Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 17
StaSur ! SteingrímsflrSí. (Mósm.: Þorsteinn Jósepsson).
jnóður Maríu. 1936—1937 reis ný
kirkja á Suðureyri, þar sem flestir
sóknarmenn búa, en óljósar s'agnir
eru um bænhús á Suðureyri á fyrri
öldum. Bænhús mun og hafa verið
í Vatnadal.
Fyrsti klerkur, sem nafnkenndur
er að Stað í Súgandafirði, er síra
Ólafur Teitsson, laust fyrir 1500. Síð-
an hafa undir 20 prestar setið þar.
Flestir eru þeir nú gl'eymdir, en einn
þeirra hefur þó fengið nafn sitt skráð
á minnisblöð bókmenntanna, sá Stað-
arpresta, sem lengst hélt brauðið, sr.
Jón Torfason (1661—1719, 57 ár).
Hann komst yfir einhvern hluta
Hauksbókar, að eigin sögn frá bónda
í Skálavík. Feril þessara skinnblaða
þangað vestur frá Skálholti er ekki
unnt að rekja, en krókótt hlýtur sú
leið að vera. Ekki þótti síra Jóni
meira til Hauksbókar koma en svo,
að hann notaði til bóltbands hin fornu
skinn._ Þannig varð þetta uppvíst, að
síra Ólafur, sonur hans (að Stað í
Grunnavík) fann blöðin og tók jafn-
vel utan af bundnum bókum. Son síra
Ólafs var Jón Grunnvíkingur.
Árið 1838 kom að Staðarbrauði í
Súgandafirði síra Andrés Hjaltason,
prests að Stað í Steingrímsfirði. Hélt
hann kallið í 11 ár. Elztur barna hans
var Jón skólameistari á Möðruvöll-
um, og þar nyrðra lézt síra Andrés
sumarið 1882, og hafði þá verið prest-
ur viða, síðast í Flatey.
Eftirmaður síra Andrésar á Stað
var síra Arngrímur Bjarnason. Hann
flutti frá Stað 1863 og fór að Álfta-
mýri við Arnarfjörð. Varð hann síð-
asti presturinn þar. Hann lézt á
Brjánslæk 1885, þar sem hann þjón-
aði síðustu prestskaparár sín.
Eftir burtför síra Arngrims frá
Stað var brauðinu þjónað frá Holti til
1901, að hluta til aukaþjónustu, en
sem annexíu árin 1880—1899, er kall-
ið var útsókn frá Holti.
Yzt^ á Snæfjallaströnd, við norða-n-
vert ísafjarðardjúp, eru hinar fornu
veiðistöðvar Berjadalsá og Gullhúsár.
Þar er og hinn aflagði kirkjustaður
og prestsetur Snæfjöll, sem í Vilkins-
máldaga er nefndur Snjófjöll á Snjó-
fjöll'um, en lengst af hét Staður á
SnæfjalJaströnd. Á Gullhúsám þraut
byggð á h'inni veðrasömu og snjósælu
strönd, en nú er þar autt og ekki bú-
ið utan Unaðsdals, nema á Tyrðilmýri.
Við Gullhúsár má heita að undirlendi
þrjóti og v«ður hlíðin þar utan við
en brattari, unz dregur til Vébjarnar-
núps. Súrnadalur, djúp hvilft, geng-
ur inn í Núpinn utarlega, en utan
hans heitir Stofuhlíð, en þar skammt
utar fellur Mígandi í smá fossum
niður bergið. Þar eru sveitaskil cnilli
Snæfjallastrandar og Jökulfjarða,
sem nú eru alauðir.
Alls er vitað um liðlega 20 presta,
er setið hafa á Stað á Snæfjallaströnd.
Hinn fyrsti þeirra er síra Einar Árna-
son, sem þjónaði brauðinu um miðja
15. öld. Og síðastur Snæfjallaklerkur
var síra Hjalti 'Þorláksson, 1843—
1860.
Staðarkirkja var helguð Guði og
Guðs móður og Pétri postula. Fyrr
var bænhús á Bæjum, og stóð það
enn 1710, og hálfkirkja var í Æðey.
Árið 1867 var Staðarkirkja ofan tekin
og ný sóknarkirkja reist í Unaðsdal,
en 1880, er Snæfallaströndin hafði
verið prestlaus í tuttugu ár, var kall-
ið lagt niður og Unaðsdalssókn lögð
til Kirkjubólsþinga, en áður fyr hafði
Kirkjuból verið annexía frá Stað á
Snæfjallaströnd. Og breytingar og til-
færslur verða enn miklar um innan
vert Djúp. Kirkjubólskirkja er flutt
að Nauteyri 1885, en árið 1907 eru
Unaðsdals- og Nauteyrarsóknir lagðar
T í M I N N — SUNNUDAGSBLA8
47;