 fór ég ásamt
Pétri Þorbergssyni í Syðri-Hraundal
í eftirleit. Var það siffur, að tveir
■menm voru sendir inn. í fjall eftir
veturnætur að hyggja að, hvort eftir-
legukindur væru þar. Voru þetta skil,
sem voru lögð á, og kom þaö alltaf
niffur á búunum í Hraundal og Gríms-
stöðum að láta menn í þessa leit. En
nú er þessi leit lögff niður fyrir nokkr
um árum. Var það venja, að haga svo
til, að fullt tungl væri og hreinviðri,
því ag ekki var á dagsbirtuna að
treysta. Þetta umrædda haust voru
sífeldir umhleypingar, svo að aldrei
gaf í fjallið. En í fyrstu viku jóla-
föstu setti hann niffur talsverðan snjd
og birti til með nokkru frosti. Þá var
það einn dag, að Pétur kom suður að
Grímsstöðum og vildi nú grípa tæki-
færið og nota veður og birtu, því að
nú var tungl fullt, en ekki góð færð,
því að snjórinn lá jafnfallinn yfir allt.
Því var talsverð hætta á vondu veðri
ef hvessti, — þá var óðar kominn
blindbylur. Nú var úr vöndu aff ráffa.
Húsbóndinn ekki heima og enginn
karlmaður nema íatlaður maður. —
Spurffi Pétur mig, hvort ég vildi koma
með sér, og ég var þess albúinn,
enda upp á mitt bezta, 21 árs og
ófyrirleitinn og hafði farið í flestar
haustleitir síðan 1931. En fyrsta
haustið hafði ég ekki verig tekinn
gildur. Bjó ég mig nú út með nesti
og nýja skó og lagði á Molda gamla.
Síðan fór ég út að Hraundal um
kvöldíð til þess að geta sofið lengur,
því að þaff var ákveðið að fara
snemma af stað, svo ag viff yrðum
komnir á kindaslóð, þegar sauðljóst
yrði.
Lagt var upp klukkan tæplega þrjú
um nóttina. Var þá stafalogn og glans
andi tunglsbirta, en mikiff frost. Var
nú stigið á bak og haldið inn í fjall,
en ekki var hægt að ríffa lengi, því
að kuldi sótti á mann. Fór ég að naga
mig í handarbökin fyrir að taka ekki
heldur skíðin mín en klárinn, því aff
snjór var aldrei minni en í hné. En
hvað um það, vig mjökuðumst þetta
hægt og rólega og hvíldum okkur
öðru hvoru á klárunum, en gengum,
þegar kuldi sótti á okkur. Við kom-
um inn að fjallhúsi klukkan rúmlega
sjö, fengum okkur bita og bræddum
snjó til þess aff. hita okkur kaffisopa.
Eftir skamma dvöl í fjallhúsinu var
var haldið áfram inn að Múlabrekku.
Þar ætluðum við aðá skilja klárana
eftir. Þegar þangað kom, sprettum
við af þeim, en vorum ekki sammála
um, hvort hefta skyldi þá eða ekki.
Vildi ég hefta klárana, en Pétur taldi
þaff óþarft, því að þeir mundu ekki
hreyfa sig í svona miklum snjó. Skild-
um við eftir þær flíkur, sem við töld-
um okkur ekki þurfa, því að ekki var
nein veðurbreytíng sjáanleg, enda
hafði veðurstofan spáð stilltu veðri,
en harffnandi frosti. Reyndist sú spá
rétt. Er við skildum við klárana, var
orðiff albjart. Héldum við upp á há-
Langavatnsmúla, sem leið liggur. —
Þótt móðurmálið sé þjált og orffgnótt
þess mikil, þá varð maður orðlaus yfir
þeirri kyrrð og egurð, sem blasti við,
er viff komum upp á Langavatnsmúla,
hún gleymist aldrei. Ekkert rauf
kyrrðina nema marrið undan fótum
okkar. Ekki sást á dökkan díl og
ekkert líf. Ekki einu sinni snjótittl-
ingur, hvað þá rjúpa. Og hrafninn
hefur vitað, að ekkert var td fanga
imni á öræfum og því ekki Iagt leið
sína þangaff. Einu merkin eftir lifandi
veru voru spor eftir lágfótu, sem
lagt hefur leið sína þarna inn í þeirri
von, að einhver sauðkindin væri svo
sauðheimsk að vera að flækjast inn
í fjalli um þetta leyti árs. Nú var
sólin komin upp og gerði þá ofsalega
snjóbirtu, svo ag við vorum nálega
blindir. Stönzuðum við td þess að
skyggnast ura, en allt virtist ronna
í eina heild. Vissum við fikki fyrr
en við vorum komnir á fljúgandi ferð
niður í gil eitt, sem er í Langávatns-
múla að sunnanvárðu, rétt við vatns-
endann. Skipti það engum togum, að
við vórum komnir ofan í dúnmjúkan
snjó. Við sáum strax í hverju það
lá, að við álpuffumst niffur í gilið.
Ástæðan einíaldlega sú, að vegna
snjóbirtu tórim við of nærri gil-
barminum, og nýsnævi, fem lá oi'an
á harðfen ainu, sprakk undan fótum
okkar, svo að við fengum fyrirhafnar-
litla ferð niður gilið. En það var ekki
eins gott að komast upp úr því. Við
urðum að höggva okkur spor með
broddstöíunum okkar til þess að geta
komizt upp. Héldum við svo sem leið
liggur inn í Hafradal. En það er dal-
ur, sem liggur vestur frá Langavatns-
dal. En ekkert kvikt var þar aff sjá,
og engiri merki þess, að kind-
ur hefðu þar veriff. En vissara
þótti okkur að fara inn í Fossdal, sem
er inni undir leitarmörkum Álfthrepp
inga og Hörðdæla. Ekki urffum við
nems varir þar, og var nú haldið til
baka aftur. Lögðum við nú leiff okk-
ar niður Langavatnsdalinn og ætluff-
um að létta okkur ferðina með því að
ganga eftir Langavatni, því að v'ð
HANS MEYVANTSSON:
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
427