Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 19
Sfra Jónmundur Halldórsson i stólnum á Staðarklrkju í Grunnavík. — (Ljósmynd:
Ósvaldur Knúdsen).
1907 er Staðarsókn skipt og ný sókn
tekin upp við nýja kirkju á Hesteyri.
Norskir útgerðarmenn, sem aðsetur
böfðu í Hesteyrarfirði, gáfu hinni
nýju sókn kirkjuna. Var hún úr vönd
uðum viði og reisuleg og stóð allt
til ársins 1961, að hún var tekin ofan
og flutt til Súðavíkur við Álftafjörð.
Urðu af þessu sárar deilur, en gömul
sóknarbörn Hesteyrarkirkju vildu
íhalda henni við áfram. Og öðru hverju
Ihafði verið jarðað á Hesteyri síðan
er fólkið fluttist brott, uppgefið á
óblíðri veðsáttu og hamförum náttúr-
unnar við nyrzta haf.
Gamla kirkjan að Stað í Aðalvík
stendur enn, helguð Maríu og Pétri
postula, víst harðla hrörleg orðin sem
og öll staðarhús, en 18 ár eru nú lið-
1» frá því er hinn síðasti prestur
fór frá Stað- Var það síra Finnbogi
L. Kristjánsson, sem vígðist til kalls-
ins í nóv. 1941, en hvarf þaðan um
fardaga 1945. Hann fékk Hvamm í
Laxárdal 1946 og hefur setið þar síð-
an. Síra Finnbogi varð hinn síðasti
í röð tuttugu presta, sem kunnugt er
um, að setíð hafi Stað í Aðalvík, en
í fornum sið á íslandi er ekki vitað
um nokkum prest i Aðalvík. Hinn
fyrsti, sem sagan kann einhver skil
á, er síra Þorsteinn Jónsson, er brauð-
ið fékk á miðju sumri 1596. Hélt hann
því lengi eða til 1643. Næstu klerkar
þrír voru fremur stutt að kallinu, en
síra Vemharður Erlendsson, er kom
að stað 1658, var þar um 18 ár. Sagt
er, að hann kynni eigi alllítíð fyrir sér
og leiddist Hornstrendingum hann, er
hann var þeim yfirsterkari í forneskj
unni. Og þar kom, að klerkur treystist
eigi lengur að standast sendingar
sóknarbænda sinna og hvarf suður í
Tálknafjörð, þar sem hann gerðist
aðstoðarprestur í Stóra-Laugardal.
Síra Einar Ólafsson fékk kallið 1677
og var þar í embætti næstu 44 árin,
en Staðarprestar næstir eftir hann
voru flestir miklu skemur. Hinn
kunni Húsafellsklerkur, síra Snorri
Björnsson, þjónaði Stað árin 1741—
1775, og lifa enn sagnir um við-
skiptí hans og Homstrendinga. í 31
ár fyrir og eftir aldamótin 1800 sat
á Stað síra Guðmundur Sigurðsson.
Löng og dygg var þjónusta tveggja
síðustu prestanna, sem kenndir eru
við Stað í Aðalvík. Vora það síra Páll
Sívertsen 1876—1905 og strax eftir
hann hann síra R. Magnús Jónsson,
sem sat að Stað fram til 1934, en
fluttist þá til ísafjarðar og þjónaði
þaðan til 1938.
Staður í Steingrimsflrði hét áður
Breiðabólsstaður. Þar var Maríu-
kirkja og ailra heilagra. Annexía er
Kaldrananes og var kirkja þar helguð
Guði og heilagri Maríu, Mikael höf-
uðengli og Þorláki biskupi. — í
Tröllatungu var kirkja helguð Maríit
drottningu, Jóni postula, Þorláki bisk-
upi og Margréti mey. Annexía var
Fell í Kollafirði. Þar var kirkja helg-
uð með Guði, Maríu drottningu. Jóni
postula, Ólafi konungi og Maríu
Magdalenu.
Að fornu var hálfkirkja á Kálfa
nesi, en bænhús á Gautshamri, Bæ á
Selströnd og Kaldbak, og árið 1515
setur Stefán biskup bænhús á Ósi.
Sennilega hefur og verið, endur fyrir
löngu, bænhús á Kirkjubóli í Staðar-
dal. — Hálfkirkja var á Kirkjubóli >
Steingrímsfirði fram yfir 1770, og á
Þorpum er enn hálfkirkja 1754, en
bænhús 1797. Á Heydalsá er og talið
að verið hafi bænhús og í Þrúðardal,
og fyrr meir vora 7 bænhús, er lágu
til Fells.
Hinn forni kirkjustaður, sem alda-
lengi stóð í Tröllatungu, var af tek-
inn 1906. Þá um leið var niður lögð
kirkja í Felli, en sóknimar sameinað-
ar með nýrri kirkju í Kollafjarðar-
nesi. Árið 1908 er svo sett prestset-
ur þar, en prestsetrið í Tröllatungu,
sem staðið hafði frá því á 15. öld, að
víst er, var lagt niður 1885. Síðastur
sat þar síra Halldór Jónsson, 1838—
1886. Eftirver hans í Tröllatungu-
brauði, síra Arnór Árnason, sat í
Felli, en sagði brauðinu lausu 1904.
Þá kom að því síra Jón B.’andsson.
Bjó hann fyrstu fjögur árin l Brodda-
nesi, en frá 1908 á hinu nfta prest-
setri Kollafjarðarnesi. Þjónað; hann
lengi þar, en annexía var þá Óspaks-
eyri. Síra Jón varð prófastur Stranda-
manna 1921, en er hann lét af prest-
skap var hið foma Tröllatungu-
prestakall endanlega niður lagt,
Óspakseyri lögð tíl Prestbakka, en
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
475