Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Síða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Síða 12
SPJALLAÐ Vlfl JÚHANNES JÓNSSON UM _ 1 HÁKARLA- VEIOAR A HÚNAFLÚA MARGIR telja hákarl eitthvert mesta lostæti, sem úr sjó er dregiS við ísland. HákarlaveiSar munu þó orðnar faverfandi, miðaS við það sem éður var, og með öllu mun lagt fyrir róða að draga hákarl á handvað', eins Og áður var alsiða. Sú veiðiaðferð hélzt þó við lýði langt fram á tutt- ugustu öld. Jóhannes Jónsson frá Asparvík á Ströndum mun vera með- al þeirra siðustu, sem stundað hafa hákarlaveiðar með þeirri aðferð, og Ihann er manna fróðastur um vinnu- brögð öll við veiðarnar og hegðan há- karlsins og kann frá mörgu að segja f því sambandi. Ég, sem aldrei hef hákarl séð í annarri mynd en niður-- sneiddan á Nausti, náði fyrir skömmu tali af Jóhannesi og fékk hann til að miðla mér og lesendum nokkrum fróðleik imi þá gagnmerku sjávar- skepnu, hákarlinn. Jóhannes er alinn upp í Asparvík, sem liggur milli Bjarnarfjarðar og Kaldbaksvíkur, frá níu ára aldri, en íæddur er hann að Svanshóli i Bjam- arfirði, sem kunnur er úr Njálu. Hann ikveðst fyrst hafa farið í hákarlalegu tim fimmtán ára aldur á árabát með Guðmundi Guðmundssyni bónda á Klelfum: Slðan heldur Jóhannes á- fram: — Ég mun hafa verið við hákarla- velðar í eitthvað fimmtán vetur, íbæði á opnum bátum, árabátum fyrst og síðan trillum, og á dekkbáti. Það var alltaf sami báturinn, Skarphéðinn, sem Hrólfur Sigurjónsson, bróðurson- ur Stefáns frá Hvítadal, var formað- ur fyrir. Þarna voru yfirleitt sömu mennimir ár eftir ár, og formaðurinn var að jafnaði yngsti maðurinn um borð, en Hrólfur dó kornungur. — Skarphéðinn var gerður út frá Hólma vík, og þaðan var einnig gerður út annar bátur á hákarl, Geir, sem Loftur Bjarnason var með. Þetta hafa hvor tveggja verið svona tíu eða tólf tonna bátar. Þessum bátum var haldið úti síðari hluta vetrar og á vorin, yfir- leitt byrjað á einmánuði. Áður en þessir bátar fóru út réri ég með Bjarna bróður mínum, sem nú er bóndi í Bjarnarhöfn. Hann var lengi formaður og mjög heppinn og fan sæll aflamaður. Þegar Bjarni hætti hákarlaveiðum, gaf hann Þjóðminja- safninu veiðarfæri sín og eru þau þar nú til sýnis. Við byrjuðum yfirleitt á þeim veiðum í janúar, en tíðarfarið 492 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.