Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 15
og örnefnum, sem styðja það, að sag- an fari með rétt mál. — Ég réri frá Hringsdal áttatíu vertíðir, vor og haust í fjörutíu ár. Á vorin var yfirleitt byrjað um sum- armál og verið að, þar til ellefu vik- ur voru af sumri, en laugardaginn í tólftu viku vildu allir vera búnir að bera út. í endaðan ágúst eða septemberbyrjun var heyskapnum yfirleitt lokið og þá var strax farið að róa og veriff að fram undir jól. í mína tíð var aldrei fiskur inn- fjaröa eftir hátíðir, en það kom fyrir eftir að ég var kominn suður, að róið var á fjörðinn eftir jól. Miðin eru þama auðvitað mörg, og eitt þeirra er miðað við niðursetustaði drauga. Það er flyðrumið, sem kallað er Haukalóðamið. — Þessir draugar voru frá mis- munandi tíma. Sá eldri hét Rass- beltingur og hafði hund með sér- Þeir höfðu farið í á á Þingmanna- heiði. Þeir drápu bónda og fjósa- mann í Hringsdal og gerðu sitthvað fleira af sér. Þetta var í tíð séra Páís, og þá var Jón á Króki í Selár- dal uppi, kunnur galdrama^ur. Hann var beðinn aff koma draugnum fyrir. En Króks-Jón þorði ekki einn í draug inn, heldur fékk einhvern nafna sinn úr Dýrafirði í lið með sér. Saman fóru þeir nafnar svo i Hringsdal,- leiddu afturgöngurnar út úr bænum og settu þá niffur úti í Innri-Hvilft, þar undir drang, sem kallaður e-- Riddari. Hinn draugurinn, sem aldrei var kallaður annað en Hringsdalsdraugur inn, var miklu yngri og kominn úr Dýrafirði. ,Þar hafði verið maður sem var trúlofaður bóndadóttur úr Hringsdal. Hún sagði honum upp, af því að hún sá eitt sinn sár á fæti hans og hélt þá, að hann væri holds- veikur. Maðurinn hézt þá við hana, og svo fór hann. Skömmu síðar kom maður að Álftamýri og bað um flutn- ing yfir að Hringsdal. Við þeirri beiðni var orðið, og fara þeir tveir með hann á báti. Maðurinn situr fram í á leiðinni og rær ekki. Svo / þegar þeir eiga eftír þriðjung fjarðar ins, stendur hann allt í einu upp og stingur sér á kollinn út, en báturinn fy ltist þá af svo mikilli ólykt, að þeim slær fyrir brjóst. Þeir snúa þá við, en um kvöldið er náunginn kom- inn að Hringsdal og ásækir þar eink- um bóndadóttur Hann stóð þar oft í göngunum og reiddi hnefann að fólki, svo að fá varð Þórð sterka í Krossadal til að bera askana um hús- in. En svo var fengínn til galdramað- ur innan úr Arnarfirði til að koma draugnum fyrir, og hann setti hann niður við þúfu úti á Hringsdalshrygg. Náttmál voru alltaf miðuð við þá þúfu. Við þessa tvo staði vat Haukalóða mið miðað. Það var Draugsþúfa undir Riddara, og þar hef ég oft fengiff spröku. En alltaf þótti reimt í hvilft unum, þar sem draugunum var komið fyrir. Gísli Árnason á Króki var eitt sinn að koma með fé utan af Neðra- Framhald á bts. 477. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAB 47!

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.