Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 18
GAMLA REYK'HÓLAKIRKJAN til Vatnsfjarðar, en eftír 1908, er síð- asti Kirkjuból9þingapresturinn, síra Páll Stephensen, fluttist að Holti, var Unaösdal þjónað af Ögurþinga presti, en Nauteyri frá Vatnsfirði. Árin 1918—1928 var hinni fornu Stað arsókn á Snæfjallaströnd þjónað frá Stað í Grunnavík, en frá 1928 hefur sóknin legið undir Vatnsfjörð eins og lög gera ráð fyrir. — Bænhús stend ur enn á Melgraseyri á Langadals strönd og er þar grafið að bænhúsinu. Fólksfækkun er gífurleg síðustu árin í þessum sóknum öllum nema Vatns fjarðarsókn einni. Og þar sem áður þjónuðu þrír prestar, oft fjórir með aðstoðarpresti í Vatnsfirði, sttur nú einn sálusorgari með hundrað og sextíu snknarbörnum. Og enn fellur lækur í smáfossum um Stofuhlíð og veit skil milli prest- anna á Stað á Snæfjallaströnd og Sta® í Grunnavfk. Mannaferð er ekki tíð milli sóknanna og sízt af innan- sveitarmönnum, — þessar stöðvar eru nú eyddar af fólki. En fyrir aðeins tíu árum sat enn prestur á Stað í Grunnavík, klerk- kappinn síra Jónmundur Halldórsson. Hafði hann haldið Stað é fjórða tug ára, þjónað um Jökulfirffi vel og lengi, og Hornstrandir um allmörg ár að auki, er hann Iét loks undan síga, prestaöldungurinn, fyrir elli og þreytu. Var hannþá áttræður orðinn og lézt litlu eftir að hann flutti burt úr Grunnavík. í Grunnavík var snotur byggð á nokkru undirlendi upp frá víkurbotn- inum. Stóðu bæirnir næsta náið, eins og alls staðar þar, sem landrými er ekki mikið en búið að útvegi jafn- framt. Fram af víkinni gengur Staðar- dalur með háum hamrahlíðum og grjótskriðum. Norðan Grunnavíkur er hár fjallmúli, sem Staðarhlíð nefn- ist. Maríuhorn heitir yzti hluti hlíð- arinnar, er að Grunnavík veit. Hamra stallur einn er þar í klettunum, er Maríualtari heitir. Munnmæíi herma, að þar hafi verið gerð mannblót í heiðni, en þá hafí verið hof á Stað. Eftir trúskiptin hefur bergnöfin ver- ið vígð og helguð himnadrottningunni, Guðs móður, enda var á Stað Maríu- kirkja. Auk hinnar sælu meyjar var Staðarkirkja helguð Mikael höfuð- engli, Jóhanni baptista, Ólafi konungi, Þorláki biskupi og Maríu Magdalenu. — Bænhús var á Nesi, löngu af tekið, einnig á Dynjanda í Leirufirði. Höfða- strönd og Steinólfsstöðum í Veiðileysu firði. Einnig munu verið hafa bænhús í Bolungarvík og þar sem hét á Kirkju bóli í Reykjarfirði, en þau lögðust af á 17. öld. Fram yfir 1700 var bænhús í Furufirði, en með lögum 1901 var leyft að taka upp bænhús þar að nýju og stendur það enn. — f Hrafnsfirðí í Jökulfjörðum hvíla lúin bein Fjalla- Eyvindar og Höllu. — Lengst allra kennimanna hefur síra Sigurður Gíslason setið í Grunnavík, 1647— 1702, eða um 55 ár, og hafði hann aðstoðarprest undir lokin. Annars hafa prestaskipti verið tíð að Staðar- brauði, og alls haldið kallið 32 klerk- ar, sem vitað er um. Skemmst allra presta í Grunnavík var síra Jón Þor- láksson, þjóðskáld fslendinga, aðeins eina sumartíð 1772. Síra Pétur Maack var vígður til Staðar í Grunnavík haustíð 1884. Hann