Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 8
Kýr bónda nokkurs í nágrenni Oxford hafði oröið sjúk. Blóð dropi úr henni var sendur til de la Warrs, myndatökutæki hans stillt á formúlu fyrir meltingarfaeri kýrinnar og myndtekin. Efri myndin sýnir orkusviöiö, sem byggir upp magann. Ljósu blettirnir tveir eru aðskotahlutir, sem tæki de la Warrs ákvörðuðu sem stein og vírspotta. Kýrin var skorin upp og efri myndin sýnir það, sem í Ijós kom: Steinn og vírspotti. sök byggingar hinna efnislegu líf- færa okkar og starfseiginleika þeirra. Mótparturinn er sú uppspretta, sem færir lífið og heldur því við og er óháð tíma og rúmi. Þar sem faún er óháð rúmi, er ekki hægt að staðsetja hana, og þar sem hún er óháð tíma, er hún ekki undirorpin hrörnun. Óefnisleg tengsl eru milli líffæra okkar og hinna andlegu mótparta þeirra. Ef þessi tengsl veikjast af einhverjum orsökum, getur tilsvar- andi líffæri ekki framkvæmt starf sitt með fullnægjandi hætti, og slitni tengstin, mun líffærið deyja, sem þýðir, að nauðsynleg starfsemi þess hæltir. Þar sem þessir mótpartar líf- færa okkar framkvæma markvisst starf, verður að líta á þá sem stað- festingu aiheimsvitundar, og líffærin eins og við sjáum þau verða þvi að skoðast sem staðfesting í hinum efn- islega heimi á þessari alheimsvitund. Okkar eigin vitund er í stöðugu sam- bandi við alheimsvitundina, og þannig getur okkur skilizt, að þegar vitund okkar verður fyrir áhrifum með vel til föllnum faætti, verða tengslin milli líffærisins og hins óefnislega mót- parts þess nánari og áhrifameiri. Árangurinn af „góðu“ eða sterku samfaandi milli lifandi orkusviðs í sjúku l'íffæri og hins andlega og óskemmda mótparts þess getur ef til vill faaft í för með sér enduruppbygg- ingu á fainu efnislega líffæri og starfseiginleikum þess, sem myndi þá þýða — lækningu". — Óneitanlega er líkingin milli kenninga Strombergs og niðurstaðna de la Warrs óvefengjanleg, og ef WSÖTVANIR DE LA WARRS . var getið : síðasta blaði, að <ir. Abrams hefði á sinum tíma hald- ið því fram, að flestir sjúkdómar stöfuðu af truflun á bylgjutíðni geisla mannslíkamans, og sagðist hann hafa fundið upp tæki, sem leiðrétti þessar truflanir og læknaði þar með við- komandi sjúkdóm. — í dag stendur fjöldi tækja hlið við hlið í Delawarr- stofnuninni, samkvæmt frásögn Poul Goos, sem annast fjarlækningar á mönnum og dýrum bæði í Englandi og fjarlægum l'öndum. í hverju tæki er blóðdropi úr viðkomandi sjúklingi og í gegnum orkusvið hans eru send ir geislar, sem leiðrétta truflanir á orkusviði likama sjúklingsins og lækna þar með sjúkdóminn. Til skýringar verður hér að vitna i orð de la Warr sjálfs, en hann seg- irj „Rannsóknir okkar fram til þessa dags á þessu nýja sviði hafa sann- fært mig um, að við fáumst alls ekki við efni í hinu „sekundera“ eða efn- islega formi. Sú staðhæfing hefur meira að segja komið fram, að við fáumst við annan „líkama'1, — hinn óefnislega mótpart okkar eða „ljós- vakalíkama“. Sé þetta rétt, getur það leitt til þess skilnings, að þessi „mót- parts-veruleiki“ hafi áfarif á ytri form og verkanir í hinum „efnislega veru- leika““. Hér kemur fram náinn skyldleiki við hugmyndir annars mikils vísinda manns, hins sænsk-ameríska prófess- ors dr. Gustaf Strombergs, en hann hefur um margra ára skeið verið yfir- maður stjörnueðlisfræðideildarinnar í Mount Wilson rannsóknarstofnun- inni. Poul Goos tekur það fram, að Stromberg hafi ekki þekkt neitt til de la Warrs, fyrr en hann — Poul Goos — vakti athyglí Strombergs á uppgötvunum hans. í ritgerð sinni „Sálræn fyrirbrigði og nútíma vís- indi“, sem prentuð var í ágúst 1957, skrifar Stromberg á þessa leið: „Hinn óefnislegi eða andlegi mótpartur líf- færa líkama okkar er grundvallaror- uppgötvanir de la Warrs reynast veruleiki, eru þær sönnun á kenning- um Strombergs, sem hafa ekki lilot- ið viðurkenningu efnisvísindanna. Til viðbótar frásögninni um upp- götvun og myndatöku de la Warrs á orkusviði einstakra liffæra má geta þess, að honum og samstarfs- mönnum hans hefur að öllum líkind um tekizt að ná á ljósmyndaplötu þeim frumkröftum, sem mynda og stjórna uppbyggingu eir-sulfatskrist- alla — eða með öðrum orðum: Mynd- irnar af orkugeislun þessara krist- alla virðast sýna breytinigu óefnislegs margvíddarkrafts í sýnilegt efni. Reynist þetta rétt, er hér um stór- kostlega uppgötvun að ræða, sem valda mun aldahvörfum í viðhorfi vísindanna til efnislegra hluta. Þótt margir læknar séu nú meðal samstarfsmanna de la Warrs, er aug- ljóst, að stofnunin sem slík getur ekki annazt lækningar frá tilraunastofum sínum. Ríkis- og lagavernd gegn hin- 464 TÍMIfíN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.