Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 3
Þjóðverjar dreifðu þessari mynd um alla Evrópu. Á henni sést, þegar hermenn
þar sem hann var fangi.
og höfðu verið kvaddir til þessa staðar
víðs vegar að úr Evrópu, alveg eins
og hann og án frekari skýringa.
Biðtíminn var langur, en liðsfoi-
ingjarnir styttu sér stundir við að
ræða þaff efni, sem efst var á baugi
um þessar mundir: Ítalía. — Ítalía
hafði iiafið þátttöku í stríðinu 10.
júní 1940 — eftir hernám Frakklands.
Herferðirnar til Grikklands og Egypta
lands höfðu ekki orðiff ítölum til
heiðurs. Þjóðverjar höfðu orðið aff
hlaupa undir bagga með þeim hvað
eftir annaff, og skömmu síðar mátti
heita, að ítalía væri hernumið svæði.
Mussolini hafð'i smám saman glatað
vinsældum sínum. Bandamenn höfðu
gengið á land á SikUey og þá hafði
hið fasistíska Stórráð verið kallað
saman, o,g 25. júlí 1943 var Mussolini
steypt af stóli — fjórum dögum áður
en hann varð sextugur — og hann
fluttur burt sem fangi í eigin landi,
enginn vissi hvert.
Loks var biðin á enda. Aðstoðar-
foringinn birtist og sagði: „Herrar
mínir. Foringinn bíður yðar“. — Liðs-
foringjarnir stilltu sér upp í ein-
falda röð og gengu inn í stóran sal.
Hurð var hrundið upp, og Hitler gekk
inn, föstum, hröffum skrefum. Hann
bar járnkrossinn á brjóstinu, en eng-
in önnur tignarmerki. — Skorzeny
var aftastur í röðinni, vegna þess að
hann var yngstur og tignlægstur.
Hitler staðnæmdist frammi fyrir
hverjum þeirra og leit beint í augu
þeirra um leið og þeir kynntu sig.
Síðan gekk hann eitt skref aftur á
bak og spurði: „Hvaða álit hafið þér
á Ítalíu í dag? — Þessari spurningu
svöruðu liðsforingjarnir í réttri röð
með innantómum slagorðum, sem
þeir héldu, aff væri viðeigandi svar
við spurningu „foringjans": Þeir töl-
uðu um hana sem „hinn hugrakka
bandamann" og fleira í þeim dúr. Þar
sem Skorzeny stóð aftastur í röðmni,
gafst honum talsvert ráðrúm til þess
að hugsa sig um. Hann vissi, að Hitler
var beiskur vegna þess, að herir
Bandamanna höfðu hertekið Suður-
Týról, sem var auðugasta og fegursta
hérað Austurríkis. Þegar „foringinn"
staðnæmdist frammi fyrir honum til
að hlýða á svar hans, sagði hann að-
eins: „Mein Fiihrer, ég er Austurrikis
maður“. Hitler starði á hann, líkt og
hann byggist við framhaldi, en Skor-
zeny þagði. Hitler hélt áfram að stara
á hann í nokkrar sekúndur, en sagði
svo: Skorzeny höfuffsmaður verður
etfir. — Þér, herrar mínir, megið
fara.
Þegar liðsforingjarnir voru farnir,
sagði Hitler um leið og hann gekk
fram og aftur á gólfinu með hendur
aftur fyrir bak: „Ég hef mjög mikil-
vægt verkefni handa yður, Skorzeny
höfuðsmaður". — Síðan vék Hitler að
ástandinu í Ít’alíu, og sagði, að Musso-
lini hefði verið svikinn og hertekinn
Storzeny fylgja Mussolini út úr hótelinu,
og Róm gæti hvenær sem væri fallið
í hendur Bandamanna. Hann sagði,
að konungur Ítalíu og vinur hans,
Badoglio marskálkur hefðu skipulagt
samsærið gegn Mussolini. Eftir að
Hitler hafði vikið ýmsum orðum að
þessu samsæri, stanzaffi hann frammi
fyrir Skorzeny, leit fast í augu hans
og mælti: „Þér eigið að frelsa
Mussolini. Þessari fyrirætlan verður
að halda stranglega leyndri. Aðeins
örfáir menn vita, að við ætlum aff
reyna að frelsa Mussolini" — Hvorki
sendiráð Þjóðverja í Róm eða þýzka
herstjórnin þar vissi um þessar ráða-
gerðir. Ifitler sagði, að Skorzeny ætt:
að vera undir stjórn hershöfðing.i
að nafni Student. En eins og á stæf'
vissi enginn, hvar Mussolini væri nið
ur kominn. „Það er fyrst og fremst
verkefni yðar að finna þennan stað
Leggið yður allan fram við þetts
verkefni. Það verður að heppnast, því
að það mun hafa ófyrirsjáanleg áhrif
á gang stríðsins. Þér, Skorzeny höf-
uðsmaður, berið persónulega ábyrgð
á þessu verkefni gagnvart mér“,
sagði „foringinn" að lokum.
IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
459