Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Page 9
jólin kólnaSi aftur, með norðlæga veð
urátt, en hélzt þó snjókomulaust. —
Eitthvað kringum 20. des. var jóla-
leyfið gefið á Eiðum og hófst það, að
þessu sinni á laugardegi. Sr. Ásmund-
ur Guðmundsson, síðar biskup, var þá
skólastjóri á Eiðum. Hann hélt þann
sið, að hafa á hverju föstudagkvöldi,
eftir mat, Biblíulestur með þeim nem
endum, er þátt vildu taka í því. Fór
sá lestur fram á skrifstofu séra Ás-
mundar. Við vorum nokkrir nemend-
ur, sem þennan vetur tókum þátt í
Biblíulestrinum. Minnist ég æ síðan
þessara stunda, sem einhverra hinna
fagnaðarríkustu og hrifnæmustu
kennslustunda, sem ég hef notið. Og
voru þetta þó fyrst og fremst sam-
ræðustundir fremur en kennslutund-
ir. Leyfi ég mér að fullyrða það, að
hafi einhverjir, sem þær stundir sóttu
hjá séra Ásmundi, farið þaðan ósnortn
ir og án þess að finna þann yl trúar
og kærleika, sem þetta okkar þjáða
jarðlíf varðar mestu, hafa þeir hlotið
að vera, eins og skáldið sagði „úr
skrýtnum steini". — Föstudagskvöldið
hið síðasta, er kennt var á Eiðum að
þessu sinni fyrir jólin, var að venju
Biblíulestur á 'skrifstofu séra Ásmund
ar. Þeirri stund lauk hann með bæn,
þar sem hann m.a. bað Guð að
leiða för okkar sem nú að morgni
legðum af stað heim til foreldra okk-
ar og ástvina, og gera hana sem bjart
asta og bezta. Man ég, að honurn féltu
orð á þá leið, að þótt skammt ættum
við flest heim, væri það svo, að nyt-
um við ekki hjálpar Guðs og hand-
leiðslu, gæti hinn skemmsti spölur
lifsgöngu okkar orðið spölur harm-
sögu og háska. — Þessi orð festust
sérstaklega í minni mér, vegna þeirra
örðugleika, sem ég einmitt mæt'ti í
Iþelrri stuttu för, sem ég lagði í
næsta dag.
Laugardaginn síðasta fyrir jólin
lagði ég svo af stað frá Eiðum á
leið heim til mín. Þann dag fór ég
ekki nema eina bæjarleið, upp að
Brennistöðum, sem er annar af tveim
bæjum í Eiðaþinghá, er næstir standa
undir Tó, heiðinni, sem liggur til
Loðmundarfjarðar. Ætlaði ég að
dvelja á Brennistöðum síðari hluta
laugardagsins og gista þar eina nótt.
Þar var frænd- og vinafólk mitt, sem
ávallt var svo ánægjulegt að heim-
sækja. — Þar bjuggu þá fimm syst-
kin, er öll höfðu fæðzt þar og upp-
alizt og öll eyddu þar allri sinni ævi.
— En þessi systkin voru bræður
fjórir, Jóhann, Magnús, Sveinn og
Gunnar, sem allir eru nú látnir á
síðustu árum og systir, Ingibjörg að
nafni, sem ein lifir nú þeirra systk-
ina. — Milli ættfólks míns á Úlfs-
stöðum og Brennistaðasystkina var
gróin vinátta. Var þó elzti bróðirinn,
Jóhann, sérstaklega heimilisvinur og
óskagestur á Úlfsstöðum. Hann hafði
frá því ég man fyrst eftir og fram á
sin efri ár, þann starfa að sækja
í fyrstu réttir á haustin fé þeirra
Eiðaþinghæinga, ei' kom fyrir í Loð-
mundarfirði. Gisti nann þá að Úlfs-
stöðum 2—3 nætur. Auk þess kom
hann oft skemmtiferð niður í Úlfs-
staði á vorin og var þá eina til tvær
nætur. — Voru það miklar fagnaðar-
stundir hjá okkur strákunum, er Jó-
hann kom. — Hann flaugst á við okk
ur, þó mikið eldri væri, sagði margt
skemmtiiegt og lék á al's oddi. —
Þótti okkur þvi dvöl hans, er hann
kom, jafnan verða helzt til of skömm.
— Brennistaðasystkinin voru um allt
sérstætt kostafólk. Þau voru sérstæð
og fastmótuð í allri háttsemi, ákveð-
in í skoðunum og fóru í öllu sínar
eigin leiðir, þær leiðir, sem skynsemi
þeirra og eðlisfar bauð þeim að ganga
og hirtu ekki um hversu öðrum lík-
aði. Þau kusu aldrei að fylgja hin-
um troðnu slóðum fjöldans, og eng-
inn hlutur var þeim fjær en sá, að
hasla sér völl „þar sem hugstola
mannfjöldans vitund og vild, er villt
um og stjórnað af fáu“. En dreng-
skapur þeirra, heilshuga trygglyndi
og staðfesta til orða og verka, brást
aldrei neinum. Og innilegum viðtök-
um þeirra og rausn gleymir enginn,
sem að Brennistöðum kom.
