Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 7
dag. Konan myndi koma með allan messusfcrúð'ainn, sem hún feTigi í hendur. Næs-t lá fyrir að tala við vörðinin. Vair hann fáanlegur til að leyfa mér aðeins einu sinni að heimsækja sam- fanga minn? Ég sagðist vilja snæða með homum og lofaði, að hann fengi að taka þátt í veizlunni. Hann neit- aði algjörlega. Han-n var hræddur um að til mín kynni að sjást, ef ég gengi yfir garðinn, eða þá að virikis- stjórinn tæki upp á því að heimsækja mig ein-mitt þennan dag. En ég benti honum á, að það hefði aldrei komið fyrir og væri afar ólíklegt, og í lok fortalanna bar ég fram gulivægustu röksemdina. Ég lofaffi að gjalda hon- um reiðufé fyrir greiðann. Hann féllst á að gera þetta. Ég ákvað daginn, fæðingarhátíð hinnar HeUögu Meyjar. Áður kom ég því í kring, að kona samfangans hélt til ákveðins staðar í borginni. Þar átti hún að hitta John Lillie, og hann átti, samikvæmt fyrirmæl-um í bréfi frá mér að láta hana fá það, sem þurfti til messugjörðar. Ég hafði einnig sagt Lillie að láta hana fá nokkrar litlar óblátur, þar eð ég vildi með- taka Saikramentið, LiMie náði í allt þetta og konan bar það inn í fangeisið. Þegar kvöldið kom fór ég með fangaverðinum yfir og dvaldist hjá manninum alla nóttina og næsta dag. Eins og við höfðum lofað verðinum, var konu mannsins ekki sagt neitt um þetta. Um morguninn söng ég messu. Ég fann til mikils hugarléttis, þegar ég veitti SakrEmentið, þessúm göfuga játanda Krists, sem svo lengi hafði verið án þeirrar huggunar. Ég vígði einnig tuttugu og tvær oblátur og hafði þær með mér til klefa míns, og endurtók hina heilögu kvöldmál- tið þar í marga daga á eftlr með nýrri ánægju og hugarfróun. Þegar ég fór til hans þetta kvöld, \ hafði mér ekki dottið flótti í hug. En þegar við sátum þar saman um daginn, sló það mig, hv-e nærri þessi tum væri síkinu, sem var umhverf- is ytri byggingar virki-sins, og ég taldi það vera kleitft að fara á kaðli frá þaki turnsins yfir á vegginn utan síkisins. Ég spurði manninn, hvað hann héldi um það. „Jú, það væri auðveldlega hægt“, sagði hann. „En þá þurfum við að haía nokkra mjög góða vini, sem eru fúsir að hætta á að aðstoða okkur“. „Vinirnir eru fyrir hendi“, sagði ég, „ef þetta aðeinis er hægt og þess virði, að það sé reynt". „Hvað mig snertir", sagði hann, „er ég fús á að gera tilraunina. Mér mundi líða betur í felum hjá vinum mínum og geta notið huggunar Sakra mentanna og ánægjulegs félagsskap- ar, í stað þess að eyða ævinni hér inni á milli fjögurra veggja“. „Ágætt“, sagði ég. „Nú skulum við biðja bænar, og ég skai bera málið undir yfirboðara minn og gera það sem honum lízt bezt“. Þeirri stund, sem við áttum eftir samverunnar, vörðum við til að ræða, hvernig við skyldum fara að, ef við gerðum tilraunina. Þegar ég var kom- inn aftur til klefa míns um kvöldið, skrifaði ég yfirboðaranum fyrir mttli göngu Johns Lillies og lagði alla hugmyndina fyrir hann í smáatrið- um. Faðir Garnet svaraði, að sjálf- sagt væri að reyna þetta, en þó ætti ég ekki að hætta lífi mínu við flótt- ann. Síðan skrifaði ég hinum forna gest gjafa mínum og sagði honum, að við ráðigerðum flótta, og bað hann að nefna þetta við ei-ns fáa og hæigt væri. Fréttist ráðabruggið, væri það úr sögunni. Síðan spurði ég John Liilie og Richard Fulwood (hann var þá þjónn föður Garnets), hvort þeir vttdu hætta á þetta, og ef svo væri, bað ég þá að koma á ákyeðinni nóttu að veggnum utan sikisins. Með sér áttu þeir að hafa kaðal og binda hann við staur. Við skyldum vera á þakinu og kasta niður járnkúiu, sem fest væri í sterkan þráð af því tagi, sem notaður er við pokagerð. Þeir áttu að hlusta í myrkrinu eftir að kúlan kæmi til jarðar, finna spott- a-nn og binda enda kaðalsins við hann. Síðan skyldum við draga kaðal- inn upp á s-núrunni. Ég sagði þeim að festa hvíta pappírsmiða eða vasa- klúta frama-n á sig, svo að við gætum þekfct þá með vissu, áður en við fleygðum kúlunni. Einnig áttu þeir T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 559

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.