Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Síða 21
FOR YSTUSA UÐURINN ROKKUR
Bergsteinn Kristjánsson liefur
látið bla'ðið hafa nokkrar frá-
sögur af mönnum og dýrum,
sem munu birtast öðru hvoru
undir samtitlinum: „Frá mönn-
um og dýrum“. — Hér birtist
hin fyrsta þeirra:
Helgir dagar og staðii- er
eitt af því, sem mennirmr
hafa fram yfir dýrin. Þessir
helgu staðir og helgu stundir
hafa löngum haft mikil áhrif
á sálarlíf manna og lyft hug-
um þeirra upp yfir strit og
þras hinna virku daga,- Staðir
og stundir helgast af orðum
og verkum manna og örlaga-
ríkum atburðum í sögu lands
og þjóðar, og oftast fá staðirn-
ir nafn í því sambandi, þvi að
landslag yrði lítils virði, ef
það héti ekki neitt“, eins og
skáldið sagði.
Þeir menn, sem hafa á hendi
stjórn lands og þjóðar, hafa oft
mikil áhrif á dagíegt líf fólksins
í landinu með boðum sínum og
bönnum. Jafnvel ein ákvörðun
þeirra getur valdið algerum
straumhvörfum í lífi manna og
dýra.
Svo var það, þegar Alþingi á-
kvað að friða umhverfi Þingvalla,
ems helgasta staðár þjóðarinnar,
fyrir ágangi sauðfjár. Þingvellir
eru víðfrægir fyrir fagurt og sér-
kennilegt landslag, og mikill fjöldi
listamanna hefur sótt þangað fagr-
ar myndir, bæði í litum, ljóðum
og lausu máti. Eina af þeim
smærri þessara mynda hlustaði ég
á í útvarpi fyrir stuttu. Þar var
með hlýjum orðum sagt frá Jónasi,
bóndanum í Hrauntúni, sem átti
kúna trygglyndu, sem aldrei vildi
sjá af mjaltakonunni, og fylgdi
henni síðast til Þingvalla, er hún
hvarf frá Hrauntúni, en sögumað-
urinn var dóttir konunnar, sem
var með í förinni, þá níu ára göm-
ul. Hún sagði líka frá háttum
bóndans, góðlyndi hans, nærgætni
við menn og dýr og hógværð í
framgöngu. Hann stundaði rjúpna
veiðar stundum á veturna, en það
þótti sögúmanni einkennilegt, að
þá fór hann jafnan upp í fjöll,
þótt mikið af rjúpu væri að vappa
heimundir bæ, enda voru þær svo
spakar, að oft mátti sjá þær á vor-
in í fararbroddi 10—12 unga heim
við túngarð. Sá túngarður var mik-
ið mannvirki, tvíhlaðinn úr hraun-
grjóti, mannhæðar hár, og tók það
bóndann sjö ár að hlaða hann um-
hverfis túnið. Jónas átti margt og
fallegt sauðfé, enda sauðfjárbeit-
in í Þingvallahrauni og skógum
orðlögð um Suðurland.
Eftir að ég hafði hlustað á frá-
sögn konunnar, langaði mig að
stækka þessa búskaparmynd úr
Þingvallahrauni. Ég fór því á fund
Halldórs, sonar Jónasar í Ilraun-
túni, sem einnig bjó þar um skeið.
Hann hefur oft og lengi dvalið
úti í náttúrunni sumarlangt, meðal
annars í Hvítárnesi við Kjalveg
sumrin 1036—’39. Þar kjmntist
hánn háttum sauðfjárins, þar sem
það gengur sjálfala fjarri manna-
byggðum, án afskipta manna og
hunda. Hann minnist hlýlega veru
sinnar í Hrauntúni, fyrst sem ung-
mennis í foreldrahúsum og síðar
sem bónda. Hann segir, að svo
hafi verið hagsælt í Hrauntúni, að
komið hafi fyrir, að lömb hafi ekki
verið hýst vetrarlangt, og þrifizt
þó vel. Ein sérkennileg sauðkind
er honum ferskust í minni af því,
hve hún skar sig úr fjöldanum í
háttum sínum. Þessi sauðkind var
hvítur sauður, sem Jónas hafði
keypt af vinnumanni í Skógarkoti.
