Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 3
ÖÐRU SINNI var ég kallaður tU yfinheyrslu ásamt öllum öörum ka- þólskum mönnum í fangelsinu. Top- cliffe var viðstaddu.r og margir em-b- ættismenn aörir. Þegar þeir höfðu borið ailar venjulegar spurningar fram og ég svarað þeim á sama hátt og ég svaraði þeim alltaf, komu þeir a3 efninu. Þeir viidu komast að því, 'hver væri afstaða okkar til ríkisstjórn arinniar. Þeir gerðu sér vonir um að flækja okkur í því, sem við segðum um drottninguna og ætluðu síðan að ákæra okikur fyrir það. Þeir sneru sér að mér og spurðu: „Viðurikennig þér drottniniguna sem sanna og löglega drottningu Englands?" „Ég gieri það“, svaraði ég. „Þrátt fyrir það, að Pius V. hafi bannfært hana?“ spurði Topcliffe. „Ég viðurkenni að hún er drottning", svaraði ég, „þótt ég viti líka, að bann færing hafi átt sér stað“. Auðvitað var mér kunnugt um það, að páfi hafði lýst því yfir, að bannfæringin hefði enn ekki tekið gildi á Englandi. Það hafði verið dregið að beita henni, þar til hægt yrði að gera það með árangri, Topclifife bar fram nýja spurn- ingu: „Hvað myndir þú gera, ef páfinn sendi hingað her og lýsti því yfir, að tilgangur hans væri sá einn, að gera ríkið aftur kaþólskt? Og ef hann lýsti um leið því yfir, að eng- in önnur leið væri fær til þess að endurvekja kaþóls-ka trú, og skipaði i embættisnafni ölluni trúuðum að styðja hann? Hvorum megin myndir þú þá vera, drottningarmegin eða páfa?“ Þá sá ég til fullniustu illkvittna slægð mannsins. Hann hafði orðað spurninguna þannig, að hvert sem svar mitt yrði, átti ég vísa þjáningu fyrir það, annaðhvort á líkama eða sál. Ég valdi orð mín, þegar ég svar- aði. „Ég er trúr kaþólskur maður og trúr þegn drottningar. Ef þetta kæmi fyrir, og það tei ég ekki líklegt, þá myndi ég gera eins og sæmir trúum kaþólsOaim og trúum þegn“. „Nei“, sagði hann. „Ég vil fá hreint og ákveðið svar. Hvað myndirðu gera?“ Ég svaraði: „Ég hef þegar sagt yð- ur, hvað ég ætla um það og ég mun ekki gefa neitt annað svar“. Þá rauk hann upp í geysimikilli bræði og bölvaði mér í sand og ösku. Ég var færður burt og fluttur til Lundúnatums. Þar var ég afhéntur vihkisstjóranum, liðsforingja, sem hét Berkeley. Með mig var strax farið í stóran tursn þriggja hæða háan, mieð fangelsum á öllum hæðum. (Slíkir tuirnar eru margir í víginu). Um nótt ina var mór komið fyrir í klefa á fyrstu hæð, og hann fól mig á vald fangaverði, sem hann bar sérstakt traust til. Fangavörðurinn kom með dálítið af h'álmi, breiddi úr honum á gólfið og fór svo og lokaði dyrum herbergisi'ns með stórum slagbrönd- um og járnboHum. Á þriðja degi kom fangavörðurinn rakleitt til klefa míns, þegar hann hafði snætt. Hann virtist taka það nærri sér að kcma, og sagði mér, að yfirdómiararnir og dómsmálaráðherra drottningar væru komnir og óg yrði að fara strax ttl fundar við þá. „Ég er reiðubúinn", sagði ég. „Leyf iff mér aðeins að fara með Faðir vor og Ave María niðri“. Hann leyfði mér það, og síðan fór- um við báðir inn í húgakynni virkis- stjórans. Þar biðu mín fimm menn, og hafði enginn þeirra nema Wade yfirheyrt mig áður. Hann var þama ttl þess að slkýra frá ákærunum gegn mér. Dómsmálaráðherrann tók fram papp irsörk og skrifaði formlega skýnslu um yfirheynsluna. Þeir spurðu ekki um einstaka kaþólska mann, heldur aðeins um stjórnmálaleg efni, og ég svaraði á svipaðan hátt og ég hafíi aHtaf gert. Ég sagði, að Kristmunk- um væri bannað að hafa afskipti af stjórnmálum og af þeim sökum hefði ég aldrei látiff þau til mín taka. Vildu þeir fá staðfestíngu á þessu, hefðu þeir hana í höndunum. Ég hefði ver- ið í fangelsi í þrjú ár og verið yfir- heyrður hvað eftir annað, en þeir hefðu ekki komiff með neitt skjal eða eitt einasta trúverðugt vitni, sem sýnt gæti fram á, að ég 'hefði átt þátt í einihverri þeirri starfsemi, sem beint væri gegn stjóminni. Þá spurðu þeir mig og um bréf þau, sem ég hafði nýlega fengið frá feðrunum eriendis, og þá ski'Idi ég fyrst, hvers vegna ég hefði verið flutt ur í Turninn. Ég svaraði: „Hafi ég .einhvern tíma fengiff ein- hver bréf erlendis frá, fjalla þau ekki um stjómmál. Þau eru ekki um annað en f járhag®aðstoð til kaþólskra manna á meginlandinu“. „Fenguð þér ekki seudan paikka fyrir skömmu“, spurði Wade, „sem þér komuð svo áleiðis til Henry Gamets?“ „Hafi ég fengið pakka og kom- ið honum áleiðis, hef ég ekki gert annað en skyldu mina. En ég endur- tek, að þau einu bréf, sem ég hef fengið eða komið til skila, fjalla um fjármál trúaðra og lærisveina á meg- inlandinu“. í þriðja og síðasta kaflanum, sem Sunnudagsblað Tímans birtir úr sjálfsævisögu föður Gerards, segir hann frá fanga- vist sinni í Lundúnaturni, öfl- ugasta og nafntogaðasta fang- elsi Englands. Þar er honum misþyrmt að skipun yfirvald- anna, en að lokum tekst hon-| um að flýia á ævintýralegan hátfÉ \ T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 555

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.