Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Síða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Síða 16
TUNGLIÐ ÞAÐ væri ekki úi« vegi nú, þegar sú stund nálgast óðum, að fyrsta mannaða geimfarið lendi á yfirborði tunglsins, að líta um öxl og virða fyrir sér, hvernig tunglið og tungl- ferðir hafa birzt í draumum og vís- indum undanfarinna aldaraða. Við skulum þð ganga fram hjá þeim „vís- indaævintýrum“ (science fiction), sem nútímamenn eru fóðraðir á, því að skáldSkapur horfinna kyntdóða um tunglið með sínu barnalega en frumlega hugmyndaflugi var miklu mannslegri og verðmætari. Sumir | heimspekiskólar i fornöld höfðu þess j utan furðuréttar hugmyndir um þenn ' an nábúa okkar í himingeimnum, hreyfingar hans og fjarlægð frá jörðu. Eftirfarandi gefur t. d. að líta í riti Plutarks „Andlit mánans“. (Ritið er í tvíræðuformi): „Farnakes: En þú ræður mér þó ekki til þess að verja viðhorf, sem þú eignar stóumönnum, fyrr en þú hefur skýrt, hvernig þú sjálfur hef- ur endaskipti á alheiminum?" — Lucius brosti og sagði: Jæja þá, en lát mig þá ekki kenna ásakana fyr- ir guðleysi, líkt og Aristark frá Sam- os varð fyrir. Hellenar ákærðu Ari- stark fyrir að flytja arin alheimsins og miðdepil, þegar hann vildi skýra þær hreyfingar, sem virðast vera í himingeimnum, með því, að sjálfur himinninn væri kyrr, en jörðin hreyf- ist eftir skábraut samtímis því, að hún snérist um eigin möndul. Nú vil ég ekki setja fram neina persónulega skoðun á þessu. En hafa þeir frekar endaskipti á hlutunum, sem álíta, að máninn sé lítill jarðhnöttur, en þú í lausu lofti, þótt hún sé miklu stærri en máninn, en það hafa stærðfræðing ar reiknað út af myrkvum og af ferð imánans gegnum jarðskuggann? — Samt sem áður óttast þú, að máninn falli niður. En það er einmitt hreyf- ingar mánans og hinn hraði snúning- ur hans, sem kemur í veg fyrir, að hann falli niður; alveg eins og hin hraða sveifla hlutar, sem bundinn erí slöngu, kemur í veg fyrir, að hlutun. inn falli. Allir hlutir hreyfast vegna sinnar eigin náttúrulegu hreyfingar, ef þeir eru ekki hindraðir af ein- hverju. Og máninn dregst ekki niður af sínum eigin þunga vegna þess, að hringhreyfingin upphefur falltilhneig inguna. . . . Hugsaðu um það, sem Aristark sannaði í riti sínu „Um stærðir og Þetfa er sennilega elzta teikning, sem telknuð hefur verið af tunglinu með því að horfa á það í sjónauka. Hún er eftir stjörnufræðinginn Harriot. 496 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.