Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 6
•ni. Nafn hans á skpylinu var þess vegria eins konar staðíesting á því, að Mussolini hlyti aö vera á Gran Sasso. Gran Sasso er hæsti fjallatindurinn í Abruzz-fjöllunum (ca. 3000 m.), og er um 150 km. sunnan við Róm. Leyni- þjónustan komst að raun um, að eini staðurinn, þar sem hugsanlegt var að Mussolini væri geymdur, var f jalla- hótelið „Campo Imperator". Þetta var nýtt hótel, sem stóð á bjargbrún í rúmlega 2000 m. hæð. Þangað var áðeins hægt að komast með svifbraut, er lá þangað. Úr lofti að sjá líktist betta hótel mest venjulegu fjölbýtfs- iiúsi, sem hafði veriS reist í mesta hasti. Bjargið, sem það stóð á, virtist vera nokkuð slétt að ofan, flötur þess þríhymingslagaður meö hengiflugi á tvær hliðar. Allir vegir, sem lágu til dalsins neðan við hótelið, voru lokaðir og vaktaðir af herliði. Skorzeny komst einnig að því, að 250 herlögreglumenn voru á hótetfnu til þess að gæta Mussolinis. ftölsku yfirmennirnir, sem báru ábyrgð á gæzlu Mussolinis höfðu gert allar hugsanlegar öryggis- ráðstafanir. Þeir höfðu meira að segja rekið þjónustulið hótelsms, svo að það gæti ekki gefið upplýsingar um Mussolini. Og þótt svo færi, að felustaðurinn yrSi uppgötvaður, var ógerlegt að nálgast hann nema úr lofti. En þótt flugvél kæmist í nám- unda við hann, var samt lítil hætta á ferðum: Svæðið, sem hótelið stóð á, var svo líUð, að illmögulegt var fyrir fallhtffarsveit að lenda á því. Mikill hluti hennar myndi lenda utan við það. Auk þess var loftið svona hátt uppi í þynnsta lagi ttt slíkrar tilraunar. ítalarnir voru því rólegir. En Skorzeny var ekki af baki dott- inn. Hann hafði ljósmyndað staðmn vel og vandlega úr flugvél. Nei, það var ekki mögulegt að láta fallhlífar- hermenn lenda við hótelið. En það , var annað hægt, — lenda í svifflug- um á hjallanum neðan við hótelið, þar sem svifbrautin upp á bjargið endaði. Skorzeny athugaði þennan hjalla vandlega. Hann gat ekki séð, hvort hann var nægilega sléttur, en hann vonaði hið bezta. Landslagi þarna háttaði þannig til, að svifflug- urnar gátu flogið eftir löngum dal, óséðar frá hótelinu, og lent á hjall- anum. Skorzeny komst að þeirri nið^ urstöðu, að hermenn hans gætu verið komnir að hótetfnu þrem mínútum eftir lendinguna. En hvernig átti þá að komast burt með Mussolini? — Með svifbrautinni. Fallhlífarhermenn gætu tekið endastöð hennar niðri í dalnum. Síðan varð að treysta á, að hamingjan yrði þeim htfðholl. Student hershöfðingja leizt ekki á þessa ráðagerð Skorzeny. Hann hristi hausinn og kallaði á ráðgjafa sína. Þeir létu í ljós þá skoðun, að sökum hins þunna lofts gæti mann- tapið hæglega orðið 80—90%. Há- marksfjöldi hermanna, sem gætu gert árásina væri eitt hundrað, þar sem lendingarstaðurinn rúmaði í mesta lagi 12 svifflugur. Ef 80% mannanna færust eða særðust við lendingartil- raunina, þýddi það, að tuttugu menn yrðu til þess að taka hótelið herskildi, þar sem 250 menn voru fyrir til varn- ar. Þannig rökræddu þeir og Skorzeny tímunum saman. Hvorki hershöfðing- inn né sérfræðingar hans vildu sam- þykkja áætlunna. Að lokum sagði Skorzeny: „Ágætt, ég læt undan, ef þið hafið betri tillögu". — Þá gáftr þeir sig. Það tók þrjá daga, að útvega svif- flugur frá Suður-Prakklandi og ítallu. 90 flugmenn úr hersveitum hersliöfð- Vinimir Hitler og Mvssolinl heilsast eftlr frelsun Mussollnis. Sá frakkakíæddi á bak við Hltler er Rlbbentrop. ' ingjans voru valdir til árásarinnar, en Skorzeny valdi síðan 10 til við- bótar úr sínu eigin liði. Skömmu áður en árásin skyldi gerð, tilkynnti út- varpið í Róm, að ítalskt herskip hefði þá um daginn flutt Mussolini til Afríku, þar sem hann hefði verið af- hentur Bandamönnum. — Þetta kom sem reiðarslag yfir Skorzeny, en hann áttaði sig von bráðar á því, að ekk- ert italskt herskip hefði gítað flutt Mussolini til Afríku á svo skömmum tíma, sem um var að ræða. Tilkynn- ingunni var aðeins ætlað að blekkja Þjóðverja. Skorzeny ákvað að gera árásina að . degi til. Þetta var djarft teflt, en hann vissi sem var, að engum myndi detta í hug arás á svifflugum um hábjartan dag. Honum var og ljóst, að sviptivindar f jallsins myndu verða svifflugunum hættulegir. Hins vegar myndi ekki sjást til svifflugnanna vegna sumarskýjanna, sem alltaf voru yfir fjallatindunum á daginn. Tækist að koma að óvörum tíl hótelsins, gæti það haft úrslitaþýðingu. Vinur hans, Radl, fékk þá "snjöllu hugmynd, að sækja ítalska hershöfð- Ihgjann Soletti til Rómar, en hann var vinveittur Þjoðverjum. Það hlyti að rugla gæzlumenn Mussolinis í rím- inu, þegar þeir sæju hann í hópi Þjóð verjanna. — Svifflugurnar skyldu vera tólf, hver þeirra rúmaði níu menn. Hermennirnir í tveim fyrstu flugvélunum áttu að tryggja lendingu þeirrar þriðju með vopnum sínum, en í henni skyldi Skorzeny og Soletti vera. Plugvél átti að draga fyrstu þrjár svifflugurnar á loft klukkan 1 eftir hádegi og fljúga með þær i 3500 metra hæð inn í skýjaþykkni. — Tvær þeirra komust aldrei á Ioft. Þær bollsteyptust i sprengjugígum, sem komið höfðu við loftárás Banda manna sikömmu áður. Þegar sviffluga Skorzenys kom út úr skýjunum f 3500 m. hæð, upgötvaði hann, að svif- fluga nr. 1 og 2 voru horfnar. Hann varð því að lenda sjálfur fyrstur. KeBjunni milli dráttarflugvélarinnar og svifflugunnar var sleppt. Flugvél- argnýrinn fjarlægðist og dó út. Ekk- ert heyrðist nema þyturinn í loftinu, þegar svifflugan klauf það. — Hver taug mannanna í svifflugunni var spennt til Wns ýtrasta. Þetta var tafl um líf og dauða. Skorzeny og flug- maðurinn voru þeir einu í vélinni, sem höfðu séð, að lendingarstaðurinn var þakinn stórum steinum og að þár voru líka breiðar glufur og djúpar holur. — skipanir Students hershöfð- ingja höfðu veríð þær, að væri Iend,- ingin tvísýn, ættu svifflugurnar ekkl að Ienda, en halda áfram niður á daltootnhin. Þetta var skipun, sem bar að fylgja, en Skorzeny ákvað að brjóta í bága við hana: „Niður, sagði 462 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.