Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 19
MÖÐRUDALUR
(Ljósmynd: Páll Jónsson)
Langir eru morgnar í Möðrudal
Það var sumarið 1913. Eg var
þá kaupamaður hjá Stefáni Einai's-
syni, bónda í Möðrudal á Fjöllum.
Þá var enn þá sá háttur hafður á
að fæna frá, og var fært frá 160 ám
í Möðrudal. Á daginn var setið hjá
ánum, og fyrstu vikur eftir frá-
færur voru ærnar hýstar á nótt-
unni, þanmg að hjá þeim var setið
á kvöldin fram um miðnætti, og
svo voru þær látnar snemma út á
morgnana
Þegar frá leið, var hætt við að
hýsa ærnar á nóttunni, en þess í
stað voru þær reknar eftir mjaltir
út að Sauðánni. Þá var talin vissa
fyrir þvi, að ekki þyrfti að leita
þeirra nema eina átt. En víðátt-
ur eru miklar og land stórt í
Möðrudal; þvi mátti alitaf reikna
með 3—4 tímum við að smala án-
um á morgnana, og þó því að-
eins, að maður gæti náð sér í
lipran hest.
Við höfðum farið seint að sofa
sunnudagskvöld síðla í júlí. Það
höfðu verið gestir yfir helgina, og
þá var ætíð venja að skemmta sér
með þeim, eftir því, sem föng voru
á, og enda með því að fylgja þeim
á leið. Var þá stundum farið óþarf-
iega langt og komið seint heim.
Við sváfum 4 saman frammi á svo-
kölluðum kvisti, 3 kaupamenn og
Einar, sonur Stefáns bónda, Þeir
höfðu verið að striða mér með því,
aff það tæki því ekki fyrir mig að
fara úr fötum, ég yrði bara ný-
sofnaður,-þegar ég þyrfti að fara
að smala rollunum. Við höfðum
nefnilega samþykkt að' smala sína
vikuna hver, og nú var mín vika.
Eg vaknaði við það, að einhver
studdi á öxl mína, og þegar ég
opnaði augun, þá sá ég, að Arnfríð
ur húsfreyja stóð við rúmið; hún
sagði ekkert orð, enda þurfti þess
ekki. Eg snaraðist fram úr rúm-
inu, flýtti mér í leppana, en gekk
á sokkunum niður, svo ég gerði
ekki neinn hávaða. Kl. var 5,
þegar ég kom út á hlað. Veðrið
var stillt og þurrt og útlit fyrir
sólskin.
Eg fór út í skemmu, náði mér í
beizli og hnakkdýnu, sem var fis-
létt og handhæg að grípa til. Hún
var með gjörð til að spenna hana
fasta. Svo fór ég að huga að
Bröndu gömlu, en það var smala-
hundurinn okkar. Hún var á sín-
um sama stað, í eldiviðargeymsl-
unni, orðin þungfær og var mjög
treg til að koma með mér. En nú
var eftir að vita, hvort ég rækist
á nokkurn hestinn, þaff var ævin-
iega ills viti, ef þeir höfðu verið
notaðir á sunnudegi; þá voru þeir
vissir með að forða sér sem lengst
í burtu. Og þeir voru ævinlega
suður í landi, en ærnar norður
undir Víðidalsfjöllum. ca. 8 km.
frá- Möðruöal Eg skimaði í allar
áttir, hvort ég sæi nokkurs staðar
hesta. Nei, því miður var hvergi
nokkur skepna sjáanleg. Þá var
eina vonin, að ég fyndi ef til vill
hesta ofan við Dysjamar eða upp
með Bæjaianni. Lengra suður var
aldrei farið, vegna tímaskorts Eg
hljóp við fót grundina sunnan
við bæinn með Bröndu við hlið
mér. Hið iireina, ferska fjallaloft
hafði nú vakið mig til fulls; hin
dásamlega morgunkyrrð alls stað-
ar vakti sælukenndan unað í
brjósti mínu, ég gat ekki hugsað
mér neitt svo mótdrægt, sem setti
mig út úr jafnvægi á svona yndis-
fögrum sumarmorgni. Eg var í
þann veg að hætta við alla hesta-
571
j
XÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