Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 15
að hann hefði óseðjandi og ástríðu-
fulla ást á hafinu. í fristundum sín-
nm leitaði hann alltaf til strandar-
innar með kíki sinn, myndavél og
teikniblokk. Hann kynnti sér hátta-
lag fuglanna, teiknaði bl'óm, dýr og
einkennilega kletta, tók mynd af öllu,
sem fyrir augu bar. Mestar mætur
hafði hann á ströndinni við Hoxa
Sund. Klettarnir við ströndina voru
úr rauðum sandsteini. Þeir voru ekki
sérléga háir, eyðilegir, en þó sums
staðar grasi vaxnir. Víðs vegar á
þeim var furðulegur fjöldi keltneskra
minja. Þarna reikaði hann um aleinn
tímunum saman, ef hann réri þá ekki
út á sundið og lét sig reka meðan
hann svipaðist um með kíki sínum.
Scapa Flow var flotastöð Englands
bæði í fyrra og síðara heimsstríði.
Þetta er flói, lokaður af með eyjaröð
og er stærð hans u.þ.b. 10x10 km.
Milli eyjanna liggja þröng sund með
náttúrlegum hindrunum fyrir sigl-
ingar, bæði ofan sjávar og neðan,
sker og kletta. Þrjú stærstu sundin
milli eyjanna eru Hoxa Sund, sem er
hin venjulega siglingaleið út úr fló-
anum til austurs, og svo sundin Holm
og Hoy. Öll sundin milli eyjanna, sem
skipgeng voru, voru lokuð neðansjáv-
ar með geysistórum kafbátanetum,
jafnvel á friðartímum. Staðsetning
þeirra og gerð var algjört hernaðar-
leyndarmál. í stuttu máli sagt: Scapa
Flow var að allra áliti ein öruggasta
flotahöfn heimsins. Þar lá meirihluti
hinna stærstu herskipa Bnglands og
fjöldi orrustuskipa og tundurspilla.
Meðal þessara skipa var hið fræga
skip „Royal Oak“, sem hafði hlotið
frægð sína, er það sigraði í mikilli
sjóorrustu úti fyrir Jótlandsströndum
í heimsstyrjöldinni fyrri. Þetta var
feiknastórt skip eða 29.150 lestir. Það
hafði verið smíðað 1914 og fullskipað
var áhöfn þess 1200 manns.
Ortel hafði mikinn áhuga á Scapa
Flow og sögu staðarins; þar var ef til
vill fól'gin skýringin á hinum mörgu
og löngu ferðum hans við flóann og
Hoxa Sund á árunum eftir 1930.
Hann hafði auk þess mikla tilhneig-
ingu til þess að afla sér sjálfur upp-
lýsinga um það, sem hann ekki vissi
eða skildi. Sjóliðarnir á flotanum
voru fastir viðskiptavini.r hans, og
Ortel var þannig gerður, að hann lét
sér ekki nægja að afgreiða menn og
þar með búið: Hann mátti til með að
tala við þá og stofna til kunnings-
skapar við þá.
Lífið í Kirkwall gekk sxnn gang,
átakalaust og án stórtíðinda, en í
honum stóra heimr utan eyjarinnar
var ýmislegt á seyði, sem benti ótví-
rætt til þess ao stórtíðinda væri að
vænta áður en langt um liði. — Og í
marz 1939 þrömmuðu velvopnaðar og
velþjálfaðar þýzkar hersveitir inn í
Tékkóslóvakíu. Þessir atburðir leiddu
sem kunnugt er til blekkingarsamn-
inga þeirra Hitlers og Chamberlains,
sem voru ekki annað cn svikarof í
ófriðarblikuna, sem vofði yfir Evr-
ópu. í september réðust Þjóðvexjar
inn í Pólland, og þá sagði England
Þýzkalandi stríð á hendur.
Úrsmiðurinn í Kirkwall var einna
fyrstur manna þar til að sýna þjóð-
hollustu sína í verki. Hann var sá
íbúa bæjarins, sem keypti flest stríðs
skuldabréfin: Hann var jú orðinn
enskur ríkisborgari. Hann kvartaði
sáran yfir því við sína mörgu kunn-
ingja ,að það væri illa farið, að hann
gæti ekki gefið sig fram ti] herþjón-
ustu vegna aldurs. Það var sem sagt
enginn maður í þorpinu, sem var í
minnsta vafa um, hvorum megin
Ortel stóð. Samúð hans var samfara
ríkisborgararétti hans, Hinar daglegu
umræður manna um veðrið o.s.frv.
voru nú löngu orðnar úreltar. Nú töl-
uðu allir um stríðið og stjórnmálín.
Og eyjaskeggjarnir fundu, að þeir
voru dálítið þýðingarmiklir í þessum
tröllslega hildarleik: Þeir voru nefni-
lega næstu nágrannar ensku flota-
stöðvarinnar í Scapa Flow.
Ortel hafði útvarpstæki i búðuini
hjá sér, og hver og einn gat komið
þangað og hlustað á fréttirnar úr
stríðinu. Fréttirnar urðu síðan oft til-
efni liflegra rökræðna í búðinni, sem
Ortel tók þátt í af lífi og sál. Sjólið-
arnir gátu líka alltaf gefið þessum
umræðum lit með því að leggja orð
í belg. Þeir vissu ýmislegt, sem eyja-
skeggjar höfðu enga möguleika til að
vita, sérstaklega um ýmislegt, sem
varðaði flotastöðina.
í byrjun október 1939 veittu fiski-
menn austan við Scapa Flow því at-
hygli, að eitthvað óvenjulegt var á
seyði í Hoxa Sundi, en sigling
um það hafði auðvitað verið forboðin
öðrum skipum en herskipum, strax
og stríðið hófst. Fjö.ldi herskipa af
minni gerðum sigldi frarn og aftur
um sundið á öllum tímum eða lá við
akkerisfestar á sundinu. Menn veltu
því fyrir sér, hvort þetta væru venju-
l'eg varðskip eða hvort eitthvað annað
og meira byggi á bak við ferðir skip-
ánna. Þetta forvitnismál var tíðum
rætt í búð Ortels, og var fólk ekki á
einu máli um það. Sumir héldu, að
skipin væru að endurskoða kafbáta-
Hið glæsilega herskip ,,Royal Oak" hafði tólf hundruð manna áhöfn og hefði orðið hættulegt hverjum óvini á sjó, ef úrsmið-
urinn Ortei hefði ekki búið því gröf.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
567