Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 10
Að undangenginni rannsókn, til-
kynnti stoínunin, að tækið sýndi
vatn á stað, sem merktur var nr. 13
á myndinni, en það væn saltvatn.
Menn hefðu komizt að því, að þetta
var saltvatn með því að láta fyrst
vatnsdropa á reitinn, sem merktur
var nr 13, og eklci fengið neitt „sam-
band“ — siðan hefðu þeir sett dropa
af saltvatni á reitinn og þá fen.gið
skýra mynd — Myndavélin í Oxford
hafði sem sé ekki aðeins sýnt stað
í íran, þar sem vatn var neðanjarð-
ar, hún sýndi ííka, að það var salt.
„Það væri hægt að romsa upp svip-
uðum tilfellum, segir Poul Goos, eri
mér virðist það ekki þjóna neinum
tilgangi. Ætlunin með þessari frá-
sögn er ekki sú að sannfæra einhvern,
sem er annars sinnis, heldur aðeins
sú, að segja frá hinum raunverulegu
staðreyndum svo hlutlægt sem mögu-
legt er — og láta síðan lesandann
sjálfan dæma. Dómurinn mun alltaf
vera huglægur, en það skiptir engu.
Hið afgerandi er, að hver heiðarl'eg-
ur lesandi verður að hugsa sjálfur,
áður en hægt er að kveða upp nokk-
urn dóm, og það er þessi sjálfstæða
hugsun, sem alltaf mun halda gildi“.
En de la Warr lét ekki á sig fá,
þótt hin oninberu vísindi viður-
kenndu ekki störf hans. Hann hélt
áfram og fullkomnaði tæki sín, og
öðru hvoru komu til hans menn, sem
áhuga höfðu á starfi hans. Og
skömmu eftir þetta fékk hann tæki-
færi til að sýna getu sína: — Árið
1946 hafði frumstæð aðferð til að
örva starfsemi slímkirtla með stutt-
bylgjugeis'lun samkvæmt aðferð,
sem hollenzki l.æknirinn dr. Samuels
hafði fundið upp, vakið atihygli lækna
vísindanna. Læknir í London óskaði
eftir að vita, hvort tæki de la Warr
gæti haft sömu áhrif og tæki dr.
Samuels, sem hafði reynzt vel við
lækningu vissra sjúkdóma, en var
mjög dýrt. Nú var ákveðið að fá
fram samanburð á tækjunum og
reyna þau hjá lækninum í London.
Prófraunin var fólgin í því, að beina
átti geislum að slímkirtlum sjúklings
í nokkurn tíma, og síðan skyldi at-
hugað, hvort hin einkennandi breyt-
ing til batnaðar hefði orðið. De la
Warr beindi geislum að sjúklingn-
um í tiu mínútur með geislatæki
sinu, sem kostaði aðeins lítið brot af
hinu, og þá kom í Ijós, að hin sér-
staka og einkennandi breyting hafði
átt sér stað.
Læknirinn var að sjálfsögðu mjög
hrifinn, en honum tókst ekki að
vekja áhuga annarra lækna, að því
er de la Warr bezt veit.
Og hví ekki? — Einfaldlega vegna
þess, að de la Warr er verkfræðingur
en ekki læknir! — segir Poul Goos.
Hann bendir á danskan verkfræðing,
dr. techn. Volf, sem svipað sé ástatt
um. Hann hafði fundið upp tæki, sem
notuð séu mjög mikið í Bandaríkjun-
um með stórkostlegum árangri, en í
heimalandi hans höfðu menn engan
áhuga á þeim. Hann bauðst til að gefa
þau sjúkrahúsi með því skilyrði, að
hann f-engi að hafa hönd í bagga með
notkun þeirra fyrst um sinn til að
tryggja, að hún væri rétt. Gjöf hans
var hafnað: — Hann var ekki lækn-
ir. — í Danmörku nota þó einstatoa
læknar tæki hans og ná stundum
furðulegum árangri með þeim. Og
fyrir skömmu fékk einri þeirra, dr.
