Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 14
Loftmynd af Kirkwall. Scapa Flow er fjórum km. sunnan við bæinn og sést þess vegna ekki á myndinni.
(JRSMIÐURINN VINSÆLI
Syðsta eyjan í eyjaklasa þeim,
sem kallaður er Orkneyjar, er
aðeins tiu kílómetra norðan við
skaga, er gengur út úr Skotlandi
og heitir Caithnes. Orkneyjar eru
um það bil sjötíu talsins, og af
þeim eru 28 byggð. Hin stærsta
þeirra heitir Mainland, en er
einnig kölluð Pomona. Aðalbær-
inn þar á eynni heitir Kirkwall,
sem er hafnarbær með um 3—
4000 íbúum
í þessu þorpi var úr- og silfur-
smiður, Dennis að nafni. Árið
1927 réði hann til sín Svisslendnig
nokkurn, sem var einmitt um það
leyti nýkominn til bæjarins, en
hafði kunuað svo vel við sig þar, að
hann ákvað að setjast þar að. Ráðn-
ing hans hleypti miklum vexti í fram-
leiðslu og sölu Dennis. Að sumu leyti
stafaðí þetta af því, að Svisslendjng-
urinn, sem hét Albert Ortel, var dug-
legur, fljótvirkur og lagvirkur, en
einnig af því, að fólkið á eynni var
ekki vant því að hafa ósvikinn Sviss-
lending fyrir augunum og kom því
gjarna til þess að forvitnast um,
hvernig slíkur maður liti út. Það
kom og fljótlega í ljós, að Ortel var
framúrskarandi úrsmiður, og aðrir
slíkir voru ekki til á þessum slóðum.
Viðskiptavinirnir streymdu til hans
úr öllum áttum eftir þvj sem orðstír
hans óx vegna dugnaðar hans og sann
girni í viðskiptum.
Ortel barst lítt á og lagði hvern
skilding til hl'iðar. Hann miðaði að
því að eignast eigin íbúð, þar sem
hann ætlaði eingöngu að selja úr og
klukkur og minjagripi úr silfri, gleri
og tré. Þegar Ortél lét þessa fyrir-
ætlan sína uppi við húsbónda sinn,
Ðennis, reyndi hinn síðarnefndi að
halda í hann og gera hann ánægðari
með sín kjör og hækkaði við hann
kaupið. En það færði Ortel aðeins
nær takmarki sínu; að verða sjálfs
sín herra.
Árið 1931 keypti Ortel verzlun og
hóf sölu og viðgerðir á úrum. Ótti
fyrrverandi atvinnuveitanda hans
varð að veruleika: Allir viðskipta-
vinir hans snéru við honum bakinu
og tóku að skipta við Ortel. Ortel var
ekki aðeins skilningsgóður varðandi
úr: Hann kunni einnig lagið á því að
umgangast fólk Hann gat talað vi3
alla, svo að þeim líkaði, háa sem
lága. Hann gaf þeim ráðleggingar og
hugmyndir, og erlendi hreimurinn í
röddinni var töfrandi og kom þeim
til að brosa.
Fiskimennirnir, sjómenn og sjóiið-
ar frá nálægri enskri fl'otastöð,
Scapa Flow, komu einnig í búðina
til hans. Þeir komu ekki aðeins t
þess að kaupa gjafir handa unnust-
um sínum, mæðrum og systrum og
eiginkonum, — þeir komu líka til
þess að spjalla við þennan vingjarn-
lega úrsmið, sem kunni skil á mörgu
og hafði auðsýnilega víða um heim-
inn farið. Hann þekkti að minnsta
kosti flest lönd heims, gat talað um
allt milli himins og jarðar og hafði
áhuga á ölliu, sem var innan sjún-
deildarhrings viðskiptavinanna.
Ortel var ókvæntur maður, en hann
var ekki einmana. Eyjaskeggjar sáu
fyrir því, að honum leiddist ekki.
Þeir tóku honum sem einum úr
þeirra hópi, gerðu honum heimboð,
fóru með hann í skemmtisiglingar,
veiðiferðir og spiluðu við hann bridge.
— Árið 1932 fékk Ortel brezkan borg
ararétt. Nú var það aðeins nafnið,
sem gaf til kynna, að hann væri af
erlendum uppruna. Hann tengdist
Kirkwall svo föstum böndum, að
hann þurfti að beita sjálfan sig valdi
til þess að fara þaðan á hverju sumri
til þess að heimsækja aldraðan föður
sinn og fj-ölda systkina í Sviss. Og að
nokkrum árum l'iðnum hætti hann
alveg þessum heimsóknum. Hann lét
sér nægja að skrifa föður sínum. En
þau voru líka mörg bréfin, sem hann
skrifaði honum. Hann skrifaði annars
sendibréf til hinna ólíkustu hluta
heims: — Ættingjar mínir eru dreifð
ir um allar jarðir, sagði hann til skýr-
ingar.
Ættingjar Ortels og vinir komu í
sumarleyfisferðir til eyjarinnar Þeir
töluðu að sjálfsögðu allir með greini-
legum svissneskum hreimi. Sumir
þeirra urðu svo hrifnir af náttúru
eyjarinnar, að þeir ílentust, og Ortel
hjálpaði þeim að koma sér fyrir eftir
beztu getu. Þar sem hann var ósvik-
inn Svisslendingur, var mjög eðlilegt,
566
TÍMI.NN - SUNNUDAGSBLAÖ