Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 2
Itölsku leiðsðgumennirnir okkar Ég ætla að nota þetta tækifæri til að segja nokkur orð um hann Michael gamla Angelo. Ég hef alltaf borið feikilega virðingu fyrir honum, þess- um geysimikla hæfileikamanni, sem var mikill á öllum sviðum, þar sem hann lét til sín taka: Mikið skáld, mikill myndhöggvari, og mikill bygg- ingameistari. En ég óska ekki eftir að fá Miehael Angelo bæði í morgun- verð, hádegisverð og kvöldverð. Ég vil hafa fjölbreyttara mataræði. í Genf gerði hann uppdrætti að öllu, í Mílanó lagði hann eða lærisveinar hans grundvöllinn að Como-vatninu. í Padúa, Veróna, Feneyjum og Bo- logna segir leiðsögumaðurinn ekki frá öðrum en Miehael Angelo. í Flór- enz málaði hann allt og gerði upp- drætti að næstum öllu, og ef svo ó- líklega skyldi vilja til, að hann hefði ekki gert eitthvað, horfði hann að minnsta kosti á það og sat á stein- inum, sem okkur er sýndur. í Písa lagði hann grundvöll að öllu nema turninum, og jafnvel þessum turni væri bætt á hann, ef hann hallaðist ekki langt úr hófi. Hann gerði upp- drætti að Livorno-höllinni og toll- húsinu í Civita Vecchina, og loks — þetta fer nú að verða fullmikið af svo góðu: Hann lagði grundvöliinn að Sankti-Pétri, páfanum, einkennis- búningum lifvarða páfans, Tíberfljóti, Vatikaninu, Kolosseum, Kapitolum, Tarpeubjarginu, Barberinihöllinni, Laterana'höllinni, Kampanium, Via Appia, hæðunum sjö, baðhúsunum og skólpræsunum miklu — þessi ei- lífi, en þrautleiðinlegi, dugnaðar- forkur lagði grundvöllinn að borg- inni eiLífu, og ef allir menn og allar bækur ekki skrökva, þá málaði hann hana líka alla. Félagi minn sagði í gær við leiðsögumanninn: — Þetta er nóg, þetta er nóg, hættu nú. Taktu þetta allt í einu og segðu, að skapar- inn hafi búið til Ítalíu eftir uppdrætti Michaels Angelo. Aldrei á ævinni hef ég orðið jafn rólegur og jafn yfir mig hrifinn og í gær, þegar ég komst að því, að Mich- ael Angelo er ekki lengur á lífi. Við toguðum þessi tíðindi út úr leiðsögu- manninum okkar. Hann fylgdi okkur mílu eftir mílu um málverk og högg- myndir á geysistórum göngunum í Vatikaninu og um milu eftir mílu af málverkum og höggmyndum í tutt- ugu öðrum höllum. Hann sýndi okkur stóra málverkið í Sixtínsku kapell- unni og freskómyndir, sem myndu nægja til að þekja allan himininn —, og næstum allt þetta gerði Miehael Angelo. Við ákváðum að nota gegn honum ráð, sem þegar hafði gefizt vel gegn mörgum leiðsögumönn- um —, heimsku- og og fáránlegar spurningar. Þessa menn grunar ekk- ert, þeir skilja ekki kaldhæðni. Hann sýnir okkur einhverja styttu og segir: — Myndastytta úr bronzi. Við horfum kæruleysislega á hana, og doktorinn í hópnum segir: — Eftir Michael Angelo? — Nei, það veit enginn eftir hvern. Hann bendir okkur á hið gamla Forum Romanum. Do'ktorinn spyr: — Miohael Angelo? Leiðsögumaðurinn svarar furðu lostinn: — Nei, þúsund árum eldra en hann. Egypzk obeliska. Aftur: — Michael Angelo? — Ó, guð minn góður, herrar mín- ir! Tvö þúsund árum eldra en hann. í þetta skipti verður hann svo þreyttur á þessum látlausu spuming- um, að hann verður hræddur við að sýna okkur nokkuð. Manntetrið reyn- ir á allan hátt að koma okkur í skiln- ing