Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Side 6
. ....... ■; : M A ií % § ip M AG^gTl . > ,;.í4>*k pyi": s ?.<í;a»# v s. ?. t »s »ö,v:i , r. ! •„ J,.sr ' m ;' ■; &X C V t>SU AV t>t:>r» Swjtt * j{ jfO , ssiwjs . y « "ataéijfv Titilblað ,,De Magnete'' eftir Gilbert. Þetta var fyrsta vísindarit um segul- magn og rafmagn, kom út árið 1600 i London og vakti mikla athygli meðal laarðra manna. Þales frá Miles (eða Miletos) (640— 548 f. Kr.) hefði lýst aðdráttarafli segulsteins og einnig einkennilegu aðdráttarafli skrautefnisins rafs. Hvorn tveggja kraftinn hafði Þales | kallað „sál“ efnisins. (hugtakið sál , hefur lengi verið á reiki, en Grikkir trúðu því, að allt hefði „sál“, menn, dýr og steinar). Læknirinn, sem var nákvæmur vísindamaður, tók því að rannsaka rafið og fann strax, að að- dráftarafl þess var annars eðlis en afl seguls. Til að greina öflin, gaf hann því fyrra nafn rafsins (vis ele- trica = kraftur rafs) en hið síð- ara hélt sínu gamla nafni. Læknir- inn fann líka, að ýmis önnur efni, t. d. gler, lakk og brennisteinn, höfðu „rafkraft“, þegar þau höfðu verið nú- in með kattarskinni, þurrum ullar- klút- eða .silki. Aðalefni bókar Gilberts og tilefni hennar var að skýra kompás eða leið- arvísi sjófarenda, og þetta tókst lækn inum ágætlega. Skilningur manna óx cnjög mikið, en hjátrúaratriði og nokkur hindurvitni voru algerlega kveðin niður. (Sumt er illu heilli að skjóta upp kollmum nú á 20. öldinni, samanber segul-armböndin japönsku). Fræðsla læknisins um rafmagn hafði fyrst í stað ekki jafnmikla þýðingu, enda hafði það aldrei verið ætlun hans. Gilbért dó 1603 eða ári eftir að Guericke fæddist. Á næstu áratug- um gerðu ýmsir tilraunir meö litla glerstöng eða glerpípu. Þeir n,éru henni við ullarklút eða kat'tarskinn og síkemmtu sér við að heyra og sjá smá rafhleðsluneista frá stönginni á eftir. Ekkert frásagnarvert kom þó fram, unz borgarstjórinn í Magdeborg kom á sjónarsviðið með rafmögnun- arvél sína. Á dögum Guerickes kom hala- stjarna ein í einni eftirlitsferð sinni um heiminn í nánd jarðar. Hún vakti að venju ótta flestra, en vitaskuld forvitni borgarstjórans. Hann fékk þá hugmynd, að halastjarnan væri lir brennisteini, en hali hennar rafmagn- aður. Til að athuga mál þetta betur hugðist hann fara að dæmi Gilberts læknis, sem gerði lltið segulmagnað jarðlíki úr járni til að afchuga stöðu lítillar segulnálar, sem hann færði til eftlr yfirborði kúlunnar. Haim minnt- ist þess einnig, að í „De cnagnete“ tilgreinir Gilbert, að brennisteinn sé ett þeirra efna, sem rafmagnist. Hann lét nú blása stóra glerkúlu. Kúluna fyllti hann af brennisteins- mylsnu og bræddi hana síðan þar í einn klump. Þar næst braut hann glerið og hafði þá laglega brenni- steinskúlu, sem hann setti á tréskem- il og sneri þar, þó þannig, að kúlan nérist við undirstöðuna. Hann varð þess vís, að þegar hart var snúið, fór kúlan að lýsa og brak frá rafneist- um heyrðist. (Kómetan hélt áfram leið sína, en nú gat hún sagt þær fréttir, að hún heí-i séð elnn mann á jörðinni, og sá hefði einnig séð sig, verið algerlega óhræddur, hár, með kónganef). Rafmögnunarvélin varð þó sem bet ur fer eftir hér á jörðunni. Þetta áhald fann Guericke upp 1663 og 1 tilefni þess, að síðan eru liðin 300 ár, eru línur þessar ritaðar. Sjálfsagt hefur Guerioke endurbætt áhald sitt, því að hann gerði ýmsar tilraunir með rafhleðslur. Við hann er kennd sú þekking, að einnig geti stundum komið fram fráhrindiafl í sambandi við rafhl’eðslur. Loftdælu Guerickes og tilraunum með hana og „tómið" er fyrst lýst í bók — á latínu — sem út kom 1657. Hún komst strax f hendur Roberts Boyle’s, enska eðlisfræðingsins, sem fullkomnaði ýmsar tilraunimar, og af honum tóku aðrfr við hnoðanu. í beinan legg má auðveldlega rekja þróunarsöguna frá sogdælu Guerickes til gufuvélar Watts. En allir vita, að hún varð margra bama móðir. í riti, sem hann gaf seinna út, oirt- ust myndir og lýsing af brenn'isteins- búlunni frægu frá 1963. Englendingur einn breytti kúlunni í glerskífu og varð vélin í því formi mjög útbreitt tæki, um langan aldur, en oftast kennd við Guericke borgarstjóra. Þótt tækið í sjálfu sér hafi fátt fram yfir glerstöng Gil'berts og kattarskinn, var vélin þó alltaf vél, miklu virðu- legri og handhægari og auk þesö hjálpaði hún okkur við öflun ýmissa upplýsinga um rafmagnið. Ýmsir heið ursmenn allt frá Volgubökkum til Winnipegvatna unnu að því að auka þekkingu okkar á rafmagni og notuðu þá oft þessa litlu vél. ♦ Framhald á bls. 502. Dæla von Guerlcke frá 1654, sem selnna varð not fyrlr I gufuvéllnnl. 486 IÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.