Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 12
\ • • FRA MONNUM 06 DÝRUM Kjör unglinga á fslandi hafa breytzt mjög síðastliðin ár ekki siður en annarra stétta. Um síð- ustu aldamót urðu allir að vinna baki brotnu, unglingarnir strax og þeir komust á legg, og gamla fólk- ið meðan það hafði uppisetumátt. Þó komst vinnukappið í hámark um sláttinn. Heyið var eina fóðrið handa fénaðinum, og afurðir bú- fjárins stóðu undir framfæri fólks ins og skyldum og sköttum. Hér var því barizt góðri baráttu fyrir því að bjarga sér sjálfur. En að leita hjálpar annarra var talið til uppgjafar. Eins og önnur strið var þetta stríð á hlaupum. Keppzt var við í hverju áhlaupi að ná settu marki, ljúka við að slá viss'an blett, hirða af orfum, en að því búnu hvílzt um stund. Það hafði verið stanzlaus hirð- ing og góður þurrkur nærri heila viku. En um hádegi á föstudag var hirðingunni lokið, og allt hey, sem laust var, komið í hús og menn og hestar hvíldarþurfi. En það er eitt af því góða við æskuna, að hún er fljót að hvílast, líkt og hún er fl'jót að láta huggast. Áður en klukkan var þrjú, var Monsi, jafnaldri minn og nágranni, kominn með þær fréttir, að hann hefði fengið frí allt til kvölds og ætlaði í veiði- ferð, helzt alla leið út í Rangár- hólma. Þar var líka eitthvað af berjurn, og auðvitað vildi hann ólmur fá mig með. Ég vissi ekki, hvort óhætt væri að biðja um svo langt frí, en herti þó upp hugann. Og þegar ég kom aftur til Monsa, hafði ég þær fréttir að færa, að ekki einungis mætti ég fara, held- ur mættum við hafa Randver gamla til reiðar, svo við þyrftum ekki að vaða yfir Fiská. En Rand- ver var ákaflega vinsæl og skemmtileg skepna. Öllum á heim- ilinu þótti vænt um hann vegna langrar og notalegrar þjónustu. Á litinn var hann, semi kallað er brúnskjóttur, það er svartur og hvítur, og í mínum augum var þess um litum svo fallega komið fyrir í röndum og blettum, að ég gat horft á það með velþóknun og að- dáun, eins og þegar nútíðarspek- ingar horfa á málverk, en ef til vill hefur dálæti mitt á Randver valdið þar nokkru um. En þó er það víst, að fleirum hefur þótt hann skrautlegur en mér; það .sannar nafnið, því að ekki var það ég, sem gaf honum það. Randver var afbragðsþýður í gangi og l'éttur í spori, þótt ekki væri hann neinn hlaupagarpur. Hann hefði því vel getað komizt til mikillar virðingar sem reiðhestur. En þar var hæng- ur á. Hann hafði aldrei náð meiri vexti en tvævett trippi. Hann var því aldrei hafður undir heyband. Þótt hann væri nægilega sterkur til að bera það, hefðu baggarnir dregizt með jörðinni. Við krakk- arnir, sem fórum á milli með hey- lestina, fengum hann því til reið- ar. Sömu annmörkum var það bundið, að fullorðnir menn notuðu hann til reiðar; fætur þeirra dróg- ust með jörðinni, einkum ef götur voru djúpar. Svo bagalegt og hvumleitt sem þetta þótti, þá var Randver { miklu dálæti sem söðul- hestur vegna þýðgengi og góðrar lundar. En í mestu dál'æti var hann þó hjá unglingunum, sem bezt kunnu að meta þægð hans og umburðarlyndi, því að það gat komið fyrir, að við reyndum að lyfta honum frá jörðu eða að standa á höfði á baki hans. Ekki þurftum við að -safa lang- RANDVERSREISA an heíinanbúnað. Randver var heima við og ekki var annað en smeygja á hann bandbeizli, því að berbakaður átti hann að vera. Við tíndum nokkra ánamaðka í krús, og tókum færin okkar, sem voru nú heldur fátækleg; blýsakka, öngultaumur og öngull. Á þetta vorum við vanir að veiða smá- silung í Fiská, og svo hafði mamma stungið að mér litlum nestisbita, því að hún vissi, að okkur þótti ákaflega gaman að borða aukabita á milli máltíða og þó helzt úti í náttúrunni. Svo var lagt af stað. Inn með túngarði og inn Flatir og allt til Miðvaðs. Þar lá skágata niður að Miðvaðsrétt og milli hennar og stekksins að vaðinu. Dyr stekks og réttar höfðu horft hvor á móti annarri í ótelj- andi ár. Réttardyrnar léttar á brún og brosandi, en dyrnar á stekkn- um þungbrýndar og tvíræðar á svip. Það var víst af því að gert var yfir þær. Eyrin við ána var stórgrýtt, og grjótið og mölin í henni slétt og vatnsnúin. Nú varð að hafa hljótt og fara varlega, því að til hægri handar var Mið- vaðshylur, og ekki mátti styggja silunginn, og Randver var svo hæglátur, að það var engu líkara en hann skildi þetta. Við teymdr um hann að stórum steini og klifr- uðum á bak honum, og hann óð yfir ána og upp á bakkann hinum megin. Við teymdum hann í stóra og hvanngræna Miðvaðslautina, og hann fór að bíta, því að hon- um þótti gaman að borða eins og okkur. Svo var stiklað á tánum að hylnum, önglar beittir og færum kastað. Hylurinn lá á milli tveggja kletta, breiður og ákaflega djúp- ur. Við strákarnir höfðum það stundum okkur til gamans á vorin að safna saman öllum flókatripp- um á bænum, reka þau upp fyrir klettinn, vestan megin, og láta þau synda yfir hylinn. Við þóttumst vera að drepa í þeim vetrarlúsina, en hætt er við, að þar haf'i þurft meira tiL En líklega hafa þau losnað við hana með ljótu, þæfðu og loðnu vetrarhárunum. Veiðin gekk líkt og vanalega. Við veiddum nokkra smásilunga. En við vissum vel, að í djúpi þessa hyls, undir dökkum og skuggalegum klöppunum á botni hans, lágu margir og afar stórir s'ilungar, sumir víst tíu eða tutt- ugu pund á þyngd. Við höfðum að vísu aldrei séð þá í hylnum, en það var ekki að marka. Þeir . mundu aldrei taka á færin okkar 564 T í M I N N - SUNNUBAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.