Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 21
Heródes og Píiatus Hallgrímur Halldórsson var tíðum í ýmiss konar sendiferðum austan fjalls. Hann hafði verið á ferð um Rangárþing og kom að Torfastöðum til sóra Magnúsar Helgasonar, sem kvæntur var Steinunni Skúladóttur Thorarensen frá Móeiðarhvoli. Séra Magnús spurði gestinn tíðinda o’ meðal annars þess, hvort hann hefð* komið á stórbýlin eystra, Móeiðar- bvol og Kirkjubæ, þar sem mágar hans bjuggu. „Ekki neita ég því“, svaraði Hall- grimur — „var varð ég bæði við Heródes og Pílatus". Fátt um fecta drætti Einar Sigurðsson í Platey var mat- onaður mikill. Hann var lengi í elli sinni í Hólsbúð hjá séra Ólafi Sívert- sen: Hafði hann jafnan glögga tölu á því, er kom upp úr aski hans, og var ekki ævinlega alls kostar ánægð- ur með það. Meðal annars var þetta eftir honum haft: „Vitið þið, piltar, hvað er í ask- inum mínum: Hálf Jifur, heil lungu, hálfar garnir hundahnúta, hryggjar stykki, völustallur. Aldrei skal hér sjást hup- eða síðubiti, þótt allir eskarnir renni í flotinu.“ burður úr gilinu hefur myndað hið slétta harðvelli.s em túnið er að nokkru leyti. Nefnist það Magra- tunga. Efri hluti túnsins í hlíðar- lögginni er hólóttur og standa þar fjárhúsin sitt á hverjum hól að göml um sið. Síra Þorstinn lét einnig reisa nýtt prestseturshús á Stað, en naut skammt þessara framkvæmda, því að hann fékk veitingu fyrir Vatnsfirði 1928. Staður í Steingrimsfirði er ekki lengur prestsetur, núverandi prestur til Staðar hefur komið sér fyrir á Hólmavík og er ekki fyrirsjáanlegt, að breyting verði á því aftur á næst- unni. Þar er nú kirkjusmíði í undir- búningi, og verður sú bygging hið fyrsta guðshús þar. Enn stendur samt sóknarkirkjan á Stað, og væri vel við hæfi þessa gamla merkisstaðar, að henni yrði haldið við í góðu lagi, en hún er uú orðin meira en hundrað ára, reist í tíð síra Sigurðar Gíslasonar, en hann hélt Stað 1837—1868. Helztu heimildir: Árbækur F. 1, Prestatal og prófasta, Guðfræð- ingatal, Fasteignamatsbók 1932, og síra Þorst. Jóhannesson (munn lega), Hornstrendingabók. Dýrt að brynna kúnni Það, þóttu allharðir kostir í Reyk- hólasveit, er séra Ólafur Johnsen kom að Stað með þá venju að krefj- ast ríkisdals fyrir hverja barnsskírn. Var þá ríkisdalur talinn jafngildi þrettán fiska, en lágmark skírnartolls átti að vera sex fiskar. Fréttist víða, hve nýi presturinn á Stað var harð- ur í kröfum. Guðbrandur Hjálmarsson, bóndi á Valshamri í Geiradal, var meinyrtur og átti það til að sneiða menn. Séra Ólafur hafði ekki lengi setið á Stað, er Guðbrand bar þar að garði í önd- vegistíð að vorlagi. Prestur spurði hann frétta, en Guðbrandur sagðist engin tíðindi kunna að segja, nema það, sem allir vissu: dýrtíð og óáran. „Hvað er þetta?“ segir prestur for- viða — „þegar allt leikur í lyndi“. „Ósköp er að heyra þetta“, svarar Guðbrandur og ekur sér með eymdar- svip, — „þegar þrjár vatnslúkur kosta ríkisdal, mikil skelfing má það kosta, sem kýrin drekkur um árið“. Einar s Hríngsdal Framhald af bls. 471. bæ í myrkri. Þegar hann kom í Hóls hvilftirnar fyrir utan Hringsdals- hrygginn fær hann féð ekki til að fara lengra. Hann herðir að því, en ekkert dugar, þar til allt í einu, að hann missir féð út af götunni og það hleypur allt upp undir kletta. Hon- um tekst þó að koma því heim í Hringsdal á endanum. En þar dreym- ir hann um nóttina, að draugurinn kemur til hans