um, að Miehael Angelo sé aðeins sekur um að hafa búið til hluta af heiminum, en fram að þessu hefur það ekki heppnazt. Hvíld er nauð- synleg fyrir augun og heilann, sem eru þreytt eftir látlausar skoðunar- ferðir, svo að við verðum ekki vit- lausir. Leiðsögumaðurinn verður þá að þjást. Ef hann ekki nýtur hvíldar- innar, hefur hann verra af. Nú verð ég að segja eitthvað um þessa óhjákvæmilegu leiðindapúka — evrópsku leiðsögumennina. Margir ala í brjósti sér þá ósk að mega skoða markverka hluti án leiðsögumanns, en þar sem slíkt er ekki til að tala um, óska þeir þess að minnsta kosti að geta notað hann sér til skemmt- unar til að bæta sér upp að öðru leyti leiðinlegan félagsskap hans. Okkur tókst þetta, og við værum ánægðir, ef fleirí gætu notað aðferð okkar. Leiðsögumönnunum í Genúa lík- ar ágætlega við Ameríkumenn, því að þeir dást ákaflega að helgum minjum um Kristófer Kólumbus, og eru fullir lo) íingar gagnvart þeim. Leiðsögumaðilcinn okkar byrjaði að snúast í kringjm okkur, eins og hann hefði gleypt fjaðradýnu. Hann var fullur af fjöfi og óþolinmæði. Hann sagði: — Komið þið með mér, herrar mínir, komið. Ég ætla að sýna ykkur bréf, sem Kristófer Kólumbus skrif- aði. Hann skrifaði það sjálfur með eigin hendi! Komið þið! Hann fylgdi okkur inn í hús i borg- inni. Eftir að nokkrir lásar höfðu verið opnaðir með mjög tilkomu- miklu lykilskrölti, var breitt úr gömlu og blettóttu skjali fyrir fram- an okkur. Augu leiðsögumannsins tóku að ljóma. Hann dansaði kringum okkur og sló fingrinum á bókfellið. — Ég skal segja ykkuiwþað, herrar mínir. Þetta er skrift Kristófers KóL- umbusar. Hann skrifaði þetta sjálfur með eigin hendi. Við horfðum á skjalið án nokkurs sýnil'egs áhuga, algjörlega kærulaus- ir. Doktorinn skoðaði skjaHð mjög níf-’wemlega og sagði: — Hver skrifaði þetta eiginlega? — Kristc'’«r Kólumbus, hinn frægi, mikii Krist*Hr Kólumbus. AÍftur nák" ím athugun. — Skrifa&v hann þetta sjálfur? — Já, has- sjálfur, Kristófer Kól- umbus, þetit, »,r hans eigin skrift. Doktorinn ’ -igði frá sér skjalið og sagði: — Ég þekki í Ameríku fjórtán ára gamlan dreng, sem skrifar betur. — En þetta er hinn mikli Krist- óf . . . /— Það er alveg sama. Þetta er sú versta skrift, sem ég hef nokkurn tíma séð. Þú skalt ekki halda, að þú getir gert okkur hissa, þó að við sé- um útlendingar. Við erum engin fífl. Ef þið eigið verulega fallega skrift, skaltu reyna að sýna okkur hana, ef ekki, skulum við halda áfram. Við héldum áfram. Leiðsögumaður- inn var mjög daufur í dálkinn, en á- kvað þó að reyna einu sinni enn. Hann átti enn þá eitthvað eftir, sem hann vonaði, að vekti furðu okkar. — Komið á eftir mér, herrar mín- ir. Ég skal sýna ykkur mjög fallega og góða höggmynd af Kristófer Kól* umbusi. Mjög falleg mynd, afar skemmtilegur fótstallur. Doktorinn setti upp einglyrnið, sem hann notaði sérstaklega við slík tækifæri. — Hvað faeitir þessi náungi? — Kristófer Kólumbus, hinn mikli Kristófer Kólumbus. — Kristófer Kólumbus? Hinn mikli Kristófer Kólumbus? Hvað gerði hann af sér? — Hva . . . ? Hann fann Ameríku. — Fann Ameríku? Það þykir mér nú hálfskrýtið að heyra. Við erum Framhald á bls. 574. 554 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.