Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 4
með áhlaupi Skorzenys. Skorzeny var rétt kominn fram í biðstofuna, þegar aðstoðarforinginn kom og sagði honum að fylgjast með sér til hins nýja yfirmanns hans, Students hershöfðingja. Þetta reynd- ist vera glaðlegur og viðkunnanleg- ur maður. Þeir höfðu vart heilsazt, þegar Heinrioh Himmler kom skyndi- lega inn í herbergið til þeirra. Hann vildi aðeins gefa þeim nánari skýr- ingar á verkefni þeirra: „Enginn, hvorki í Þýzkalandi eða Ítalíu, hefur minnstu hugmynd um, hvar svika- stjórnin hefur falið Mussolini", sagði hann. — Hann áleit, að samningar um afhendingu Mussolinis til enska hers- ins á Ítalíu væru þegar hafnir. Hann nefndi enn fremur fjölda ítalskra stjórnmálamanna og aðalsmanna, sem hann áleit trúa Þýzkalandi og gætu aðstoðað við leitina. Skorzeny tók upp vasabók og ætlaði að skrifa hjá sér nöfn þessara manna, en Himmler hvæsti: „Burt með penna, — hafið þér ekkert minni. Þetta er leynileg fyrirætlun“! — Þegar Himmler hafði talað í 40 mínútur, afsakaði Skorzeny sig og fór til að hringja í Radl og gefa honum fyrirskipanir. Hann skipaði honum að sjá svo um, að her- flokkurinn væri reiðubúinn til brott- farar morguninn eftir. í förina skyldi hann velja fimmtíu menn, og ættu sem flestir þeirra að tala ítölsku. Hann gaf honum einnig fyrirmæli um að útvega léttan hitabeltisklæðnað, borgaraklæðnað, senditæki, hand- sprengjur, vélbyssur, sjúkrabúnað, ítalskan gjaldmiðil, prestshempur, sem hægt væri að nota sem dular- gervi, háralit ýmiss konar, fölsk vega- bréf o.s.frv. Morguninn eftir flugu þeir Student hershöfðingi og Skorzeny til Ítalíu í einkaflugvél hershöfðingjans. Flug- maður hans hét Gerlach og átti eftir að koma mjög við sögu þessa máls áður en lauk. — Þrem dögum eftir að Skorzeny var kominn til Rómar, kom fimmtíu manna hersveit hans, vel upp lögð og reiðubúin til aðgerða. En Skorzeny tilkynnti hersveitinni, að hún yrði að sýna þolinmæði, þar til hinn rétti tími rynni upp. Leitin að Mussolini var að sjálf- sögðu samstundis hafin. Vel þjálfað fólk úr leyniþjónustu Þjóðverja lagði sig allt fram til þess að komast að, hvar „II duce“ var niður kominn. En allt sem varðaði fangelsun Mussolinis var vafið þoku, fölskum upplýsingum og villusporum. Skorzeny varð fljót- lega ljóst, að ítalskir ráðamenn höfðu haft eitthvert veður af fyrirætlunum um frelsun Mussolinis. Með hverjum deginum sem leið varð erfiðara að fá nokkrar haldgóðar upplýsingar um hvað á daga Mussolinis hafði drifið. ítölsku herlögreglumennirnir, sem höfðu tekið Mussolini höndum 25. júlí, höfðu fjarlægt hann frá Villa Savoia, og ekki var unnt að fá minnstu vis- bendingu um, hvert þeir höfffu farið með hann. Þýzka leyniþjónustan vann dag og nótt og tókst fljótlega að koma á samvinnu við ítölsku hafnarlögregl- una: Það voru nefnilega talsverð lík- indi fyrir því, að ítalska stjórnin kæmi Mussolini fyrfr á einhverri lít- illi eyju, þar sem tiltölulega auðvelt værf aff fylgjast með allri umferð. Skorzeny var að því kominn að láta hugfallast. Þrátt fyrfr geysimikla fyrfrhöfn, fengust lengi vel engar upplýsingar, sem mögulegt væri að hafa gagn af. Loks komst fréttaþjón- ustan á sporið: Henni barst í hendur ástarbréfs fhalsks hermanns, er sagðl henni, að hann væri varðmaður á eynni, þar sem Mussolini væri fangi. Þetta var eyjan Ponza, sem var um fimmtíu kílómetra frá ströndinni, miðja vegu milli Rómar og Neapel. Meðan fréttaþjónustan beindi athygli sinni sem ákafast að Ponza, drakk einn ærlegur ítalskur liðþjálfi sig Flugvélin meö „II duce’4 innanborðs 460 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.