drukknaði á ísaf jarðardjúpi eft ir réttra átta ára þjónustu, frá ungri konu, Vigdísi Einarsdóttur frá Aðal- vík, og fimm börnum. Ein dætra presthjónanna ungu að Stað var María, f. 1889, hinn landskunni skör- ungur og hugsjónamaður. Nú hefur Marfa fengið ábúð á sínum gamla fæð- ingarstað og hyggst dvelja þar sín efstu sumur. Víst er því að enn fær Staðarkirkja að rísa yfir hlj'óða byggö ina I Grunnavík, hrein og vel viO haldin. Hinn nýi staðarhaldari sér um það, — og hlúir að þúfum hinna sofn- uðu. Enn er því eigi lokið að fullu kirkjusögunni að Stað í Grunnavík. Staðarprestakall í Aðalvík er nyrzta brauð á Vestfjörðum. Náði það frá Lásfjalli við Hesteyrarfjörð vestur um Aðalvík og Fljót og norður um vflcur allt að Horni. — Hinn forni ktrkjustaður og prestsetur Sléttu- hreppsbúa, Staður í Aðalvík, stendur við austanvert Staðarvatn. Er vatnið allstórt og rennur úr því Staðará tíl \ sjávar. Umhverfis vatnið er grösugt vel og slæg.mland mikið. Inn af vatn- inu stóð fyrr meir býtfð Hlíðarhús, en Lækur við norðurenda vatnsins. Úti við sjó var lengi allmikil byggð og stóðu þar bæirnir Holt, Grund og Þverdalur litlu ofar. Garðar voru úti við Garðaá og ögn utar Sæiból, þar sem mest fjöltoýli var, en þar bjuggu um 70—80 manns, þegar flest var. Skáladalur var enn miklu utar, dá- Iftið dalverpi milli Kirfis og Stapa. Upp af Staðarvatni að austan liggja Fannalægðir og Fannalægðafjall, en niður af því Fannadalur, og liggur um hann leiðin frá Stað til Sléttu og Hesteyrar. Prestíþjónusta var með afbrigðum erfið að Stað í Aðalvík. Byggðin dreifð um víkur og smá voga, sem sæbrött fjöll skera sundur, svo að oft er for- vaðinn alófær, en fjaílvegir milli bæja brattír og illir og ebki færir gangandi manni tímunum saman á vet uma, en alltaf viðsjálir. Erfitt reynd- ist oft að færa lík til greftrunar vegna illviðra og ófærðar, og hlutu þau stundum bráðabirgðaleg I fönn lengi vetrar. Og fyrir kom, að líkmenn fór- ust, er reynt var að brjótast tíl kirkju. Aðeins örsjaldan gátu konur fylgt mönnum sínum og stálpuð börn helzt aldrei. En um kirkjugöngur gat vitan- lega efcki verið að ræða frá flestum bæjum nema að sumarlagi. — Hver vík var heirnur út af fyrir sig, fólk bjó að sínu, þótt fábreytt væri. En húslestrar voru vel ræktir og heimil- isguðrækni var við brugðið í Jökul- fjörðum og Hornströndum. — Á fyrri öldum voru nokkur bænhús á þessum afskekktu stöðvum, og má raunar heita nokkur furða, að þeim skyldi ekki haldið við áfram, en ekki hefur skort viðinn. f Hornvík voru í fyrnd- inni bænhús að Horni og Höfn. Og að Látrum i Aðalvík var bænhús fyrr meir. Þótt bæði Látrar og StaOur séu í AOalvík, er langur og illur vegur á milli, margar ár að vaða og tvö þver- hnípt f jöll ganga í sjó fram og skipta byggðinni í Aðalvík í þrennt. Látrar eru nyrzt, en Staður syðst. Á Látrum var fyrir skemmstu allmikið þorp. Þar var skóli, símstöö og pösthús. — Á Sléttu var einnig bænhús, löngu af lagt, svo og á Hesteyri. M«ð stjrbr. 474 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.