Cai Ankerbye, tilboð um að flytja
fyrirlestur um lækningar sínar með
þeim á akademiskri samkomu í Bonn
og síðan var erindi hans prentað í
þekktu vísindariti. — Þannig vinna
ný viðhorf smátt og smátt á, og nú
er svo komið, að Delawarrstofnunin
hefur vakið áhuga meðal almennings
— og forvitni vísindanna!
Hér verður að lokum skýrt frá öðr-
um uppgötvunum de la Warrs, en
Poul Goos telur, að sennilega verði
þær einna fyrstar af uppgötvunum
hans, sem notaðar verði í hagnýtu
augnamiði og munu þannig mynda
skarð í tortryggnisvegg „ortodoks"
vísindanna.
Eftir margra ára tilraunir hefur
vísindamönnum Delawarrstofnunar-
innar tekizt að sanna óvefengjanlega,
að hlutur, dauður eða lifandi, er í
nánum tengslum við ljósmynd, sem
af honum er tekin. Hinar marghátt-
uðu tilraunir þeirra virðast sýna, að
auk hinna venjulega ljósgeisla, sem
fraimkalla kemiskar breytingar við
ljósmyndagerð, hafi aðrir geislar frá
hlutnum sjálfum, sem myndaður er,
áhrif. — Ein af þeim tilraunum, sem
miðaði að því að varpa ljósi á þetta
fyrirbrigði, var á þessa leið: Tvö
garðbeð, sem kölluð voru A og B,
voru valin og til að fyrirbyggja að
jarðvegurinn í þeim væri mismun-
andi, voru þau stungin upp, moldin
sálduð, blönduð saman og síðan sett
á sinn stað. Nú voru látnir líða sex
dagar áður en nokkuð var aðhafzt.
Síðan var tekin ljósmynd af beði A
með venjulegri myndavél fyrir Ijó-s-
myndaplötu. Beð B var ekki mynd-
að. Nú voru geislar látnir verka
á beð A í einn mánuð með því að
beint var geislun a'ð myndinni af
beðinu í myrknaherbergi stofrmnar-
innar.
Næst voru gróðursettar kálplönt-
ur í beðin og þess vandlega gætt,
að þær væru sem líkastar að stærð
og gæðum. Á næstu tveim vikum sást
engin breyting á plöntunum í beð-
unum, en þar á eftir og til loka til-
raunarinnar óx kálið í beði A þrisvar
sinnum önar en kálið í beði B. Og
fjórum vikum fyrir uppskerutíma
var kálið í beði A, sem orðið hafði
fyrir geislaverkan gegnum myndina,
ca. þrisvar sinnum stærra en kálið í
beði B. Hér verður ekki farið nánar
út í sjálfa geislunaraðferðina, en hún
byggist á annarri uppgötvun de la
Warrs, sem er á þá lund, að jarðveg-
urinn sjálfur innihaldi ótölulegan
fjöld'a mólekúla, ®em hlaðin eru raf-
magni, og vissar hlaðningar orsaki
mismunandi frjósemi jarðvegsins. í
jarðveginum eru mil.ljarðar smásjár-
baktería, sem taka sífelld.um breyt-
ingum, og þessar breytingar hafa
áhrif á rafhlaðningu jarðvegsins. Það
leiðir af sjálfu sér, að ef mögulegt
er að hafa áhrif á þessar bakteríur
með réttri geislan gegnum orkusvið
þeirra, eykur það rafhlaðningu jarð-
vegsins og þar með frjósemi hans.
Eftir þessa vel heppnuðu tilraun,
voru aðrar tilraunir gerðar í stærri
stíl og í samvihnu við dr. E. W. Russ-
el frá jarðvegsrannsóknardeild Ox-
ford háskóla. Þar voru valin 16 beð,
Myndir de la Warrs aforkugeislun eir-sulfatskristalla virð-
astsýnabreytinguóefnislegs margvíddarkrafts í sýnilegt
efni. — Sé þetta rétt er hér um stórkostlega uppgötvun að
ræða, sem valda mun aldahvörfumíviðhorfum vísindanna
til efnislegra hluta.
466
T 1 M I N N — SUNNUDAGSB5.A0