Fyrri eigandinn hafði gert sér það
til gamans að venja á honum horn-
in, svo að hann þekktist betur írá
öðrum kindum, og auk þess hafði
hann gefib honum bjöllu, sem
vakti drjúga athygli á honum,
hvar sem hann fór. Hann hafði
líka gefið honum nafnið Rokkur,
og bar hann það til æviloka. En
ekkert af þessu hefði nægt Rokk
til frægðar, því að þetta mátti öll-
um sauðum gera, sem ekki áttu
aðra frægðarvon en þá að vera
með fallþunga, sem væri nær 70
en 60 pundum, þegar. þeir væru
allir.
En er Rokkur kom í nýju vist-
ina, varð þess fljótt vart, að hann
hafði forystuhæfdeika. Hann sást
oft standa á hraunhólum og horfa
yfir sauðahjörðina eins og liðsfor-
ingi yfir stríðsfólk sitt. En því
mátti alltaf treysta, ef veður versn
aði eða færð spilltist, var hann jafn
an kominn í fararbroddi heim til
húsa í tæka tíð, og allir sauðirnir
hlýddu forystu hans og forsjá.
Eitt slíkra tilfella er Halldóri þó
minnisstæðast. Það hafði kyngt
niður óvenju miklum snjó í logni,
svo að mjög var torfært um hag-
ana, og segir Halldór, að nágrann-
arnir í Skógarkoli hafi verið í tvo
daga að tína saman fé sitt og koma
því til húsa. En þegar þeir Hraun-
túnsmenn fóru að huga a-ð sínu
fé, mættu þeir því, þar sem það
var komið hálfa leið áleiðis til
húsa. Var Rokkur í fararbroddi.
Tróð brautina og hringdi bjöllu
sinni, en allir sauðirnir gengu í
braut hans í samfelldri lest. Með
þessum og öðrum tiltektum vann
Rokkur sér miklar vinsældir. Þótt
sauðunum væri vanalega fargað
3—4 vetra, var Rokk ekki fargað
fyrr en hann var 14 vetra, svo mik-
ils þótti verð forysta hans, en þá
var hann orðinn rýr og ellimóðúr.
Þetta er litil mynd frá einu af
þeim þremur sauðfjárbúum, sem
lögð voru niður við stofnun þjóð-
garðsins.
vekja hjá honum nýja hugmynd.
Hugdettan er þrásækin: Losnar
harin við sambýlið, ef yrðlingarn-
ir verða fjarlægðir? Það ætti að
reynast auðvelt að ganga frá þeim
vanburða aumingjum við hentugt
tækifæri.
Dagarnir eru hlýir, sól skín á
heiðum himni. Mjúkur andvari
fer um skógiinn. Vatnið er blátt
og spegilslétt, meyrar og sundur-
lausar ísspangir rekur suður til út-
fallsins.
Gamii greiíinginn ráfar um og
gefur refahjónunum hornauga.
Rebbi læðist út í skóginn. Læðan
hlynnir að yrðlingunum. Þegar
hann lætur til skarar skríða, verð-
ur hann að mæta henni. Hann
undirbýr áhlaupið, leggur af stað
inn eftir göngunum.
Læðan verður þess vör, að hann
er nálægur, rís á fætur og býst
um á varðstöðu. Hættan er yfir-
vofandi.
Greifinginn er kominn á fleygi-
ferð, hleypur á tófuna, svo að hún
hrökklast frá bælinu og steypir
stömpum. Hann glefsar til yrðling-
anna, tilræðið geigar. Móðirin
ræðst á hann í trylltri örvæntingu.
Greifinginn er uggandi um leiks-
lok, grípur þó eimn yrðlinginn í
kjaftinn og leitar útgöngu. Læðain
hangir í honum, urrar og skrækir
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