Svo sem ég hafði ákveðið, dvaldi
ég á Brennistöðum síðari hluta laug-
ardagsins og aðfaranótt sunnudags.
En um klukkan 9 á sunnudagsmorgun-
inn kom Jóhann inn til mín og kvað
nú mál að leggja til ferðar, ef ég ætl-
aði til Loðmundarfjarðar í dag. Kvaðst
hann ætla að „skreppa hérna upp
á fjallið" og væri þá rétt, að við yrð-
um samferða þann spöl. Vissi ég
strax hvað klukkan sló hjá Jóhanni,
imeð þessum orðum, því auðvitað
átti hann ekkert erindi „upp á fjall“,
annað en það að fylgja mér á leið.
Og auðvitað mundi hann fylgja mér
lengra en aðeins upp á. fjallið. —
En þannig var Jóhann í öllu, að
ætlaði hann að gera einhverjum
greiða, eða einhver bæði hann að-
stoðar, tók hann jafnan lítt undir
það eða ekki. En efndirnar urðu því
stærri. Er ég hafði matazt á Brenni
stöðum og Ingibjörg stungið að mér
nestisbita til að hressa mig á á leið-
inni, lögðum við Jóhann af stað. Var
veður allgott, en hálfkalt og alskýj-
að í lofti, en þó bjart á fjöllum. Er
við gomum upp á fjallið, varð strax
fyrir okkur allmikill snjór og er til
heiðarinnar dró, mátti segja, að hvergi
sæi auðan dil, utan hæstu melkolla
á stöku stað. En snjórinn var það
samfreða, að manni hélt viðast uppi
og mátti því telja gagnfæri gott. —
Okkur sóttist því ferðin greiðlega, j
og klukkan um 11,30 vorum við komn
ir á melhæð, er upp úr fönninni stóð,
spölkorn vestan við svonefnda mið-
heiði. — Þar settumst við niður um
stund og kvaðst Jóhann nú ekki lengra !
fara, enda var þá ekki eftir nema 1
liðlega tveggja tíma gangur til Loð- J
mundarfjarðar. Meðan við áðum
þarna á melnum tók mjög að þykkna i
skýjafar í lofti og færði gráa þoku-
bakka á svonefnd Iílíðarfjöll, milli 1
Jökulsárhlíðar og Vopnafjarðar. — j
Þóttumst við sjá, að bakkar þeir boð- j
uðu snjókomu og veðrabrigði. Taldi
Jóhann þó að veður myndi haldast
bjart þann dag. Að lokinni stundar-
hvíld kvöddumst við Jóhann og hélt
hvor í átt til síns heima. Tók ég
stefnuna til suðausturs og ætlaði að
koma á eystri heiðarbrún sunnan Klif
anna og fara þar niður til að losna
við einstigið. — En veðrabrigði þau,
er við Jóhann þóttumst sjá, að í
vændum væru, komu skjótar en við
höfðum búizt við. Ég mun vart hafa
verið búinn að ganga lengur en stund
arfjórðung, er fyrstu snjókornin féllu
í andlit mér, og á augabragði var
yfir skollið norðaustan snjóveður, svo
dimmt, að eigi sá fótmál frá sér. —
Um leið og snjóveðrið skall yfir nam
ég staðar og kom mér í hug að rétf
mundi fyrir mig að snúa aftur til
baka, leiðina til Héraðs, og freista
ef ég gengi hvatlega, hvort ég næði
eigi Jóhanni, með því að kalla til
hans í veðrinu. En frá því ráði hvarf
ég, því mér þótti illt að komast ekki
heim, þar sem svo tiltölulega skammt
var orðið á leiðarenda. Og með því
að nú átti ekki að vera_meira en 40
—50 mín. gangur, þar til ég næði
eystri brún heiðarinnar, ákvað ég að
halda áfram, enda vonaði ég, að hríð
sú, er yfir var skollin væri aðeins
él eitt, er innan stundar mundi birta.
Hélt ég svo áfram ferðinni og þótt-
ist hafa rétta stefnu. En er ég hafði
gengið í klukkutíma og ekki tók enn
að halla undan fæti, fór mér ekki að
lítast á blikuna. Því svo hratt hafði
ég gengið að á eystri heiðarbrún Tó-
ar átti ég þá að vera kominn, og
af henni liggja snarbrattar brekkur
niður í Loðmundarfjörð, sunnan Klif-
anna. Eg nam staðar og fór að velta
fyrir mér, hvað gera skyldi. Hríðin
var æ jafndimm, svo hvergi sá til
kennileita eða fjalla og nú tók að
styttast til myrkurs í skemmsta
skammdeginu. Hálfsmeykur og eigin-
lega stefnulaust, hélt ég enn áfram.
En er ég hafði litla stund gengið,
kom ég að háum kletti, er upp úr
Knútur Þorsteinsson
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
489