og segir hon- um, að það hafi verið honum til lífs, að hann missti féð út af göt- unni, því ekki hefði verið árennilegt að fara fram hjá sér í nótt. — Og þeir voru fleiri draugarnir. Á Hóli kofn einu sinni upp drauga- gangur. Þar hafði rekið lík á fjörurn ar, og var það borið upp í fjárhús heima á túninu, og stafaði drauga- gangurinn þaðan. Draugur þessi var nefndur Sauðhús-Jón, og gerði hann heimilisfólki lífið grátt. Þá var Bjarni Jónasson frá Skógum, sá er bredd- una smíðaði upp úr sverðinu, bóndi í Hringsdal, og hann var fenginn til að koma og fást við drauginn. Bjarni var sagður vita jafnlangt nefi sínu, og var talið, að Jóhannes á Kirkjubóli hefði kennt honum eitthvað, og draug eða anda átti Jóhannes að hafa gefið Bjarna, en Jóhannes var kunnur að því að hafa slíka vikapilta á sínum snærum. Bjarni fór og ráfaði eitthvað um holtið og þuldi, og sögðu sumir, að sézt hefðu eldglæringar þar, sem hann fór. Og svo mikið er víst, að þeir á Hóli borguðu honum peninga fyrir hjálpina. Annars fór galdraorð af fáum nema smávegis af Bjarna, og svo auðvitað Jóhannesi gamla á Kirkjubóli. Það var undarlegt með Jóhannes, að hann var alltaf hræddur við Símon á Dynj- anda. Hann hélt, að Símon væri göldr- óttur. Jóhannes gekk alltaf með háan hatt, og einu sinni, þegar hann kom til kirkju á Hrafnseyri með hattinn, tók Símon upp broddstaf og skaut hattinn af höfðinu á Jóhannesi. Hann þorði aldrei að hefna sín fyrir þetta. Símon var lærður stýrimaður, og Jóhannes mun hafa haldið, að sjó- kortin, sem hann var með, væru hinir mögnuðustu galdrastafir. Einar heldur áfram að segja mér af mönnum og málefnum í Arnar- firði á fyrri tímum, en áður en tali okkar lýkur, kúvendi ég viðræðun- um, og spyr hann: — Þú ert Möðruvellingur, Einar, er ekki svo? — Jú, ég var á Möðruvöllum árið, sem þar brann. Það var 1902, seinni veturinn minn þar. Um brunann hef ég skrifað í sjómannablaðið Víking, og það, sem ég segi þér núna, stendur allt miklu ýtarlegar þar. Eftir að eld- urinn kom upp og farið var að bjarga bókum og gögnum skólans út úr hús- inu og við vorum allir fyrir utan, bæði piltar og kennarar, þá átta ég mig allt í einu á því, að Halldór gamli Briem var hvergi nærri. Ég hleyp þá til Lárusar Bjarnasonar, síðar skólastjóra, og segi honum, að ég sjái hvergi Briem og bið hann að koma með mér upp á loftið, þar sem herbergi Briems var. Hann er til f það og við hlupum saman upp á loftið, en þá er talsverður reykur kominn þangað. Við knýjum fast á dyrnar hjá Briem. Hann gegnir eftir dálitla stund og hafði bersýnilega verið sofandi. Við segjum honum, að skólinn sé að brenna. „No, hvar er Stefán?" segir Briem og hleypur út. Hann finnur Stefán í ganginum, en fer síðan aftur inn í herbergið og nær örfáum bókum milli handanna og fer með þær út. Það var hið eina, sem honum tókst að bjarga. Og það sagði Stefán skólameistari síðar, að sér hefði þótt sárast með hann Briem, að hann skyldi hafa tapað öllu sínu í brunanum, meira að segja yfir- frakkanum sínum, sem þó hefði verið allra bezti frakki. Og ég er viss um, að Briem hefði brunnið inni, ef við Lárus hefðum ekki farið upp. Þeir voru báðir búnir að fara upp á loftið áður, Stefán og Ólafur Davíðs son og eins við nemendurnir að bjarga föggum okkar, en enginn hafði munað eftir Briem, fyrr en ég segi við Lárus, T f M 1 N N — SUNNUDAGSB LAÐ 477

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.